Lady Elín
Ég er fædd í Reykjavík 24. maí 1979 og á einn bróður. Ég á náttúrulega foreldra og svo á ég líka ömmu (afi lést þegar ég var á fyrsta ári í Glasgow University og hitt afa- og ömmuparið lést þó nokkru áður en ég fæddist).
Ég lauk stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1999 og hóf þá stutta skólagöngu í Háskólanum í Reykjavík í tölvunarfræði. Það átti einhvern veginn ekki nóg við mig og notaði ég frítímann í skólanum til að skoða upplýsingar á netinu um skóla í Skotlandi. Féll strax fyrir Glasgow University og ákvað að þangað langaði mig að fara. Sótti um og hóf nám þar við Celtic Department árið 2003. Lagði stund á Scottish Gaelic og menningarsögu kelta, einnig nam ég Old Irish (eitt erfiðasta tungumálið sem ég hef kynnst hingað til) og Middle Welsh. Ég útskrifaðist með MA í Celtic Medieval Studies í sumar 2007 og þar sem ég var ekki tilbúin að segja skilið við Glasgow sótti ég um að komast í M.Litt í Scottish Medieval Studies. Ég útskrifaðist svo úr því námi í byrjun desember 2008 og var þá þegar byrjuð í áframhaldandi námi. Ég er því núna byrjuð í doktorsnámi í keltneskum fræðum og uni því vel.
Ég hef unnið hjá Íslandspósti síðan 2000, þangað til ég fór í nám en þá tók ég að mér sumarvinnu hjá þeim. Síðasta sumar hafði ég gagn og gaman af að vinna á ættfræðiþjónustu og hitti þar marga merka og skemmtilega karaktera. Mér finnst æðislega gaman að grúska þannig að þetta átti rosalega vel við mig og oftar en ekki sat ég með tárin í augunum við að fara yfir lífsferil fólks.