Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
7.2.2008 | 19:57
Á ekki til orð ... eða kannski of mörg!!!
'My blond moments' eru virkilega að hlaðast upp núna. Ákvað að leyfa ykkur að njóta þess augnabliks með mér, sérstaklega þar sem vinkonurnar mínar (sem eru svo æðislegar) eru búnar að vera að gera stanslaust grín að mér undanfarna daga.
Ég ákvað að vera góð við vinkonu mína og bauð henni yfir á Sunnudaginn var í mat (það er að segja í fajitas), eitthvað einfalt og tekur ekki langan tíma. Eftir matinn, þegar við vorum orðnar fullsaddar og búnar að koma okkur fyrir inn í herberginu mínu, ákvað ég að sýna henni smá Bollywood. Hún hefur nefnilega aldrei séð slíka mynd og það gengur náttúrulega bara ekki þegar þú þekkir mig. Setti Om Shanti Om í og þá byrjaði ballið. Byrjaði á að sýna henni nokkur söngva og dans atriði og svo aðeins meira af myndinni sjálfri. Í einu af lögunum voru söngvararnir alltaf að endurtaka orðið 'Dewana, dewana' og Sandra spurði mig hvað í ósköpunum þetta orð þýddi. Ég leit á hana og svaraði 'Dewana means ruglaður!'. Hún bara leit á mig eins og það sem ég var að segja væri ekki alveg eitthvað sem hún var að skilja. Vitiði hvað!!! Ég endurtók mig!!! 'Dewana means ruglaður!' og var alls ekki að fatta af hverju hún var ekki að skilja mig. Svo fór ég að velta þessu betur fyrir mér þegar ég ætlaði að virkilega einbeita mér að því hvernig ég bæri orðið fram 'ruglaður'. Guð minn góður, hvað ég skammaðist mín niður í rass og lengra. Á alveg óskiljanlegan hátt gat ég blandaði þremur tungumálum saman í eina setningu með ekki fleiri orð innifalin en ÞRJÚ!!!
Áður fyrr hló ég að því þegar föðursystir mín (sem var gift dana í fjölda ára) tók upp á því að tala dönsku við okkur en íslensku við danina þegar við vorum með henni í Danmörku. En núna hallast ég að gráti þegar ég átta mig á því að ég er orðin hún. Það hefur nefnilega komið fyrir allavegana 3 á síðustu fjórum árum að ég hef byrjað að tala íslensku við vinina mína hérna og nokkrum sinni hefur það komið fyrir að ég byrja að tala ensku við íslendingana mína. Ekki bætir það nú úr skák þegar ég fer að blanda þriðja málinu þarna inní.
Þótt að ég noti íslenskuna mína mikið, tala við mömmu á Skype á hverjum degi og skrifa blogg á íslensku og dagbók þá stend ég mig oft að því þegar ég tala við hana múttu að mér finnst ég hljóma undarlega. Það er náttúrulega af því að ég er orðin svo gegnsýrð af enskunni að mér finnst orðið erfitt að skipta yfir í íslenskuna fyrst um sinn. Svo kemur það undir eins en finnst það alltaf jafn skrítið þegar ég gríp mig við hugsunina þegar ég er í miðju samtali við mömmu, hmmm, ég er að tala íslensku núna.
Skrítið, en um daginn voru foreldrar íbúðarfélaga míns í heimsókn og í tal barst hvaða tungumál ég hef lagt stund á. Pabbi hennar sagði þá að 'you should never lack for words, except maybe which language they should come from'. Svo sannarlega!
12.6.2007 | 20:30
Góðar fréttir
Ég er loksin búin að fá að vita einkunnir mínar og er ég bara nokkuð sátt og þokkalega stolt af mér fyrir árangurinn. En þetta hefur tekið á þolinmóðina því nú er tæplega einn og hálfur mánuður síðan ég lauk prófunum. En ég stóð mig vel og má vera stolt af því. Nú eru einungis um tvær vikur þangað til ég fer út til að vera við útskriftina mína. Foreldrar mínir, bróðir, mágkona og litla frænka ætla að koma með og þetta verður heljarinnar ferð. Við ætlum bara að stoppa í nokkra daga og reyna að njóta tímas sem við höfum þarna úti til að versla eitthvað í leiðinni. Enda förum við ekki til Glasgow og förum ekki í búðir, það þekkist ekki í þessari fjölskyldu.
Mamma var svo að kalla mig fram, og ég þaut náttúrulega af stað, hélt að það væri verið að biðja mig um að redda einhverju þannig að eiginleg ástæða koma mér svakalega mikið á óvart. En það var ánæguleg ástæða fyrir því að hún kallaði á mig. Ég var að fá útskriftargjöfina mína. Ég fékk bara algjört shjokk. Ég fékk í hendurnar heilt málverk. Þetta er málverk en er málað eftir eldri fyrirmynd og er alveg æði. Þetta er mynd af skólanum mínum, The University of Glasgow og er rosalega falleg mynd. Ég fékk líka smá bækling með myndinni, svona Certificate of Authenticity þar sem fram kemur hver málar og annað sem tengist myndinni og málaranum. Svo eru einnig myndir af öðrum málverkum og líka ljósmyndir og voru þær allar tengdar West End í Glasgow á einn eða annan hátt. Það var rosalega merkilegt að sjá þarna myndir af stöðum sem ég hef verið daglega að ferðast um og hvernig þeir litu út fyrir 50 - 80 árum. Bara hreint út sagt æðisleg gjöf. Get ekki beðið eftir að fá svo prófskírteinið enda á það að fara í ramma líka og svo fer bæði myndin og plaggið upp á vegg. Ég er sko ekkert feimin við að flagga því sem vel til tókst.
29.1.2007 | 17:33
Enn ein bloggsíðan
Eins og ég sé ekki með nóg af bloggum í gangi. Reyndar má segja að ég sé bara með eitt í gangi. En ég er víst skráð með þrjú önnur. En ég ákvað að prófa svona blogg þar sem maður getur röflað út í eitt, um hluti sem skipta engu máli. Hluti sem pirra mann, eins og fáránlegar fyrirsagnir og annað lítilræði. Svo hlutir sem skipta máli fara á hitt bloggið. En þetta virðist vera fjörugt samfélag hérna á blog.is þannig að ég hlakka til að vera með. En bara fyrir alla muni ekki halda að það muni neitt spennandi gerast hérna.
Ég setti upp síðuna í gær en ég er ennþá að snurfusa hana til áður en ég verð ánægð, þannig að það verður eitthvað þangað til hún kemst í gagnið fyrir alvöru. Sjáum til hvernig gengur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)