hmmmm

Einhvern veginn fannst mér sniðugt að fá mér nýtt blogg.  Svona almennilegt Elínar-blogg á íslensku.  Hef alltaf verið að skrifa á ensku.  En ég er algjörlega andlaus núna.  Hef ekki orku í að röfla um eitt eða neitt.  Það er kannski allt í lagi að síðan byrji svona brösótt.

Hef samt frá ýmsu að segja svo sem.  T.d. ég skilaði dissertation (fræði-) ritgerðinni minni í dag.  Skilafresturinn er til 1.feb en ég sá fram á að ég myndi ekki gera neitt meira með ritgerðina þannig að ég skilaði henni bara.  Lét binda hana inn og alles.  Þarf víst að vera fín og flott.  Skrifstofustýran varð bara heldur betur hlessa þegar ég skilaði ritgerðinni inn svona snemma.  Það er víst ekki alvanalegt.

Umm, látum þetta nægja í bili.  Ég á eflaust eftir að venjast þessu umhverfi smátt og smátt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband