15.2.2007 | 20:22
Tekur enginn annar eftir þessu
Hvernig í ósköpunum á ég að skilja að Díana prinsessa komi þessari grein nokkuð við. Eru fréttamenn á mbl.is orðnir það gegnsýrðir af vestrænu slúðri að það gerir sér ekki lengur grein fyrir því að það eru til fleiri prinsessur í heiminum en Díana? Það er ekki einu sinni skiljanlegt að þeir ruglist á nöfnunum, því þetta eru svo ólík nöfn.
Undanfarið ár hef ég verið að taka eftir auknum stafsetningavillum á síðum mbl.is og ekki síður í Morgunblaðinu sjálfu, en þetta slær öllu við. Eru fréttamenn algjörlega hættir að lesa yfir það sem þeir skrifa? Eru engir ritstjórar lengur við störf hjá fjölmiðlum? Ekki ætla ég að þykjast vera manna best í íslensku, en mér finnst það vera fyrir neðan virðingu fjölmiðils að láta svona hluti frá sér fara og birta opinberlega, án þess að lesa greinar yfir til að koma í veg fyrir slík mistök.
Það er eitt, fyrir þá sem það skiptir máli, að berjast gegn slanguryrðum og enskuslettum í íslensku máli. En þá finnst mér einnig það skipta máli að kenna fólki að nota íslenskuna rétt og koma henni vel frá sér. Einmitt þá, þegar fólk veit hvað það er að nota og hvernig, þá er því fært að nota íslenskuna ásamt öðrum tungumálum til að skreyta mál sitt með snilld og hæfni og þá er ekkert hægt að gagnrýna það. Það sýnir fyrst og fremst virðingu fyrir tungumáli sínu sem og annarra.
Japanir ósáttir við austurlenska útgáfu af sögu Díönu prinsessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hmm... greinin hét þetta bara því höfundur bókarinnar, Hill, lýsti sögu prinsessunnar sem austurlenskri sögu Díönu prinsessu. Hann taldi að sögur þeirra væru líkar. Aftur á móti er ég mjög sammála því sem þú segir um stafsetningarvillurnar á mbl.is og Morgunblaðinu.
Ragnheiður Ásta (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.