19.2.2007 | 14:17
Stressið að fara með mann
Ég sit hérna í herberginu mínu í Glasgow að farast úr stressi. Það kemur venjulega þegar álagið er að fara með mig. Ég byggi upp einhvern ósýnilegan hjalla af verkefnum sem mér finnst ég ekki geta náð að vinna úr nógu hratt. Ég er alls ekkert að falla á tíma, en mér finnst ég vera að falla á tíma með að vinna úr hlutunum á þægilegum tíma. Ef þetta meikar eitthvað sense?
Á föstudag eyddi ég þremur klukkutímum í verkefni fyrir Welsh Poetry sem ég þarf að skila í þessari viku. Ég náði að klára verkefnið að mestu leyti en það er eitt og annað sem ég þarf að skoða betur áður en ég skila. Ætla að reyna að klára það í kvöld. En einmitt núna er ég að einbeita mér að ritgerð fyrir Old Irish. Er að skrifa um 'the rhetoric' eða orðagjálfur í sögunum Fingal Rónáin og Orgain Denna Ríg, og ég verð að viðurkenna það að ég er orðin rangeygð af tilraunum til að koma mínu orðagjálfri niður á blað.
Þegar ég klára þessa ritgerð verð ég að demba mér strax í það að skrifa næstu ritgerð í Middle Welsh, þar sem ég tala einmitt aftur um orðanotkun og tungumál í velsku sögunni Pwyll Pendeuic Dyuet. Og eftir það bíður mín sú skemmtilega ritgerð fyrir Welsh Poetry að skrifa um ljóð Y Dref Wenn (The white town), ljóð sem ég valdi sjálf og hvort ljóðið sýni 'anti-millitarist rethoric in the englyn cycles of the Cynfeirdd period'? Þetta verð ég að játa er eina ritgerðin sem mig hlakkar til að skrifa um, en þangað til er ég að farast úr stressi. Sérstaklega þar sem ég þarf að vera búin að öllu þessu helst fyrir 9.mars og ofan á það þá veit ég af allavegana einni þýðingu til að skila inn í velsku áður en páskafríið byrjar. Og kannski á ég von á að skila inn þýðing úr Orgain Denna Ríg.
En það nú nördatal, verð að segja það á svona stundum held ég að ég hafi lagt út í þetta af því að mér finnst gaman að þjást. En aftur á móti, þegar ég er búin að skila inn verkefnum, þá líður mér svo vel og ég er svo stollt af mér að ég veit að ég valdi þetta af því að þetta veitir mér ánægju.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.