Tíminn líður

Það eru innan við tvær vikur þangað til ég kem heim í páskafrí.  Það er reyndar erfitt að skilgreina þetta sem frí, þar sem ég mun vera að læra fyrir vor prófin.  Verð að segja að ég bæði hlakka til og ekki.  Það verður enginn smá léttir þegar 14. mars rennur loks upp.  Þá verð ég (eða þá á ég að vera) búin með öll fyrirliggjandi verkefni.  Er einmitt búin að vera að strita yfir þriðju og síðustu ritgerð annarinnar og ég náði líka að klára þýðinguna fyrir skila verkefni fyrir Velsku í kvöld.  Ég er að vonast eftir að klára ritgerðina á morgun.  Það þýðir að á þremur helgum er ég búin að ná að framleiða 3 x 2000 orða ritgerðir.  Ekki slæmt það.  En ég á enn þá eftir að fara yfir hinar tvær til að gera þær tilbúnar fyrir skil og svo þarf ég að fara yfir textann sem ég var að þýða í velsku og undirstrika, sagnir, ákveðnar stökkbreytingar sem verða á samhljóðum (initial mutation), forsetningar og fornafns viðskeyti (infixed pronouns).  En það tekur engan tíma sem betur fer.  En það verður gott þegar þessi törn er búin en þá tekur bara sú næsta við í staðinn.  Enhvern veginn hlakka ég ekki til þess að fara að læra fyrir Old Irish prófið, það er svona álíka ánæguleg hugsun og að vita að ég þurfi að fara til tannlæknis í rótarfyllingu (sem ég reyndar þarf ekki), það væri bara tvöföld (ó)ánægja.

Þarf samt að fara að reyna að drífa þetta af svo ég hafi tækifæri til að hitta eitthvert fólk áður en ég fer heim.  Hef verið að vanrækja Sharon, Lewis og Lauru allan tímann eiginlega.  Er ekki sátt, en hvað á maður að gera þegar skólinn hefur slíkt tangarhald á manni.  Vonandi bara að þetta sé þess virði að eiga ekkert félagslíf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband