23.4.2007 | 21:49
Búin að vera of lengi í útlandinu
Það er greinilegt að ég er búin að vera of lengi í útlöndum því að nú á ég erfitt með að skilja einföldustu setningarnar. Oft getur það verið frekar kómískt, ekki svo gott þegar það á við frekar alvarlegar fréttir en það er erfitt að standast það að deila þessu með fjöldanum.
Þessi titill er á grein á síður FreedomFries sem ég var að glugga í.
American "Family" Association kennir skorti á rasskellingum um fjöldamorðin í Virginíu
Þetta er frekar alvarlegt mál en þegar ég var að lesa yfir titilinn rak ég augun í orðið 'rasskellingum' og ég í minni einlægu heimsku gat ekki með nokkru móti áttað mig á þessu orði og skildi ekkert hvernig kerlingar þetta væru. Hvað í ósköpunum væru 'rass- kellingar'. Ég verð að viðurkenna að ég varð frekar skömmustuleg þegar ég loksins fattaði hvaða orð ég væri að klúðra svona svakalega. En svona er ég nú doltið vitlaus stundum. Allir eiga sín 'moments' víst. Þetta var eitt af mínum. Annars er oft mjög fróðlegt að glugga á síðununa hjá FreedomFries.
Eitt annað skipti sem mín sérstaka lesning á titlum á greinum og skiltum kom mér smá spánskt fyrir sjónir er skiltið frá VÍS 'Tryggjum dýrin', einhvern veginn tókst mér að lesa það sem 'Tyggjum dýrin' og fannst það bara ágætis ábending.
Athugasemdir
Góóóóð :)
J#
Jónas Björgvin Antonsson, 23.4.2007 kl. 21:52
Ekki skrýtið að þú hefur ruglast my dear ladyfriend þar sem það eiga að vera 3 s í rass-skellingum. Rasskellingar eru einmitt það: rass-kellingar
Hrabban (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.