Snilldarfærsla kapút

Það er svo margt um að vera hjá mér að ég ætlað að reyna að hnipra nokkrum setningum niður á blogg færslu.  Það gekk framan af bara vel og svo var ég búin að klára að ég taldi og fór í að vista færslu og svo bara kapút, ekkert og færslan farin til fj...  Þannig að nú verð ég að byrja upp á nýtt og er algjörlega andlaus.

Gerðist svo fræg í gær að panta útskriftarfötin mín á netinu.  Skikkju og trefil, á eftir að líta út eins og Harry Potter barasta, eða frekar eins og Hermione Granger því að ég tilheyri víst kvenkyninu.  Tók mig til og pantaði ljósmyndatöku líka. Ooo, ég er að verða spennt, nú er bara að vona og sjá hvort ég hafi ekki náð öllum prófunum og fái að útskrifast.

Svo er ég byrjuð í vinnunum mínum.  Jamm þær eru tvær í ár.  Ég er samt svo heppin að þetta eru þannig vinnur að ég fæ að ráða mér sjálf mikið til með tímann sem ég er að vinna.  Sem þýðir að ég dúkka bara upp hér og þar hjá vinnuveitendum mínum að óvörum.  Í báðum vinnunum er ég mikið í tölvunni og þeirri sem ég var í í dag snýst málið mikið um innslátt af alls konar upplýsingum, þannig að það er gott að taka sér frí inn á milli.  Þannig að ég er komin með skrifborð inni í litlu herbergi sem ég fæ að hafa fyrir mig sjálfa þar sem ég get dundað mér að rannsóknar og þýðingar vinnu.  Byrjaði einmitt í dag.  Er búin að þýða heila málsgrein úr welsku yfir á íslensku og er að styðast við 2 aðrar útgáfur á ensku við það.  Svaka fjör og mikið gaman.  Þetta verður heljarinnar gaman og skemmtileg vinna og ég á eftir að missa mig í að skipuleggja og raða og ganga betur frá heimildum og upplýsingum á staðnum líka.  Algjörlega ákkúrat eitthvað fyrir mig. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband