Liadan og Cuirithir; írsk ástarsaga frá 9.öld

Ég snaraði þessari sögu á íslensku frá ensku í gærkvöldi og kláraði hana í dag.  Ég er bara nokkuð stolt af mér, þrátt fyrir að þetta er stutt saga.  Ég þýddi hana frá ensku, því það tekur styttri tíma fyrir mig en ef ég hefði ráðist á frummálið.  Sem betur fer veit ég að sá sem þýddi þessa sögu, Kuno Meyer, fór nokkuð vel eftir upprunalegu handriti þegar hann vann við þýðinguna (árið 1902) og get því verið nokkuð viss um að fylgja sögunni réttilega eftir.  Aftur á móti veit ég að þessi þýðing væri mun betri ef ég hefði hellt mér í frummálið strax.  En það verður að bíða betri tíma.  Þetta er önnur útgáfa af sögunni en ég þekki, t.d. þetta er yngri útgáfa, en er þó álíka.  Þetta virðist vera mjög langt en vegna þess að það eru ljóð út um allt í sögunni þá er þetta frekar fljót lesning.

 

Liadan frá Corco Dubne, skáldkona, fór í heimsókn til Connaught.  Þar var Cuirithir sonur Doborchú (otur), frá Connaught.  Hann var sjálfur skáld og útbjó hann veislu handa henni.

‚Af hverju ættum við ekki að gefast hvort öðru, Liadan?‘ sagði Cuirithir. ‚Sonur okkar yrði frægur.‘

‚Við skulum ekki gera það,‘ sagði hún, ‚það myndi eyðileggja heimsókn mína hingað.  Ef þú kemur til mín, þegar ég er heima, þá skal ég fara með þér.‘

     Þannig varð það.  Hann fór suður, og einungis einn þjónn á eftir honum með skálda-skikkjununa í poka á baki hans, á meðan var Cuirithir sjálfur klæddur tötrum.  Og að auki voru spjótsoddar í pokanum.  Hann hélt áfram þangað til hann kom að brunni nálægt hirð Liadan.  Þar sveipaði hann fagur rauðri skikkjunni um sig, og voru oddarnir settir á spjótin og hann brá þeim fyrir sig.

     Þá sá hann Mac Da Cherda nálgast, fíflið, sonur Maelochtraig, sonur Dinertach frá Dessi í Munster.  Hann fór þurrfóta jafnt sem yfir sjó og lönd.  Hann var höfuð skáld og fífl alls Írlands.  Hann fór til Cuiritihir.  ‚Gaman að hittast hérna,‘ sagði Mac Da Cherda.

‚Það er það,‘ sagði Cuirithir. 

‚Er þetta hirðin þín?‘

‚Ekki mín,‘ sagði Cuirithir; ‚hvaðan ertu sjálfur?‘

‚Ég er vesalings fíflið frá Dessi, Mac Da Cherda er nafn mitt.‘

‚Við höfum heyrt af þér,‘ sagði Cuirithir. ‚Er þú á leið til hirðarinnar?‘

‚Það er ég,‘ sagði hann.

‚Gerðu mér greiða,‘ sagði Cuiritir.  ‚Hávaxna konan sem þar er, segðu henni með viti þínu, að koma hingað að þessum brunni.‘

‚Hvað heitir hún?‘

‚Liadan.‘

‚Hvert er þitt?‘

,Cuirither Doborchú (Oturssonur).‘

‚Allt í lagi,‘ mælti hann.

     Hann fór inn í húsið.  Hún var þar fyrir í svefnherbergi sínu ásamt fjórum öðrum konum.  Hann settist en enginn tók eftir honum.  Það var þá sem hann sagði:

1)

Höfðingjasetrið

Sem máttarstólparnir styðja -   

Ef einhver hefur mælt sér mót,

Boðið stendur til sólseturs.

2)

Tímanlega ættuð þér að mæta,

Ó, brunnur sem ert fyrir utan húsið,

Umhverfis er lævirkinn

Fagur, hikandi (?), hefjandi flug.

3)

Myrkur fellur á augu mín,

Ég gef ekkert merki (enga vísbendingu)

Þess vegna kalla ég Liadan (Gráa lafðin / konan)

Allar konur sem ég þekki ekki.

4)

Ó, fótfráa kona

Líka þinn til mikillar frægðar hef ég ekki fundið:

Undir hulu nunnu mun ekki þekkjast

Kona vitrari.

5)

Sonur dýrsins

Sem dvelur á kvöldum í laugum

Bíður þín,

Ljós-gráir fætur með hvössum oddum styðja hann.

     Eftir þetta fer hún með Cuirithir, og gengust undir andlega leiðsögn Cummine ‚hins hávaxna‘, son Fiachna.  ‚Gott‘, sagði Cummine.  ‚Það eru margir bitarnir mínir sem í boði eru.  Máttur sálufélaga er ykkar.  Hvort sem það er fyrir ykkur að horfa, eða tala saman?‘

‚Samtal fyrir okkur!‘ sagði Cuirithir.  ‚Það mun leiða af sér betri hluti.  Við erum búin að horfa á hvort annað.‘

     Þannig að í hvert sinn sem hann fór hjá legsteinum dýrlinganna, þá var klefa hennar lokað.  Á sama hátt var klefa hans lokað þegar hún fór um.  Það var þá sem hún sagði:

[Liadan]

1)

Cuirithir, einu sinni skáld,

Ég elskaði; ávinningur þess hefur ekki borist mér:

Kæri herra tveggja grárra fóta

Það mun vera því miður að vera án þeirra félagsskapar að eilífu.

2)

Syðri hellusteinninn við bænahúsið

Þar á sem hann áður var skáld,

Þangað fer ég á hverjum degi,

Að kvöldi, eftir að bænin sigrar.

3)

Hann skal ekki fá kú

Né kvígu né kálf,

Aldrei skal maki vera

Á hægri hönd þess sem einu sinni var skáld.

     [Cuirithir segir:]

4)

Ástkær er röddin sem ég heyri

Ég þori ekki að fagna henni!

Þetta eina segi ég:

Ástkær er þessi kæra rödd!

     Mælir konan þá:

5)

Röddin sem berst mér gegnum vegginn úr tágafléttum

Það er rétt af henni að álasa mér:

Það sem röddin gerir mér, er

Hún leyfir mér ekki að sofa.

     [Hún ráðfærir sig við Cummine og er sök af sjálfri sér].

6)

Þú maður, illt er það sem þú gjörir

Að nefna mig við Cuirithir:

Hann frá brún Lough Seng,

Ég frá Kil-Corchinn.

‚Sofið saman í nótt!‘ sagði Cummine, ‚og látið prest lærling sofa á milli ykkar svo að þið fremjið engin heimskupör.  Það var þá sem Cuirithir sagði:

1)

Ef það er ein nótt eins og þú segir

Sem ég á að sofa hjá Liadan

Leikmaður sem mun sofa þá nótt

Myndi gera mikið úr því ef hann hefði ekki gleypt við því.

     Það var þá sem Liadan sagði:

1)

Ef það er ein nótt eins og þú segir

Sem ég á að sofa hjá Cuirithir

Þó að við gæfum því ár

Þá munu vera samræður á milli okkar.

     Þau sofa saman þá nótt.  Um morguninn var ungi drengurinn færður til Cummine til að athuga ástand sálar hans og samvisku.

‚Þú mátt ekki leyna neinu,‘ sagði Cummine; ‚Ég mun annars drepa þig.‘

Honum stendur á saman þótt hann deyi: - Ég mun drepa þig ef þú kjaftar.‘

Eftir þetta er Cuirithir sendur til annarrar kirkju.  Það var þá sem hann sagði:

1)

Undanfarið

Síðan ég varð viðskilja við Liadan

Langur sem mánuður er einn dagur

Langt sem ár er einn mánuður.

     Liadan mælir:

2)

Ef Cuirithir er í dag

Farinn til fræðimannanna,

Vei því viti sem hann mun deila

Með hverjum þeim sem ekkert veit!

     Cummine mælir:

3)

Það sem þú mælir er ekki gott

Liadan, eiginkona Cuirithir

Cuirithir var hér, hann var ekki vitlaus

Frekar en hann var áður en hann kom.

     [Liadan vísar á bug orðinu ‚eiginkona‘.]

4)

Þann föstudagur

Það voru engar búðir í beitarlandi af hunangi,

Á reyfi míns hvíta fleti

Milli armanna á Cuirithir.

     Hann fór samt sem áður í pílagrímsför þangað til hann kom til Kil-Letrech í landi Dessi.  Hún leitaði hann uppi og sagði:

1)

Dapurt

Það kjarakaup sem ég hef gert!

Hjarta þess sem ég elskaði ég kramdi

2)

Það var brjálæði

Að vilja ekki nautn hans

Væri það ekki af ótta við Konung himnanna.

3)

Til hans, vegurinn, sem hann óskaði

Var mikill ávinningur

Að fara framhjá pínu helvítis inn í Paradís.

4)

Þetta var lítilræði

Sem kramdi hjarta Cuirithir að mér:

Blíða mín til hans var mikil.

5)

Ég er Liadan

Sem elskaði Cuirithir

Það er satt sem þeir segja.

6)

Í stuttan tíma ég var

Cuirithir til samlætis

Innilegt samband mitt við hann.

7)

Tónlist skógarins

Söng til mín þegar ég var með Cuirithir

Saman með rödd rauða hafsins.

8)

Æskilegt væri

Að hvað sem ég gæti gert

Myndi ekki kremja hjarta Cuirithir að mér!

9)

Leynið því ekki!

Hann var ást hjarta míns,

Ef ég elskaði annan hvern.

10)

Öskrandi logi

Leysti upp þetta hjarta mitt

Hvað sem því líður, áreiðanlega mun það hætta að slá.

     En hvað hún hafði kramið hjarta hans í flýti sínu að gerast nunna.  Þegar hann heyrði að hún var að koma að vestan, þá fór hann um borð í bát út á sjó, og fór til framandi landa og pílagrímsför, svo að hún sá hann aldrei framar.  ‚Hann er farinn núna!‘ sagði hún.

     Hún dvaldi á hellusteininum sem hann var vanur að biðja á, þangað til hún lést.  Sál hennar fór til himna.  Og hellusteinninn var lagður yfir andlit hennar.

Svona fór um stefnumót Liadan og Cuirithir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Sko. Ég er ekki mjög mikill bókaormur. En úr því þú lagðir á þig að þýða þetta fyrir mig og hina þá gerði ég tilraun til að lesa. Og tókst ekki að klára lesturinn. Hvernig ætli standi á því? Og hitt. Eru ljóð fljótlesin? það er ekki mín upplifun.

Rögnvaldur Hreiðarsson, 7.6.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband