8.6.2007 | 17:38
Bókmenntir fyrir alla
Ekki get ég að því gert að fólk kunni ekki að lesa eða gefist upp á bloggskriftum mínum. Bókmenntir eru fyrir alla. Aftur á móti er mögulegt að þetta er ekki ein sú auðveldasta saga til lesningar ef verið er að leita að dýpri merkingum. Ekki ætlaðist ég nú til þess að setja fólk í sálarþröng við lesturinn. Einungis til skemmtunar ef hún fyndist og einnig til fróðleiks fyrir landann. Það eru ekki ýkja margar sögurnar sem við höfum frá miðöldum Írlands og er það skömm hvað við þekkjum lítið til nágranna okkar í Skotlandi, Írlandi og Wales.
Sagan um Liadan og Cuirithir er með þeim stystu sem ég þekki og fannst tilvalið að byrja á henni. Hún er ekki þýdd af mér á sem þýðastan hátt enda er ekki ætlunin til þess. Heldur að fylgja upprunalegum texta sögunnar sem best málfarslega séð. Þegar laggst er í þýðingar á svona sögu þarf að hafa í huga að um er að ræða þýðingu úr tungumáli sem ekki er lengur talað og þess vegna eru ýmis orð sem bæði geta verið óræðin í merkingu og óútskýrð. Þess vegna er að mörgu leyti erfitt að lesa sum ljóðanna. Ef ég gæfi mér tíma í að útskýra söguna og kafaði dýpra í merkingu sögunnar og orðanna á bak við, þá hafa lesendur þessarar bloggsíðu virkilega undan einhverju að kvarta enda væri það ritgerð upp á nokkrar blaðsíður. En ég get líka lofað að það mun einhvern tíman birtast á prenti eftir mig þar sem ég er þegar byrjuð að vinna í þýðingum á fleiri sögum.
Þessi saga er að mínu mati mjög falleg og einlæg. Það eru kaflar í henni sem ekki eru aðskildir, hvort sem maður er lærður í efninu eða ekki. Í textanum er að finna fullt af vísun í lagatexta og hver staða bæði Liadan og Cuirithir er í samfélaginu á þeim tíma sem saga gerist skiptir máli fyrir söguþráðinn. Það er kannski ekki auðvelt að lesa sögu og skilja lítið hvað er í gangi en það gerir ekkert til að reyna og læra kannski eitthvað í leiðinni og hugsanlega að vekja upp áhuga á að læra meira og skilja meira.
Endilega kíkið á textann og ekki hafa áhyggjur af að hann sér torskilinn, það er víst. En það ætti samt ekki að vera erfitt að lesa sig í gegnum hana og skilja einlægnina og gamansemina í sögunni.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.