Góðar fréttir

Ég er loksin búin að fá að vita einkunnir mínar og er ég bara nokkuð sátt og þokkalega stolt af mér fyrir árangurinn.  En þetta hefur tekið á þolinmóðina því nú er tæplega einn og hálfur mánuður síðan ég lauk prófunum.  En ég stóð mig vel og má vera stolt af því.  Nú eru einungis um tvær vikur þangað til ég fer út til að vera við útskriftina mína.  Foreldrar mínir, bróðir, mágkona og litla frænka ætla að koma með og þetta verður heljarinnar ferð.  Við ætlum bara að stoppa í nokkra daga og reyna að njóta tímas sem við höfum þarna úti til að versla eitthvað í leiðinni.  Enda förum við ekki til Glasgow og förum ekki í búðir, það þekkist ekki í þessari fjölskyldu.

the university in winter

Mamma var svo að kalla mig fram, og ég þaut náttúrulega af stað, hélt að það væri verið að biðja mig um að redda einhverju þannig að eiginleg ástæða koma mér svakalega mikið á óvart.  En það var ánæguleg ástæða fyrir því að hún kallaði á mig.  Ég var að fá útskriftargjöfina mína.  Ég fékk bara algjört shjokk.  Ég fékk í hendurnar heilt málverk.  Þetta er málverk en er málað eftir eldri fyrirmynd og er alveg æði.  Þetta er mynd af skólanum mínum,  The University of Glasgow og er rosalega falleg mynd.  Ég fékk líka smá bækling með myndinni, svona Certificate of Authenticity þar sem fram kemur hver málar og annað sem tengist myndinni og málaranum.  Svo eru einnig myndir af öðrum málverkum og líka ljósmyndir og voru þær allar tengdar West End í Glasgow á einn eða annan hátt.  Það var rosalega merkilegt að sjá þarna myndir af stöðum sem ég hef verið daglega að ferðast um og hvernig þeir litu út fyrir 50 - 80 árum.  Bara hreint út sagt æðisleg gjöf.  Get ekki beðið eftir að fá svo prófskírteinið enda á það að fara í ramma líka og svo fer bæði myndin og plaggið upp á vegg.  Ég er sko ekkert feimin við að flagga því sem vel til tókst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara geggjað til hamingju með þetta allt saman 

Bryndís Steinunn (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband