Gelísk ljóð

Ég er loksins búin að setja inn lagalista á síðuna, en hún er með svolítið örðu sniði en margir aðrir lagalistar.  Hérna setti ég inn 2 ljóð á gelísku með enskri útgáfu líka, svo hægt er að fá að heyra bæði gelísku og svo hvað í ósköpunum ljóðin fjalla um.  Þessi ljóð eru rosalega falleg að mínu mati og með mínum uppáhalds.  Fyrra ljóðið Cisteachan-laige (eða Líkkistur) og fjalla um dreng sem sér afa sinn vinna við trésmíðar, en seinna í ljóðinu breytist myndin aðeins.  Þetta ljóð fallar á einstaklega fallegan hátt um hvernig ljóðskáldið Ruaraidh MacThómais (Derrick Thomson) upplifir það að tungumálið hans gelíska er að fjara út.  An Tobar (eða Brunnurinn) fjallar um hvernig litlu staðirnir úti á landi oft á tíðum sýna fram á hvernig tíminn týnir því sem áður var.  Rosalega fallegt og gæsahúðin hríslast um mig í hvert sinn sem ég hlusta á þessi ljóð. 

Ég vona að hver sá sem er svo hugrakkur að hlusta á ljóðin á frummálinu út í gegn og svo á ensku kunni að meta þau líka.  Þau gefa líka góða innsýn í það af hverju ég brjálaðist út í þetta nám.  Tungumál eru svo rosalega dýrmæt en brothætt samt sem áður og það er algjörlega þess virði að leggja það á sig að læra önnur tungumál sem heyrast sjaldan.  Ég eiginlega bara vona það að fleiri Íslendingar fari að leggja leið sína til Skotland, Írlands eða Wales í nám í þessum tungumálum.  Því eins og okkur þykir vænt um íslenskuna, þá megum við gjarnan hjálpa öðrum þjóðum við að halda í tungu sína.  Það væri synd að slík menning muni týnast, bara af því að það er ekki í tísku að tala ákveðið tungumál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toshiki Toma

Gleðilega hátíð!
Mér finnst rosalega áhugavert að þú sért í námi þar og kynnist við gelísk ljóð.
Ég þekki ekkert um gelísku en áður hafði ég mikinn áhuga á Írland og las margar bækur um það. Ég skammast vannþekkingar minnar, en getur fólkið þar (eða á Írlandi) skilið
gelísk ljóð? 

Toshiki Toma, 17.6.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband