13.8.2007 | 19:33
Stundum get ég verið lítill púki... en ég geri ekkert :)
Ég á oft erfitt með mig þegar ég er stödd á stað þar sem ungir gaurar koma inn talandi í gemsann sinn á fullu. Og í þokkabót þegar þegar tala mjög hátt, eins og til þess að sjá til þess að allir viti um hvað þeir eru að tala og hvað þeir eru að bralla stór viðskipti og við hvaða stórlaxa þeir voru að ræða við. Eins og ég hafi nokkurn áhuga á því. Sem lafði gerast engir aðrir merkari en ég á landinu og ekki er ég að ræða við þá. En það er einmitt á þessum stundum sem mig langar rosalega mikið að fara upp að þeim og segja við þá að þeir þurfa ekki að tala svona hátt í símann að ég heyri ágætlega. Til þess er leikurinn gerður þessi uppfinning SÍMI, það er svo fólk þurfi ekki að öskra yfir í næsta hús til að ná í félagann. Það vill bara svo til að fáir hafa ennþá fattað það að þegar þeir eru að spássera um búðir á hæsta tóni með gemsann límdann við eyrað, að fólk heyrir oft meira en það vill. Og einmitt þessir gaurar sem reyna að gera sig svo mikla með því að útvarpa fyrir einn og alla í kring hversu miklir stórlaxar þeir eru EKKI. Það sem þeir eru frekar að útvarpa er að þeir eru með skerta heyrn og kunna lítið á mannleg samskipti utan þess að hrópa og kalla. En það er einmitt við þessar aðstæður sem púkinn í mér gerir vart við sig, en ég geri aldrei neitt. Ég er svo hógvær og lítillát að ég vil ekki láta taka eftir mér eins og þessir gaurar sem þurfa að tilkynna að þeir eru mættir á svæðið. Lafðin þekki hvenær á að halda kjafti og hvenær á að taka til máls.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.