Nú liggja Danir í því - athugið þetta er röfl

Ég get svarið að í hvert sinn sem ég hef séð frétt frá Danmörku undanfarið, hefur hún snúist um fræðinga á vegum háskóla í Danmörku sem keppast við að finna út ástæður fyrir því að vinna ekki meir, eða yfir höfuð.  Núna áðan var ég að sjá frétt um mann við háskólann í Álaborg þar sem hann var að segja að fólk ætti að taka þessu rólega þegar þeir koma aftur til vinnu eftir frí.  Það ætti að taka þessu með skömmtum en ekki demba sér strax í vinnu eftir fríið, það væri því verra fyrir aðilann.  Má ég þá spyrja, ef það er svona erfitt að koma úr fríi, hver er þá ástæðan fyrir því að fara yfirhöfuð í frí.  Ef við göngum út frá því að mannskepnan er 50.000 ára gömul að minnsta kosti og þetta er bara til líkingar en ekki staðreynd þá hefur hún síðustu 49.900 árin ekki tekið mikið af fríum, það bara þekktist lítið sem ekkert og frá hverju áttirðu að vera að taka frí frá.  Fólk lifði sínu lífi eins og því var útdeilt og hananú.  Er nútmíma lífið eitthvað erfiðara en annað, frí átti að vera til að umbuna og leifa fólki svigrúm til að athafana sig utan vinnu við verk sem þurftu að sitja á hakanum vegna skuldbindingar við vinnuveitanda.  Hvað gerðist ef fólk tók sér frí hér á öldum áður, jú það fékk ekkert að borða, því vinna þeirra sérist um að afla matar og hlúa að sér og sínum.

Svo ofan á það er oft erfitt fyrir fólk að fara í frí, því þá þarf það að vara að eyða tímanum með fjölskyldunni sinni.  Stundum er það bara ekkert sniðug hugmynd, því það getur verið rosalega strembið á fólk og börn.  Allir vanir sínum reglubundna tímaplani fyrir vikuna, pabbi í vinnuna, mamma í vinnuna, barnið í vinnuna (úps það átti að vera leikskóli / skóli) og svo þegar öllu þessu er kippt í burtu, þá ææ, ég þarf að fara að gera hitt og þetta með barninu, konunni, manninum, við þurfum að fara eitthvað og ég þarf að nauða í þessum að gera hitt og þetta.  Oft er meira um skapbresti á heimilum í fríium en venjulega.  Stundum getur fólk bara ekki verið of lengi með hvert öðru og því eru frí bara til trafala við heimilisfriðinn.

Þannig að mitt ráð til Dana er það að vera bara ekkert að fara í frí, þá reynir það ekki á fjölskylduna við að eyða tíma saman og finna upp á hinu og þessu til að hafa ofan af sér og það reynir ekki á aðilann þegar hann kemur til vinnu aftur af því að hann er búinn að vera svo lengi í fríi.

Ég fer að halda að Danmörk sé bara uppfull af B-vinnufólki sem vill ekki mæta snemma í vinnuna heldur sofa út og helst bara mæta í einn til tvo tíma eftir að það er búið í mánaðarfríi.  Byrja lítið og auka svo aðeins tímavinnuna í næstu viku og svo meira og svo meira, þangað til hann er kominn upp í 7 og hálfan tíma, þá getur hann farið heim og fengið sér öl og hygge sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband