Bollywood

Oh, hvað það væri æðislegt ef Bollywood myndir færu að vera auðfáanlegar og/eða aðgengilegar á Íslandi.  Ég er nefnilega forfallinn Bollywood aðdáandi og nú vel yfir 35 myndir.  Ég kynntist þessum myndum fyrir rúmlega þremur árum síðan og hef ekki snúið aftur og finnst geðveikt gaman af þeim.  Gerðist meira að segja svo fræg að fara í bíó að sjá hetjuna mína á stóra tjaldinu í Glasgow.  Eins gott að það voru fáir þarna enda var ég farin að dilla mér í takt við tónlistina þegar hún byrjaði á fullu.  Það er svo skemmtilegt að ef maður lendir á góðri Bollywood mynd (að mínum smekk) sem er svo barnslega einlæg og skemmtileg að hún getur ekki annað en hríft þig með í dillandi takta tónlistarinnar.  Ég fann náttúrulega brot úr einni af mínum uppáhaldsmyndum sem heitir Kabhi Khushi Kabhie Gham ... (Through Smiles, through tears). 

Þetta er fjölskyldumynd sem er góður byrjunarreitur fyrir þá sem ekki þekkja mikið til indverkst samfélags, þar sést vel hvernig fjölskyldan byggist upp með einlægri virðingu gegn þeim sem eldri eru og hvað það getur þýtt þegar kynslóðir fara á mis í skilning.  Smá spoiler, en myndin byggist á því að eldri bróðurnum sinnast á við föðurinn og fer í burtu, seinna fer yngri bróðirinn að leita að honum og í þessu broti er sá yngri búinn að finna þann eldri, en sá eldri þekkir hann ekki enda er hann búinn að breytast mikið frá því hann var lítill.  Lagi heitir Bole Chudiyan sem þýðir lauslega "Talið armbönd", en þarna er stúlkan búin að telja yngri bróðirinn á það að segja bróður sínum hver hann er sem hann gerir en undir rós þannig að hægt er að túlka það á hvern vegu, á sama hátt er hann búinn að mana hana upp í að segja hvernig henni er innanbrjósts gagnvart honum.  Og hún svarar í sömu mynt um að armböndin tali máli sínu fyrir sig svo hún sleppur við að segja honum það opinberlega eins og hann gerði. 

 

Lög í Bollywood myndum eru notuð til þess að útskýra og sýna hugarheima persónanna í myndunum.  Oft það sem gerist eða kemur fram í lögunum er ekki að gerast í alvöru og það gerist þegar foreldrar bræðranna birtast þarna í endann.  Of er einnig skipt um umhverfi í lögunum, þannig að á meðan myndin gerist á Indlandi er ekkert óalgengt að þegar persónurnar byrja að syngja fullum hálsi að við séum allt í einu komin í Egypsku pýramídana eða Frösnku alpana.

Það er náttúrulega nauðsynlegt þegar er byrjað að horfa á Bollywood mynd er að gera sér ekki neinar vonir og væntingar.  Ég var svo heppin að hafa hjá mér aðila sem þekktu inn á indverska menningu og gátu útskýrt hlutina fyrir mér svo það er margt sem ég er ennþá að læra og nema í sambandi við Bollywood myndir og menningu.  En ekki vera neinkvæð/ur þótt margt skiljist ekki í fyrstu, þetta er annar menningarheimur en þess vegna þeim mun skemmtilegra er að horfa á myndirnar, því það er alltaf gaman að læra og sjá eitthvað nýtt.

 Svo, af því að ég hef nú unun af þessari mynd þá langar mig líka að setja inn eitt myndband í viðbót sem gerist í giftingarveislu, þar sem eldri bróðirinn í myndinni er að gera hosur sínar grænar fyrir elskunni sinni.

 

Í byrjuninni á atriðinu er hún að syngja við lag úr annarri Bollywood mynd og er það mjög vinsælt að koma með atriði þar sem vísað er í einhverjar aðrar þekktar Bollywood mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er víst komin Bollywood búð á Laugaveginum, sem einhver sagði mér að seldi Bollywood myndir... svo á að vera einhver videoleiga hérna í miðbænum sem er einnig með svona myndir sem hvergi annars staðar fást. Getur athugað þetta... samt örugglega ódýrara að kaupa þetta bara í Glasgow.

Dísa (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband