Bollywood II

Jæja, nú er ég búin að gerast svo fræg að fara á Laugaveginn í miðri viku til þess eins að kíkja í eina búð.  Fór í Bollywood búðina sem vinkona mín benti mér á og það lá við að ég færi ekkert út aftur.  Því miður voru þau með engar Bollywood myndir (og þess vegna finnst mér nafnið á búðinni ekki passa sérlega en það er annað mál) en afgreiðslukonan sagði að ef ég hefði áhuga væri eflaust lítið mál að útvega þær og að vonandi yrðu einhverjar myndir til í framtíðinni hjá þeim.  Ég útskýrði það að ég væri svo hrifin af Bollywood myndum að það væri nú eitthvað til að draga mig inn í búð ef búðin færi að bjóða upp á slíkan varning.  Ekki það að það vantaði neitt af varningi þarna inni sem mig langaði ekki í, slefaði yfir silkisjölum og rúmteppum og dúkum og húsgögnum þarna en hafið ekki áhyggjur ég þurkaði allt upp áður en ég fór út.  Kolféll fyrir silkisjali þarna sem var geðveikt fallegt á litinn en því miður á ég einungis penging fyrir nauðsyjum núna þar sem ég er að spara fyrir næsta ár í skóla.  En hver veit nema ég eigi eftir að reka inn nefið ef mér skotnast eitthvað skotsilfur þá veit maður aldrei.  Svo voru þarna upprunaleg auglýsingaplakköt frá Indlandi um Bollywood myndir, djö"#$ mig langaði í.  Fann reyndar ekki neitt spjald úr myndum sem ég hef verið að horfa á eða þá að ég kannaðist við þær.  Hélt að ég hefði kannski rekið augu í plakkat úr myndinni Sholay (sem ég á reyndar eftir að sjá, en dauðlangar til) en hver veit nema ef ég hefði rekið augun í eitthvað þá hefði ég labbað út með það.  Þau eru nefnilega svo flott og í staðinn fyrir að vera svona prentuð á glanspappír voru þau á spónaplötum sem gaf þeim svo geggjað flott útlit.  Allavegana er þetta búð sem ég á eftir að fylgjast vel með og á eflaust eftir að detta inn um dyrnar þarna þegar mér gefst tækifæri til.

Og til að skilja við ykkur á skemmtilegu nótunum þá fann ég fleiri myndbönd á Youtube.  Þetta myndband er úr mynd sem er mér mjög kær.  Þótt hún sé glaðleg og ljúf, þá er hún sorgleg líka.  Myndin heitur Kal ho na ho sem þýðir Morgundagurinn kemur kannski ekki (eða Tomorrow may not come).  Í þessu myndbandi er ein af aðalpersónunum að syngja um einmitt morgundaginn og framtíðina.  Þar fyrst kemur fram hvernig framtíð hann óskar eftir fyrir ástina sína og svo hvernig hann hefði óskað að hann ætti eftir að eiga hlut í hennar framtíð og svo sjáum við hvernig hugsanlega það muni ganga eða ekki.  Ég veit að ég er svolítið búin að eyðileggja fyrir ykkur myndina með því að segja kannski of mikið en þá veit ég líka að fáir af ykkur eiga kannski eftir að sjá myndina svo "what the hell", þetta er of fallegt til að láta það ekki með í þessari færslu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband