4.9.2007 | 13:08
Geggjað gaman
Þetta sama fyribæri hefur verið kostur í póstþjónustunni í Bretlandi. Hægt að kaupa svokölluð "Smilers" sem eru ferlega skemmtileg frímerki. Reyndar koma þau sem límmiðar og sem sett af tveimur frímerkjum, en bæði eru þau með merkt bresku póstþjónustunni með tilheyrandi drotningarhaus. Einungis annað frímerkið er með verðgildi en hitt er með mynd af hverju sem þér dettur í hug að setja þarna inn. Mér fannst þetta svo ferlega sniðugt að fyrir jólin fyrir nokkrum árum síðan keypti ég mér nokkur eintök og sendi með á jólakortunum heim.
Það besta var að ég hafði fyrir þann tíma verið að vinna í póstmiðstöð Íslandspósts og þegar bréfin mín fóru þar í gegn voru þó nokkrir sem ráku augun í mig á frímerkjum á bréfum frá Bretlandi. Ekki verra það, híhíhíhí.
Hérna er dæmi hvernig þau koma út í Bretlandi, vonandi verður það ekki verra hérna heima, hvaða möguleika hægt er að leika sér með. Og vonandi ekki svo dýrt því að þetta var alls ekkert dýrt í Bretlandinu og bara til gamans gert. Hrein snilld í sambandi við brúðkaup og annað sem er í gangi, að gera bréf meira persónulegri.
Íslandspósti heimilt að gefa út persónuleg frímerki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.