Hvað kom fyrir?

Ég bara veit það ekki, ég er ennþá alveg orðlaus.  Ég, Elín, fór í bíó, það í sjálfu sér er ekki frásögu færandi.  Það er frekar hvaða mynd ég fór að sjá sem er merkilegt nokk.  Ég skellti mér á Astrópíu og það sem er undarlegt við það er ekki að þetta er nörda-mynd dauðans, heldur af því að hún er íslensk.  Mér varð á að segja vinkonu minni frá því að ég væri að fara á myndina í bíó og hún bara hváði: 'hvað kæmi eiginlega til að ég færi á íslenska bíómynd'.  Því það verður bara að segjast að mér hefur fundist hingað til íslenskar bíómyndir ömurlega leiðinlegar og þær hafa farið algerlega ofan garð og neðan hjá mér, því það virðist liggur við vera að næstum hver einasta mynd sem er framleidd af Íslendingum að hún sé drepleiðinleg eða þá að það er verið að gera grín að og gríngera algjöra aumingja og vesælinga og það virðist eins og það sé eini þjóðflokkurinn á Íslandi í dag og að allt þrífist á volæði og veseni.  Það vantaði sko ekki alveg aumingjaskapinn í suma í Astrópíu en nörda-hlutinn hífði þó myndina upp á betra plan.  NÖRDAR ERU COOL.  Það verður bara að segjast og ég hló hátt og dátt á köflum og hafði alveg rosalega gaman af.  Myndin er bara virkilega skemmtileg en auðvitað hjálpar að kunna tungumálið.  Sem betur fer er frekar auðvelt að sjá í hvað er verið að sækja efnið, flest af því sem er notað er Íslensku bíó- og sjónvarpsáhugafólki vel kunnugt, en ég vil ekki kjafta frá þannig að fólk verður bara að fara og sjá sjálft.  En það liggur við að ég bíði í ofvæni eftir að myndin komi út á DVD og þá með enskum texta í það minnsta, því að mig langar svo að sýna hana erlendum vinum mínum.  Ég veit um nokkra sem hefðu gaman af því að sjá myndina.  Vona að fleiri myndir í þessum stíl verði gerðar og þá aðeins meira lagt upp í hljóð og tækni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef ekki enn haft tök á að sjá þessa mynd en miðað við þín orð er hún vel þess virði.  Hinsvegar er ég ekki sammála að allar íslenskar myndir sem hafa verið gerðar fram að þessari séu drepleiðinlegar.  En auðvitað er smekkur fólks misjafnt á þessu sem öðru það verður alltaf þannig. 

Jakob Falur Kristinsson, 12.9.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband