17.9.2007 | 21:57
Með gin og klaufaveiki í Glasgow
Jamm sit hérna hin rólegasta með gin og tónik í glasi að farast úr klaufaveiki. Nei reyndar ekki, ég er með kók í bauk og ekkert búin að klaufast í dag sérlega. Ég er bara að koma mér fyrir og tek lífinu rólega. Fór og hitti prófessorinn minn Dr. Dauvit Broun í dag, vorum að rabba um framtíð mína. Átti sko alls ekki von á þessu spjall, hann bókstaflega spurði mig bara út í það hvað ég hefði áhuga á að læra og svo ætlar hann bara að finna kennara fyrir mig til að kenna mér. Alveg sérsniðin kennsla bara fyrir mig, átsjímama. Ég vissi ekkert hverju ég átti að svara. Ég bjóst við að þurfa að velja einhverja kúrsa úr hellings úrvali en nei nei, bara segðu okkur hvað þú vilt læra. Er sko ekki vön svona þjónustu hvorki frá Íslandi né Skotlandi. Ég var búin að hafa svo opinn huga að taka bara því sem kæmist næst áhugamálinu og var eiginlega bara til í allt og svo allt í einu stóð ég bara á öndinni við að reyna að útskýra hvað mér þætti áhugavert og gaman. Herregúd, nú lá ég í því, ég hef áhuga á svo mörgu sem tengist keltneskum fræðum. Þannig að ég fór að telja upp bókmenntir og bókmenntasaga, menning og menningaráhrif og fleira í þeim dúr. Hann sá að ég hafði líka rosalegan áhuga á að kunna betri skil á forn írsku og welsku út frá íslensku til að geta þýtt fornar sögur úr frummálinu (eitthvað sem mér skilst að hefur ekki verið gert á Íslandi áður, að ég viti til). Og einnig að ég vil fræðast meira um tengslin milli Írlands (keltneska heimsins) og Íslands á landnámsöld. Hann ætlar sem sagt að hafa samband við kennara við skólann sem er reyndar staddur í Dumfries (um 2 klst ferð í lest frá Glasgow) hvort hann hefði hug á að kenna mér eitt og annað, því að þessi maður, sem er brilliant prófessor og kennari btw, lagði stund á rannsóknir og kennslu á Íslendingasögunum fyrir nokkru síðan. Veit samt ekki alveg hvort ég sé til í að vera að ferðast þetta, þótt ég hafi áhugann. Kannski get ég kennt vinkonu minni eitthvað um það, en hún er frá Dumfries og talar ekkert allt of hlýlega um heimabæ sinn, en kannski á maður ekki að vera svona lokaður við að ferðast á nýja staði og hitta skemmtilegt fólk. Sjáum til, það veltur all á hvað það myndi kosta að stunda svona ferðanám. Annars er þetta skemmtileg hugmynd, en er ég til í það að vera að ferðast í 4 klst, þótt ekki væri nema aðra hverja viku fyrir nokkra klukkutíma í senn ofan á allt annað sem ég þarf að glíma við í skólanum í Glasgow. Ég get nefnilega alveg sagt það, því ég þekki mig það vel að ég veit að ég myndi ekki vera að læra í lestinni eða rútunni á leiðinni til eða frá Dumfries. En ég þarf ekki að vera búin að ákveða neitt fyrr en í næstu viku allavegana og þá vonandi verð ég búin að fá það staðfest hvort ég fái að taka Old Norse (sem er bara íslenska í dulargervi) en það veltur allt á því hvort sá kúrs verði kenndur í ár.
Athugasemdir
Mér fynst þetta sánda svoldið spennó og ég myndi sko hiklaust taka tækifærið sérstaklega ef þetta er bara einn dagur á 2 vikna fresti.....
En í öðrum orðum nennirðu að senda mér uppskriftina af kjúllanum sem þú eldaðir hjá Hröbbu daginn sem við mynduðumst :) Var að spá í að prufa að elda hann og prufa að gera fiskrétt með sömu uppskrift.
Svo þarf ég endilega líka að fá þig til að kaupa svoldið handa mér úti ef það er hægt svona ljólagjöf..... :)
Bryndis Steinunn (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 11:52
Frábært að heyra hvað þeir ætla að vera liðlegir við þig. Gaman að fá að læra einmitt það sem maður vill og hefur áhuga á. Neita því ekki að puttarnir hafa verið að læðast inn á nokkrar síður undanfarna daga til að skoða flug og gistingu í Glasgow
Hrabban (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.