3.10.2007 | 18:55
I'm singing in the rain
Eftir hörmungarsögu síðasta bloggs þá ákvað ég að vera á léttari nótunum i dag. Eftir að ég kom aftur til Glasgow og skólastarfið byrjaði, þá er ég búin að fá hvern tölvupóstinn á fætur öðrum um "welcome parties" frá hinum og þessum deildum innan deilda og annað. Af þremur er ég búin að fara í tvö, hjá Faculty of Arts sem var að bjóða Postgraduates velkomna. Kvöldið eftir var partí hjá History Society fyrir þá sem eru í Sagnfræðideildinni og ég er víst í henni þetta árið. En ég fór ekki í það partí því að ég hafði eiginlegan engan áhuga á því. Tel mig ekki sagnfræðing og hvorki Sandra né Catriona höfðu áhuga á að fara heldur, þannig að ég vildi ekki fara og vera eini keltanördinn innan um alla hina nördana. I like to be special, just not that special.
Svo í gær, var boðið í soirée í Scottish History deildinni minni og auðvitað skelltum við okkur þangað, héldum að við myndum loksins hitta á fólk sem við þekkjum. En nei, það var ekki fyrr en löngu seinna sem liðið (og þá eigum við við kennaraliðið) sem við þekktum. Dauvit Broun og Bronagh Ni Chonaill, Robert O'Maolalaigh og fleiri. Þá byrjaði fjörið og við höfðum um margt að kjafta, þótt að við stelpurnar vorum búnar að hanga saman síðasta klukkutímann. Ég held að þetta hljóti að vera furðulegasta eða eiginlega fáranlegasta partí sem ég hef mætt í. Ekki það að partíið var æði, en það var einn furðufugl sem algjörlega brilleraði þarna. Furðufuglinn heitir Guto Rhys, gaur frá Wales og postgraduate (eða eilífðarstúdent væri réttnefni frekar). Ég hef "þekkt" hann í núna meira en tvö ár, hann var með mér í Old Irish tímum fyrir tveim árum síðan og á síðasta ári, rakst ég óþarflega oft á hann á skólalóðinni líka. Hann er svona einn af þeim sem veit margt en notar það aðallega til að monnta sig af, frekar en áhuga á að deila þekkingu. Þoli ekki svoleiðis karaktera. En þannig að hann svona, já, veit hver ég er, eða gerði það síðustu tvö árin. En greinilega ekki núna. Ég, Catriona og Sandra stóðum saman að pískra þegar við sjáum að hann er mættur. Catriona man líka eftir honum og svo kannaðist Sandra við hann af því að hann hafði verið fenginn í það að sýna henni um skólasvæðið, sem þýddi það að þau höfðu verið að hanga saman ráfandi um skólasvæðið og svo eytt um rúmlega klukkutíma í kaffiteríunni þar sem hann sat á móti henni og þau voru að tala um daginn og veginn. Hann fer umhverfis herbergið og kemur loksins að okkur. Hann snýr sér beint að mér og spyr, "já, mér var sagt að þú talar welsku", kom alveg flatt upp á mig. Ekki það að ég óskaði ekki að það væri rétt en hahahaha, nei! Hann var þá að rugla mér við Söndru, sem er frá Suður Wales og hafði einhvern tímann á skólaferlinum lært welsku. Hann fór þá að tala við mig um hvað ég væri að læra og hefði helst áhuga á og bla bla bla og endalaust stóðu stelpurnar við hliðina á mér og göptu á gaurinn. Hann var ekkert að spyrja um neitt sem hann hafði ekki spurt um áður, en svo kórónaði hann allt þegar hann sneri sér að Söndru. Og fór að spurja út í hvað hún hefði áhuga á að leggja stund á. Hún lét eins og ekkert væri og svaraði honum að hún hefði áhuga á að læra Ogham og rúnir í sambandi við incriptions (áletranir á ýmsum furðulegum stöðum). Þá klingdi í honum að hann hefði verið að tala við einhvern um daginn sem væri að halda þessu ... (einhverju) fram í sambandi við það einmitt. Og ég bara sá á svipnum á Söndru að hún vildi helst sökkva niður um gólfið því að hver heldurðu að hafi verið manneskjan sem hann hafði verið að tala við. Hann kveikti aldrei á perunni. Við ætluðum ekki að trúa þessu, stuttu seinna færði hann sig yfir í næsta hring til að tala við fleiri og við vorum svo fegnar. Þetta var æðislega fáránlegt. Að það skuli ekki renna upp fyrir honum á einhverju tímabilinu hver hún var. Við erum þrjár að læra M.Litt í Scottish Medieval Studies svo útilokunaraðferðin ætti alveg að virka í þetta skipti. Stuttu seinna sluppum við heim á leið og hlógum að þessu alla leið þangað til leiðir okkar skildust.
En aftur að partíunum. Svo er mér boðið í annað partí í næstu viku, langar ekki að fara og ætla ekki að fara. Og svo var að berast eitthvað annað boð inn um tölvupóstlúguna en virkaði ekkert spes þannig að ég pældi ekkert í því. En svakalegur lúxus er það að vera postgraduate hérna núna. Ég er komin með aðgang að postgraduate club, þar sem ég fæ minn eigin lykil til að komast inn í bygginguna sem hýsir tvo bari, kemur ekki á óvart hér í Glasgow. Svo hef ég aðgang að postgraduate study area á tveim stöðum, eitt sem er nýbúið að gera við því að þakið féll inn, en þar þarf líka lykil til að komast inn og til að fá afnot af skápum með lyklum og þar er einnig tölvuaðgangur. Svo er komið nýtt study area, rosalega flott, sá það þegar ég fór í fyrsta partíið og þar er hot spot fyrir tölvuna, les herbergi sem hægt er að taka yfir og almennur lestrarsalur líka og þetta er á tveim hæðum. Á eftir að vita hvernig maður fær aðgang að því, af því að þetta er allt svo glænýtt. Þannig að ég held að það verði gaman að vera svona priviledged student einu sinni. En það er alveg ótrúlegt hvað það er búist við að maður hafi mikinn djammtíma þegar maður er postragd, ég sit hérna sveitt yfir bókunum og er ekki einu sinni komin með bækur fyrir alla kúrsana. Lofar góðu :-|
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.