9.10.2007 | 09:26
Allt að verða jólalegt í Glasgow
Vá, ég má ekki fara út í búð í dag án þess að sjá jóladót út um allt. Það byrjaði eiginlega strax og ég lenti í Glasgow. Byrjaði að versla nauðsynjar og innan um þær sáust glitta í jólakortin. Seinna í vikunni var ég að ráfa um Debenhams og þá voru þeir í óða önn að setja upp lítið horn í heimilisvörudeildinni hjá sér sem þeir kölluðu Christmas boutique. Síðan þá, í hvert skipti sem ég hætti mér út í búð, hefur jóladótið verið að aukast og núna síðast var búið að rutta öllu til í Bhs og ég ætlaði að missa mig af öllu dótinu sem hægt var að kaupa. Ég dýrka að vera í Glasgow í kringum jólin, það bara gerist of hratt finnst mér. Ég er meira að segja ennþá varla byrjuð í skólanum af alvöru og það er strax farið að minna ískyggilega mikið á jólin.
En ég er svoddan jólabarn að ég hef bara gaman af. Þá veit ég líka að þjáningar mínar á skólabekknum eru ekki endalausar og ég kemst heim fyrir jól í smá afslöppun. Það er ekkert smá sem mig hlakkar til þegar jólamarkaðirnar frá Frakklandi og Þýskalandi koma á St. Enoch's square í endann á nóvember, byrjun desember. Það er uppáhaldið mitt. Reyndar er þessi franski frekar slappur en alltaf gaman að fara og skoða. Versta er að þeir eru mikið með alls konar osta að selja, og eftir að hafa búið í tvo ár með Frakka þá er ég búin að fá algjörlega nóg af smelly ostum. Þessi þýski er sá sem ég held mest upp á og versla mest við. Ooooh, vona að uppáhalds sölubásinn minn komi í bæinn. Hann selur súkkulaði húðuð epli og vínber og ... dadara banana á stöng. Geggjað gott, ooooo, ég er bara komin með nostalgíu dauðans við að rifja þetta allt upp. Svo er líka hægt að fá "caramelized" epli, sem er ógjörningur að borða, og svo líka alls konar hnetur líka. Sem er rosalega gott að jappla á þegar það er nýtilbúið og heitt. Svo er náttúrulega ómissandi þegar er farið að rökkva og maður er að rölta um básana að fá sér Mulled Wine í bolla, oooo, rosa gott. Allir básarnir yfirfullir af fallegum vörum sem freista mín ekkert smá. Og þetta breytist líka alltaf eitthvað frá ári til árs, þannig að það er aldrei víst að sami básinn komi aftur eða þá að nýir bætast bara við. Svo er spiluð jólatónlist og kórar mæta á staðinn til að syngja fyrir utan St. Enoch's centre og bara bærinn lífgast allur upp þegar jólin fara að nálgast. Ævintýralegt og svo skemmtilegt.
... Það er rigning í dag og ég ætla að vera löt og taka leigubíl upp í skóla á eftir. Það er reyndar önnur ástæða líka fyrir því að ég tek leigubíl í dag en hún er að fóturinn minn gamli góði er í verkfalli þessa dagana. Þannig að ég er komin á Ibufenkúr og þarf helst að vera með spelkuna til að geta gengið áfallalaust. Veitir mér líka meira öryggi á að vera með spelkuna. Ég fór nefnilega í bæinn á Sunnudag og var þá ekki með spelkuna og gat undir það síðasta varla gengið og hefði gefið mikið til að hafa hækju eða eitthvað mér við hlið. Það er ekki gott að vera í svona ástandi í Glasgow, borgin sem gerir ráð fyrir því að þú labbir. Sem minnir mig á eitt. Ok, segjum sem svo að þú ert að taka leigubíl og segir að þú viljir fara á ákveðinn stað, af hverju heldur leigubíllinn að hann geti hent þér út á horninu sem er fjærst frá staðnum sem þú vildir fara á. Ef ég vildi það, hefði ég tekið neðanjarðarlestina eða strætó. Ég tók leigubílinn af ákkúrat þeirri ástæðu að ég vildi ekki labba alla leiðina þangað, ekki það að ég vildi ekki glöð getað labbað þangað, bara ég gat það ekki. Og þetta hafa þeir gert oftar en einu sinni og meira að segja þegar móðir mín var með mér og hún gengur við hækju. Ég hef hingað til lifað í þeirri trú að leigubílar væru til þess að liðka fyrir mannig ferðir, svo að maður þurfi ekki að vera labba frá a til c til að komast til b, heldur beint frá a til b. Ef ég er að taka leigubíl til að byrja með, hlýt ég að vera tilbúin að borga það sem það kostar að komast þangað sem ég vil. Ég segi ekki að ég ætli að fara niður á Argyle street, geturðu keyrt mig sem svara fimm pundum og sett mig svo út. Stupid! En já, ætlaði ekki að breyta þessu i leigubílaröfl. Reyni að vera á léttari nótunum.
Athugasemdir
öjjj núna er ég abbó og vildi að ég væri hjá þér
Bryndis Steinunn (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.