14.10.2007 | 21:35
Hverjum datt í hug að þetta væri tíska?
Ég er búin að vera að leita að tösku í þó nokkra mánuði og ég er að leita að ákveðinni tegund og stíl á tösku. Taskan á að vera þannig að ég geti smeygt ólinni yfir höfuðið á mér þannig að ólin liggi á öxlinni gegnt þerri hlið sem taskan situr við. Þessi stíll af tösku er kölluð Across Body Type taska. Hún er sniðug að því leytinu að ég get haft hendurnar frjálsar algjörlega þegar ég er með hana og þá frjáls til að geta haldið á eins mörgum pokum og pinklum og ég framast get. Ég hef síðustu ár átt tvær rosalega fínar en þær eru orðnar frekar úr sér gengnar enda ósparlega notaðar. Þannig að ég er á höttunum eftir annarri tösku. En nei, mér á ekki eftir að verða kápan úr því klæðinu. Ég leitðai víða heima og síðan ég kom til Glasgow er ég búin að vera með augun opin fyrir nýrri tösku. Ég hef fundið nokkrar, en ekki margar, sem eru svona Across Body Type töskur en þær eru verra en ljótar að öllu leyti. Það er ekkert mál að kaupa svona tösku ef mig vantar bara tösku en afsakið mig langar líka í tösku þar sem ég þarf ekki að ganga með hauspoka út af því hversu ömurlega ljót taskan er. Þær eru allar eða um 90% af þeim sem ég hef séð, svartar að lit og leðurtöskur. Ekki endilega það sem ég er að leita að hin 10% eru ca beis eða brúnleitar, alls ekki það sem ég er að leita að og ef þær eru svartar er ekkert hugmyndarflug notað í hönnun á þeim. Þess vegna gæti ég alveg eins notað svartan ruslapoka.
Það virðist aftur á móti vera morandi af úrvali af töskum sem eru kallaðar Shoulder Bags sem eru með stuttum höldum en nógu löngum svo hægt sé að smegja þeim upp á öxl. Afsakið en hverjum datt í hug að þetta væri tíska. Konur sem ganga um með svona töskur líka út eins og vængbrotnar hænur með kýli aftan á baki. Sjá meðfylgandi myndir málflutningi til stuðnings;
Ég þoli ekki þessar týpur af töskum og Landlæknisembættið ætti að leggja bann á þær líka. Ég reyndi einu sinni að ferðast um með svona fáránlegan poka sem gerði það að verkum að vöðvabólgan sem var slæm fyrir varð sífellt verri og verri, það er nefnileg svo holt að hnipra saman öxlunum svona eins og sú á fyrri myndinni gerir til að halda þessum asnalega poka á öxlinni af því að þeir eru alltaf að renna niður, hönnunin er svo sniðug. Svo ekki nóg með það að þetta er líkamlega óholt þá æsir þetta líka til ofbeldis. Allavegana af minni hálfu. Ég er verslunarfrík, neita því ekki en til þess að ég geti verslað er lágmark að ég komist inn í búðina. Þegar ég hitti fyrir konur sem eru með svona kýli undir höndunum eru góðar líkur á því að ég fái ekkert að komast inn í búðina eða skoða hluti í búðunum í friði fyrir þeim. Því það fer algjörlega framhjá þeim hversu miklar þær verða á bakinu þegar þær eru með þessa hnúða þannig að enginn fær að komast framhjá þeim. Þess vegna er ég og verð frekar æst þegar ég sé svona fígúrur á vappi í verslunum. Ég ætlaði inn í eina litla búð sem er ekkert sérlega þekkt fyrir rými og vegna þess að það var kona sem stóð þarna í makindum sínum að glápa út um gluggann á meðan sú sem hún var með var virkilega að versla þá lokaði hún algjörlega öðrum endanum á búðinni af, svo enginn komst framhjá. Hún vissi alveg að ég var þarna og beygði sig "aðeins" fram eins og að það væri Móses og Rauðahafið, HA!, alls ekki, ég sneri við og fór út.
Ég er þrjósk og það þýðir að ég læt ekki tískuna ráða því hvaða fötum ég geng í eða kaupi eða hvaða tösku ég kaupi. Ég bý til mína eigin tísku og ef ég fæ ekki það sem ég vil fá, þá kaupi ég ekkert. Ég mun fyrr ganga um með hagkaupspoka undir dótinu mínu heldur en að kaupa kýli, ég á í nægum læknisfræðilegum vandamálum svo ég sé ekki að auka við þau með þessu. Tískufyrirtæki græða sko ekkert á mér fyrir að vera ekki að hugsa um mig sem neytenda eða viðskiptavin. Og á meðan þeir geta þóst vera svo góðir með sig að þurfa ekki á viðskiptum mínum að halda, þá skulu þeir sko prísa sig sælan á meðan það er bara ég því bráðum ef þeir fara ekki að hugsa um víðari völl neytenda eiga þeir í framtíðinni eftir að standa uppi með enga viðskiptavini. Því miður er samt bara ennþá til nóg af fólki sem er svo heimst að það lætur ginna sig til kaupa á hverju sem er bara svo lengi sem það er í tísku! Þeim var nær, kýlisfólk!
Athugasemdir
Kýli... hehehhe
Hrabban (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 10:47
Vá hvað ég er sammála þér.... Og núna það nýjasta AXLAPÚÐAR öjjj hugsa til þess með hrillingi þegar allir munu líta út eins og ruðningskappar ferlega smart
Bryndis Steinunn (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.