Ys og þys út um austurströndina

Fór til Edinborgar í gær, þurfti að rífa mig upp klukkan átta og vera mætt á lestarstöðina klukkan níu, sem er ekki frásögu færandi en ég er ennþá svolítill veiklingur síðan í síðustu viku og morgnarnir eru vestir.  Lét mig þó hafa það, átti von á að þetta yrði áhugaverður og ekki síst skemmtilegur dagur.  Þegar ég kom niður á brautarstöð rétt fyrir níu var Catriona þegar mætt og gengum við þá snarlega frá kaupum á miðum til Edinborgar og til baka aftur.  Við vorum að fara á málþing sem Þjóðskjalasafn Skotlands (National Archives of Scotland) stóð fyrir í sambandi við gagnasöfn víðsvegar í Skotlandi.  Hefði kannski ekki farið miðað við ástandið á mér nema fyrir það að Háskólinn í Glasgow borgaði fyrir okkur farið til Edinborgar sem og aðgangseyri að málþinginu (og hver færi að neita þessu boði sérstaklega þar sem var meira að segja boðið upp á hádegisverð og kaffi).  Málþingið var virkilega áhugavert og spennandi að sjá hvað það eru margt í boði.  Það var þó nokkuð yfirþyrmandi hvað það eru mörg gagnasöfn í gangi og á mismunandi stöðum og boðið upp á mismunandi og mismikið af upplýsingum.  Sem betur fer erum við þó með góðan grunn til að byrja á og margar af þessum stofnunum eru með upplýsingar um hin ýmsu önnur gagnasöfn.  En svona upp á framtíðina getur verið rosalega gott að vita hvert á að leita í sambandi við ýmisleg rannsóknarstörf og ekki síst hvað maður getur búist við að finna og við hverja á að tala. 

Málþingið byrjaði rétt upp úr hálf ellefu og lauk klukkan fjögur.  Í endalokin vorum við ansi fegnar því að við vorum báðar orðnar aumar eftir að hafa setið á frekar óþægilegum stólum nærri allan daginn.  En endalokin á málþinginu boðaði líka það að við vorum að fara í verslunarleiðangur.  Byrjuðum á að fara á Princess Street og ganga frá innkaupum sem Catriona var búin að skrifa niður hjá sér og svo byrjaði nýtt ævintýri.  Við stukkum upp í strætó í Edinborg og vonuðum hið besta, allavegana þá vonuðum við að við værum á leiðinni í rétta átt.  Var á leiðinni í Ocean Terminal shoppingcentre og ég vissi ekkert hvar hún væri.  Var búin að finna á korti að hún væri einhvers staðar í Leith, sem sagt rétt fyrir utan Edinborg en strætó gekk þangað samt sem áður.  Það tók um og yfir tuttugumínútur í strætó að komast þangað og við vorum ekkert smá fegnar þegar við loksins sáum risa stóra upplýsta stafi sem sagði að við værum komnar á leiðarenda.  Hlupum nærri því inn því að ég átti ekki margar mínútur til stefnu.  Búðin sem ferð minni var heitið í var nefnilega einungis opin til sex (margar aðrar á staðnum opnar til átta), en ég náði þangað og eftir að hafa veltst í vöngum yfir úrvalinu þá var ákvörðun tekin og var Catriona alveg sammála mér að þetta væri rétt ákvörðun hjá mér og út við fórum.  En já ég mun ekkert fara frekar í hvað þetta var sem ég var að versla þarna því að þetta er jólagjöf!!! svo það þýðir ekkert að spyrja mig út í þetta.  Eftir þetta ævintýri athuguðum við hvort það væri eitthvað ætilegt þarna en leist ekkert á neitt og ákváðum bara að taka lestina til baka til Glasgow of fá okkur eitthvað í svanginn á Fridays í staðinn.  Stukkum aftur um borð í strætó og eftir tuttugumínútur vorum við komnar niður í bæ á Princess Street aftur og tókum lestina í bæinn.  Við vorum svo þreyttar að við ætluðum að lognast út af en af einhverjum ástæðum náðum við ekkert að hvíla okkur í lestinni. 

Þegar við vorum að bíða eftir strætó fyrir utan Ocean Terminal sáum við bjarman og nokkra flugelda skjótast upp í himinhvolfið frá einhverjum leikvangi í Endinborg.  Skotar voru nefnilega að halda upp á Guy Fawkes Night eða Bonfire Night.  Við höfðum verið að velta því fyrir okkur hvort við ættum að fara og sjá flugeldasýninguna í Edinborg fyrst við værum á staðnum.  Catriona var því sett í það að reyna að finna út hvar og hvenær hún yrði.  Þegar hún sagði mér svo fréttirnar sprakk ég af hlátri.  Það er sko nokkuð víst að ég var stödd í Edinborg!  Jújú flugeldasýningin yrði klukkan um 6:30 á leikvangi í Edinborg en brandarinn var sá að það var rukkað inn á hana!!!!!! Hahahahah!  Rukka inn á flugeldasýningu á leikvangi.  Mér datt helst í hug að þetta væri svona flugeldasýning eins og þeir voru að tala um á Ólympíuleikunum ... digitally remastered, ahahahah.  Ekki nóg með það að rukkað væri 5pund fyrir aðgang að sýningunni þá gastu víst einungis gengið frá miðakaupum á netinu sem þýddi að þú þyrftir líka að borga bókunargjald og svo einnig sendingakostnað fyri að fá miðana senda heim til þín.  Ofan á þetta bentu þeir fólki vinsamlegast á að það kostaði á bílaplanið! Hvar annars staðar en í Edinborg ... Flugeldarnir í Glasgow eru þó allavegana ókeypis aðgangur.  Það er líka bara í Edinborg þar sem þegar maður fer á klósettið þá er ekki venjulega klósettrúllu á standi að finna heldur færðu eitt og eitt bréf úr skammtara.  Það kemur alltaf bros hjá mér þegar ég er í Edinborg, þeir eru alveg jafn nískir og brandararnir gefa þá út fyrir að vera.

Jæja komum loksins til Glasgow og var klukkan að verða átta þegar þangað var komið.  Höfðum verið að velta því fyrir okkur að fara á Glasgow Green og fylgjast með ÓKEYPIS flugeldasýningunni þar en sáum að ef sýningin byrjaði 7:30 og það tæki okkur allavegana tuttugu mínútur að komast út á Glasgow Green frá lestarstöðinni ákváðum við frekar að fá okkur að borða, því það hefði einungis verið um tíu mínútur eftir af klukkustundarsýningunni þegar við kæmumst á leiðarenda.  Þegar við komum á Fridays vissum við alveg hvað við ætluðum að fá okkur og það kom enginn smá undarlegur svipur á þjónustustúlkuna þegar hún tók við pöntuninni, en við fengum okkar fram hehehe.  Ég fékk mér forrétt ... kjúklingastrimla í Jack Daniels gljáa með sesam- og chilifræum (nú slefar Hrabba) og Catriona fékk sér eftirrétt, triple layer chocolate fudge cake.  Og loksins kom að því, við erum núna búin að finna súkkulaðiköku sem Catriona réð ekki við, ég reyndi að hjálpa eftir minn vel útilátna forrétt en réði ekki við neitt heldur og 1/6 var skilinn eftir, shjokkerandi.  Catriona fór svo heim í strætó en þar sem ég veit ennþá ekki hvernig ég kæmist heim í strætó þá tók ég leigubíl sem var alveg ágætt því að þá heyrði ég þá fréttir að flugeldasýningunni sem átti að vera um kvöldið hefði verið frestað til morgundagsins af því að það var í gangi fótboltaleikur milli Celtic og Manchester (einhvers) og lögreglan hafði í nóg að snúast.  Þetta var gert til að koma í veg fyrir árekstra á milli fótboltaáhugamanna og flugeldaáhugamanna eða hreinskilnislega sagt, að reyna að forðast það að einhver yrði drepinn!!!  Alltaf fjör í Glasgow.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Haha, eru skotabrandararnir ekki brandarar eftir allt saman! Ég var í London fyrir um ári síðan þá var einmitt flugeldasýning auglýst í einhverjum garði og þar var rukkað inn og ég varð álíka hneykslaður og þú þegar ég heyrði þetta.

Ég tók mig til um daginn að setja mig í nokkurs konar blogg-bann, ég nennti ekki að lesa bloggin vegna efnahagsástandsins, en ég hef breytt um skoðun og er byrjaður að skrifa, lesa og kvitta á bloggum.

Ástæðan fyrir því að ég segi þetta er vegna síðustu færslu þinnar, mér fannst hún nokkuð góð og þú sagðir hvað þér fannst, en mér fannst athugasemdirnar vera mjög ómaklegar í þinn garð og það er eins og vissir einstaklingar hafa ekki skilið hvað þú varst að tala um eða vildu ekki skilja það. Ég skrifa þetta núna vegna þess að þegar ég las bloggfærsluna var of seint að skrifa athugasemdir, svo betra seint en aldrei.

Mummi Guð, 6.11.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Lady Elín

Takk fyrir þessa kveðju Mummi minn.  Já það er oft ekki gaman þegar maður er að segja frá einhverju sem kemur illa við mann að fá á mann svona 'árásir' sem ég kalla þetta.  En gott að vita að þú ert farinn að skrifa aftur, var farin að sakna þess að sjá ekki færslur frá þér, meira að segja fótbolta færslurnar sem ég skil þó minnst í :)

Hafðu það gott og ég kíki ávalt til þín!

Lady Elín, 7.11.2008 kl. 00:39

3 identicon

Sleeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeef

Hrabban (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 20:31

4 identicon

Fridays

Bryndís Steinunn (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:16

5 identicon

hey síðunni þinni líkar ekki við mig... Ég fékk bara að skrifa Fridays.... en alla vega taka 2

Fridays og Glasgow og coctailar og og og shoping og I want to be there with you

Bryndís Steinunn (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband