Af hverju ESB, frekar bara ÍSB

Disclaimer:  ég er brjálæðislega veik og ekkert endilega að meika mikið sens, þannig að takið eftirfarandi pistli með fyrirvara.

Ég vil alls ekki að Ísland gangi í ESB PUNKTUR OG BASTA.  Og þetta er ekki eins og þegar ég sagði að ég vildi aldrei fara til Ameríku og aldrei aldrei til Flórída og var svo farin þangað tæplega ári síðar.  Þetta meina ég heilshugar.  En þar sem það er svona mikil umræða um þetta þá ákvað ég að henda mér út í djúpulaugina og koma með nokkrar órökstuddar en framúrstefnulegar hugmyndir.  Í staðinn fyrir ESB af hverju ekki bara að ganga í ÍSB?

Hvað er ÍSB?  Sko, það á bara eftir að stofna það en það væri bara nokkuð sniðugt í staðinn fyrir að ganga í klúbb gamalla kalla í Brussel.  ÍslendingaSamBandið!!!  Jamm, við gætum boðið Færeyingum, þeir eru náttúrulega vinir okkar síðan þeir lánuðu okkur pening fyrir bíóferð.  Grænlendingar væru eflaust til líka, þeir vilja losna við Danmörku, við erum nærri þannig að við gætum verið eins og svona millibils ástand fyrir þá þangað til þeir afvatnast.  Svo þegar Skotland verður orðið sjálfstætt væri eflaust hægt að bjóða þeim í klúbbinn okkar.  Svo er England að reyna að losna úr viðjum óttans ... uuu, ESB og þar sem við eigum um helminginn af Englandi, fótbóltaklúbbana, matvöruverslanirnar og 'tískuvöruverslanirnar' (set það innan gæsalappa, ekki mikil tíska í gangi þar) þá er lítið eftir.  Það erfiðasta væri að fá þá til að taka upp krónuna en held að á endanum þá væri það bara samningsatriði.  Þeir fengju að halda drotningunni á enska krónuseðlinum en annars réði fiskurinn!!!  Ég geri mér nefnilega alveg grein fyrir að það á eftir að vera mjög erfitt fyrir þá þegar þeir loksins losna við gömlu kellinguna að skipta öllu þessu út fyrir nýtt fés, gjaldmiðill, frímerki, klósettpappír og fleira.  Það getur verið erfitt að segja bless við fortíðina og óþarfi að gera þeim erfiðara fyrir.  Annars er ekki mikill munur á drotningunni og þorskinum, nema þú sért svo heppinn að vera með gleraugu.

 Ef þið haldið að þjóðir eigi eftir að hafa litla trú á þessu ÍSB og vilja ekki ganga til liðs við okkur þá segjum við þeim bara að 'fara til ESB!' (nýjasta blótsyrðið í staðinn fyrir að segja 'farðu til fjandans').  Við gætum lagt norður Evrópu undir okkur og kynnt Bretum fyrir góðum mat!!!  Slegið tvær flugur í einu höggi.  Af hverju hefur engum dottið þetta snjallræði í hug.  Og á meðan þá gætum við kynnt Bretum fyrir alvöru húsum líka ekki bara pappakössum.  Blessaðir Bretarnir hafa alveg gleymt öllu sem heitir framför síðan 1944.  Þeir kunna ekki að byggja almennileg hús, þeir kunna ekki að elda, skrifræðið hér er verra en í Rússlandi. 

Veit ekki alveg hvað við gætum boðið Færeyingum upp á, hef bara heyrt að þeir séu svolítið 'lige glad' svo ég er ekkert að hafa allt of miklar áhyggjur af þeim.  Veit að þeir eru sniðugir líka og vilja losna við Danmörku.  Ekki furða að Danmörk er í nöp við okkur, fyrst fórum við og nú eru Grænland og Færeyjar að ybba sig við þá.  Svona væri þetta ef við færum í ESB, 'seen but not heard'!!!

Í ÍSB væru allar þjóðir sjálfstæðar, með sín eigin stjórnmál og völd, þeir hefðu bara einhvern góðan stað til að hittast á og halda fundi og skrallast með vínið fram á nótt.  Enhver af færeysku eyjunum kæmi eflaust til greina, þeir eiga nóg af þeim.  Svo geta þeir farið til Grænlands til að 'chilla' heheheh.  En það mætti skvísa inn nokkrum fyrirlestrum um ýmis málefni, mér finnst svo gaman á fyrirlestrum.  Það er alveg hægt að ánetjast þeim. 

Svo væri hægt að slaka á innflutningsgjöldum frá og til þessara landa, sem þýddi kannski ódýrara ísbjarnarkjöt frá Grænlandi (eða Íslandi eftir því hvernig viðrar), lambakjöti, vatni og sælgæti frá Íslandi, uuuu eitthvað frá Færeyjum, viskí frá Skotlandi og ... ... ... uuuu ... ... ... ... Jaffa Cakes !!! frá Englandi (guð hvað það var eitthvað djúpt á þessu).

Svona er hægt að halda áfram en ég ætla bara að bíða róleg eftir að hringt verði í mig um frekari viðræður um þetta samband.  Ég á eftir að útfæra þetta betur en það lítur vel út á pappír, sérstaklega bleikum.  Jæja, ég er farin að taka fleiri meðul.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband