Vonandi stendur hún undir væntingum!

Er einmitt búin að vera að horfa á A-Team seríuna og skemmti mér konunglega yfir henni.  Þetta eru þættir með afbragðshúmor og ég algjörlega elska 'Howling Mad' Murdoch.  Star Trek aðdáendur ættu að þekkja hann einmitt sem Lt. Barkley úr Next Generation of Voyager seríunum.

Þetta eru auðvitað frekar gamaldags þættir og snúast helst um að bjarga 'dömum úr klípu'.  Ef einhver hefur verið að fylgjast með nýjum seríum á bandaríkjamarkað má líkja þessum þáttum við Leverage.  Efast ekki um að A-Team þættirnir voru fyrirmyndin.

 Ein uppáhalds setningin mín úr þessum þáttum: er þegar B.A. er að missa sig yfir látalætunum í Murdoch

B.A. 'You're nuts, Murdoch'!

Murdoch: 'No, I'm condiments.  I've been promoted!'


mbl.is Ridley Scott hyggst endurgera A-Team
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband