Sögu vildi ég segja stutta ... en hún verður löng

Mér fannst bara svo passlegt að uppfæra bloggið með smá fréttum um ykkar einlægu þar sem önnin er að verða búin.  Réttara sagt líkur henni hjá mér á morgun, þá fer ég í próf í miðaldar latínu.  Hlakka ofboðslega til auðvitað, eða þannig.  Catriona og ég verðum alla vegana himinglaðar stúlkur klukkan eitt á morgun.  Þá eigum við eflaust eftir að enda í Post-Grad klúbbnum sem er núna orðinn 'officialt' klúbburinn okkar, þar sem bæði Catriona og Sandra eru orðnir meðlimir.  En þar eigum við eflaust eftir að gæða okkur á góðum mat á hagstæðu verði fyrir nemendur með lítið milli handanna.  Svo að miðað við prófið á morgun, þá hefði ég náttúruleg átt að vera að læra í dag en hey, þið þekkið mig, 'I just wing it'.  Við fáum að fara með bókina með inn og það er ekki eins og ég viti þetta ekki allt (eða svona næstum því), þannig að ég er bara að 'chilla' fyrir framan sjónvarpið eins og mér er von og vísa. 

Í gær var eflaust æðislegasti dagur sem ég lengi átt.  Fór snemma af stað í gær og skilaði inn síðasta latínuverkefninu mínu, skilaði bókum á bókasafnið og fór í átt að post-grad klúbbnumm.  Claire (mín kæra vinkona frá Dumfries) var að koma til Glasgow til að eiga með okkur góðan dag áður en við færum allar í sitt hvora áttina yfir jólin og ég ætlaði að hitta hana fyrir utan klúbbinn.  Þegar ég kom þangað var hún þegar komin og ég settist hjá henni í góðviðrinu og við fórum að spjalla um heima og geyma.  Ég óskaði henni til hamingju með daginn um daginn og fékk henni afmælisgjöfina hennar.  Hún sprakk úr hlátri og ég held að ég hafi aldrei séð hana hlæja samfleytt svona lengi en það þýddi bara að ég hafði hitt naglann á höfuðið með gjöfinni.  Sko, fyrir nokkrum vikum þegar Catriona, Anne og ég vorum á ferðalaginu frá Edinborg datt okkur svolítið fyndið í hug og Anne 'dared me to do it', og auðvitað var það of fyndið til að ég gæti látið þetta bara liggja dautt.  Þannig að ég fór út í bókabúð og keypti ákveðna barnabók, ljósmyndapappír, lím og bókaplast, fór svo heim að föndra.  Þegar ég næst hitti Anne gaf ég henni bókina og henni fannst þetta það allra besta sem hún hafði nokkru sinni séð og sagði að ég nauðsynlega þyrfti að búa til svona bók handa Claire.  Þannig að ég fór út í 'mass-production' á þessari tilteknu bók.  Þannig að ég gaf Clarie eitt eintak og hún algjörlega dýrkaði það og fannst það svo fyndið. (Ég get lítið sagt um þessa bók á netinu, verð að sýna hana, ég á sjálf eintak, ég bara vil helst ekki að ákveðnir einstaklingar viti af tilvist þessarar bókar). 

En alla vegana við á endanum komumst inn í klúbbinn og fengum okkur sæti og pöntuðum svo hádegismat og biðum eftir Catrionu.  Svo kom hún og þegar við vorum búnar að borða þá fórum við í tímann okkar og hittum Anne þar fyrir utan og smygluðum tveim auka nemendum inn í tímann.  Frekar erfitt þar sem við erum bara þrjár í tímanum en bara gaman.  Við vorum að tala um Y Gododdin og hvernig ýmsir fræðimenn í gegnum tíðina hafa verið að fitla með textana.  Alltaf skrautlegar umræður þegar Kenneth Jackson ber á gaumana, en það er bara gaman.  Jæja, eftir tímann sem var verulega stuttur, eflaust af því að þetta var síðasti tíminn fyrir jól og Dauvit Broun er ekki sérfræðingur í Y Gododdin (Thomas Clancy sér venjulega um þetta efni en hann er í rannsóknarleyfi).  En semsagt okkur var hleyt út snemma og við fórum yfir í QM til að fá okkur kaffi og kók fyrir fyrirlesturinn í Scottish History Department.  Sharon bættist í hópinn en gat ekki verið lengi því að hún var á leiðinni í tíma en það var æðislegt að sjá hana aftur.  Fórum svo á fyrirlesturinn en hann var ekkert sérlega góður, gátum fundið ýmislegt að honum eða réttara sagt rannsóknunum á bak við fyrirlesturinn þannig að við vorum ekkert sérlega hrifnar.  En eftir þetta vorum við orðnar frekar svangar og enduðum inn á Ashöka á Ashton Lane.  Pöntuðum okkur æðislegan mat og frábært Shiraz og sátum endalaust þarna að kjafta og borða.  En það var líka rosalega heitt inni á staðnum svo á endanum var þörfin fyrir lofti meiri en góðu víni og röltum við út.  Klukkan var þá að verða níu og Anne þurfti að yfirgefa okkur.  Ég fór þá með Claire og Catrionu, heim til Catrionu af því að við vildum bara alls ekki slútta kvöldinu of snemma.  Catriona býr í þessari líka æðislegu íbúð með vinkonu sinni, rosalega fín íbúð.  Claire fékk að gista hjá Catrionu og ég fór heim um ellefu.  Enda þurfti ég að fara heim að sofa, því að ég átti að hitta kennarann minn daginn eftir og betra að gera það ekki of þunn!!!

Jæja, ég verð víst að slútta þessu núna, þarf að fara að sofa til að vera vel úthvíld í prófinu.  Það eiga eftir að heyra fagnaðaróp klukkan eitt hérna í Glasgow svo ef þið eruð í nágreninu ekki láta ykkur bregða.


Er ég kvenmaður eða ekki!?

Aldrei hélt ég að ég yrði ein af þeim sem stunda skrif á netinu yfir einhverjum svona arfavitlausum athugasemdum frá þingmönnum og ráðherrum.  Þetta sýnir ekki síst hversu lélega menntum ákveðinn aðili í íslensku samfélagi hefur af málvísindum en ég ætla lítið að fara út í menntun ráðamanna Íslands.

Nú er nýjasta æðið á netinu að skrifa um femínistana, Kolbrúnu Halldórsdóttur í sambandi við barnagalla á fæðingardeildinni, pappahornið í Hagkaup og svo ekki síst uppástunga Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur um breyti á heitinu ráðherra!  Og það er það sem ég mun vera að tjá mig um á þessu bloggi.  Ég skal reyna að vera hnitmiðuð en er þekkt fyrir að röfla þannig að afsakið mig ef það gerist.

Steinunn Valdís segir í greinargerð með tillögunni, að sú þróun hafi átt sér stað í hefðbundnum kvennastéttum þegar karlar hafi haslað sér þar völl, að starfsheitum hafi verið breytt til þess að bæði kynin geti borið þau. Þannig hafi hjúkrunarkonur orðið að hjúkrunarfræðingum, fóstrur að leikskólakennurum og Fóstruskóla Íslands verið breytt í Fósturskóla Íslands, m.a. af tillitssemi við karla því að ekki þótti boðlegt fyrir karlmenn að vera kvenkenndir. Um eðlilega og sjálfsagða leiðréttingu hafi verið að ræða.

Það sem hún segir hér er allt gott og blessað en það hefur ekkert með það sem ég vil segja um þetta efni.  Ég er alveg sátt við það að auka við orðum um starfsheiti en það er engin ástæða til að breyta einu eða neinu.  Af hverju er ég svona ósátt, það er þetta með að það þurfi að breyta öllu breytinganna vegna og af því að það er "politically correct" eins og er svo vinsælt í dag.  Tungumál virka ekki þannig.  Ég virðist lesa það út frá tillögu hennar að henni finnist það lítillækkandi fyrir konur að vera kallaður herra yfir einu eða öðru.  Af hverju hef ég ekki hugmynd.  Ef við tökum sem svo að öll orð sem eru notuð sem lýsing á persónu og kyni persónunnar í hverju starfi sem er værum við á horfa á svakalega uppstokkun í tungumálinu og eitthvað sem ég er algjörlega á móti.  Er ég sem kvenmaður klæðskiptingur?  Ég bara spyr, er ég minni kona ef ég titla mig sem kvenmaður?  Kvenmaður er kk orð og felur í sér orðið maður sem er lýsing á gagnstæða kyninu.  En þótt að seinna orðið feli í sér þessi atkvæði er ég minni kona fyrir vikið.  Það hefur ekkert að gera með hvaða hlutverk ég gegni í samfélaginu og/eða innan fjölskyldunnar og á meðal vina minna.

Út um heim í þeim fjöl mörgu tungumálum sem þar finnast eru fleiri dæmi þar sem kyn orða hefur ekkert að gera með kyn þeirra sem orðið á við.  Orðið ráðherra finnst mér einnig eiga við það sem ég vil koma á framfæri hér.  Það að vera ráðherra felur ekkert endilega í sér að persónan sé karlkyn.  Orðið á alls ekki við persónuna sem gegnir því hlutverki heldur hlutverkið sem persónan hefur.  Að vera ráðherra yfir einu eða öðru felur í sér að sú persóna hafi og hafi verið afhent vald eða forræði yfir ákveðnu málefni.  Læknir er karlkyns orð en við efumst ekki um það að kvenmaður í hlutverki læknis sé ekki fær um sitt starf og við förum ekkert fram á það að því starfsheiti sé breytt.  Ef það er verið að sækjast eftir að breyta heiti stöðu og starfa einungis af því að orðið feli í sér karlkyn, hvort sem það er herra eða læknir þá er verið að gera það af rangri ástæðu.  

Þess vegna vona ég virkilega að fólk hætti þessari vitleysu og leyfi málinu að þróast sjálft áfram en ekki vera að þröngva kynhlutverkum upp á orð.  Tungumál þróast ekki svoleiðis, þau hafa sína eigin leið á að þróast án þess að það sé gert af illa upplýstu fólki sem þykist hafa veg kvenna í fyrirrúmi.   Svona fíflalæti fá mig gjörsamlega til að skammast mín á að það séu kynsystur mínar sem láta svona út úr sér og eru jafnréttismálum lítið til bjargar.

Svo beini ég því til þeirra sem eru að velta fyrir sér kynjahlutverkunum sem er verið að neyða upp á börn á fæðingardeildinni.  Hættið þessum fíflalátum og þakkið fyrir það að barnið kom heilt heilsu í heiminn, því það kemur fyrir að svo er ekki og þá skiptir engu máli í hvaða lit barnið er klætt heldur að það komist sem fyrst í hendur sérþjálfaðs starfsfólks spítalanna heldur en að vera mælt á litaspjaldi hvaða litur hentar því fyrir framtíðina.  Því við megum þakka fyrir að börnin okkar eiga bjarta framtíð fyrir sér og það skal enginn segja mér að litur á fötum komi nokkuð til með að segja hvað ég mun verða þegar ég verð stór, ég ákveð það sjálf af því að ég er kvenmaður!


Fréttir á ensku / News in english

Jæja, ég er loksins búin að blogga um mína skemmtilegu ferð á Laugardaginn og vegna þess að ég skrifaði hana fyrst og fremst fyrir alla, bæði íslenska og útlenda vini mína þá afritaði ég hana af enska blogginu mínu og birti hérna líka, svona til að létta lífið hjá fólki sem er virkilega að fylgjast með mér.  En af því að það er orðið rosalega framorðið og ég þarf að mæta í skólann á morgun, nenni ég ekki að skrifa hana aftur eða þýða á íslensku þannig að þið verðið bara að sætta ykkur við það í dag.

Nerds on the run 

I am such a good friend, I am such a good friend that I actually woke up at seven in the morning on Saturday to take a trip with my friend to an Archaeology Conference! I was on time at the Queen Street Train Station and one by one they appeared. Catriona first and Anne (the reason for waking up) showed up just before eight. We grabbed our tickets and then our seats and sat chatting happily away all the way to Edinburgh Waverly Station. Then we had to find our way to the Royal Museum of Scotland, and finally I was where I belong ... in a museum! It was a beautiful building, not very interesting looking from outside, but once in, it is amazing, and sooooo big. The conference was just starting so we just managed to grab seats in the third row to the right in the conference room, but it wouldn't have mattered where we sat because the seats were crap. The architecht was clearly stupid, because he didn't figure it out in his little drawings of the place, that those that would be sitting in these seats would have legs! Let alone that anyone as tall as I am was ever going to enter the room. Front row seats is not my thing. So I basically occupied two seats, as in I sat sideways, fun fun fun for hours on end. Thankfully there were breaks at an hour or hour and a half interval so I was able to strech my legs between talks. The conference began at 9:30 and finished at 17:00, each lecture was about half an hour long.
The lectures themselves were really interesting. The first speaker was obviously from Scandinavia (either Norway (the most likely option), Denmark or Sweden) and he was sexy as well, who would have thought that of an archaeologist? His topic was on the late Palaeolithic and Mesolithic period of Southeast Scotland and he made it sound interesting! Then there was something on Elginhaugh, which apparently is a fort and that is interesting somehow. I kind of zoned out of the less interesting bits. The only thing I remember was when he was talking about a hoard of coins in the Roman fort. One of the coins was marked Borinianus. His emphasis was on the -anus part, hilarious. (Also, if you are Icelandic think of the first element of the name Bor- it makes it even more hysterically funnier. Then we had a break for snacks.
After break was over there was a talk on some archaeological work being done at Colstoun, which some people found interesting. The fourth lecture was on Edinburgh's Tron Kirk followed by a talk on the archaeology of the siege of Leith and other 16th century conflicts. And then it was time for lunch! That was great, I ordered a potatoe and they messed it up. How can you mess up a potatoe. I ordered baked potatoe with a chicken, tarragon and lemon mayonese filling and I got a pesto one. Really didn't want that so that the dinner lady was kind enough to make the filling especially for me ... and then when I finally got it it wasn't nice at all. I felt soo mean, but on the other hand I wasn't even that hungry, because I had eaten a sandwich in the tea break, because I hadn't eaten anything before we left Glasgow. So feel sorry for me, don't notice what a picky eater I am. It is better to be picky than eat everything in sight! Anne and Catriona were having fun watching me struggle with my potatoe disaster and Anne was starting to worry my Viking blood might rise to the occasion and I would start gnawing at her leg. It didn't happen, she still has all of her limbs intact (even though she made me get up very early)!
So after this very nice lunch, the girls and I, sort of unintentionally got our siesta break. The two lectures following the lunchbreak, really were coma inducing. They could have been interesting from the historical point of view, but when they started talking about this kind of flue and that kind of wall we just lost the will to live. The first one was a talk about a late 18th century distillery (and When is Whiskey boring? When you are not drinking it!) The second one was on the Caltongate Gasworks (I really was tempted to ask how they passed gas in the early 19th century but thought that would get me thrown out, so I refrained from asking. Then in the discussion session someone beat me to it but he worded it differently). And again we have a coffee break, the last of the day.
Instead of going for coffee we went shopping. This was of course at a museum and they are never without a gift shop, where you can buy things that have absolutely nothing to do with history or art, but are just enought to tempt shopaholics (like me) to depart with their money (like me).
The eighth lecture of the day, and the one we were most interested in was on the Lindisfarne Manuscript "Early Christian East Lothian, linking the communities of Columba and Cuthbert", we really perked up at this lecture, and would have gladly wanted it to last more than just half an hour. But that's us, we like that kind of things.
The last two lectures were kind of all right, but I was kind of wishing to be somewhere else at that point .. like in the shops. But we kind of had to stay, because the next lecture was on house conservation and things like that and this is what Anne is studying this year. So for her it was the reason to be there mainly. The last one was on how to do something about a historical site that is currently being neglected. This was also the lecture where the minority complex of archaeologist shone through the brightest. The girls and I have been laughing at the archaeological texts we have been sifting through this semester and they really do suffer from the paranoia of the Historians. It's almost like a phobia for them. I only have to reach across the table to grab the book I am currently reading to find this:

few historians saw the value of comparing their maps and documents agains what
could be seen in the field. Collaborations between historians, geographers
and archaeologists were still rare and restricted to a tiny number of
individuals who were widely scattered in different institutional guises with
little philosophical or methodological focus to their effort.

(Medieval Archaeology; Christopher Gerrard, p. 87)
Even thought the text is written in the past tense the archaeologists are still writing that this is how their work is looked at, secondary in nature to historical work.
I sort of feel sorry for them, but when people get excited about a wall, I kind of find myself at crossroads of whether to pity them or congratulate them. Their sense of style also leaves a lot for the imagination. Just because you are an archaeologist and you dig things up for fun, there is no reason to do that with clothes as well. They do have clothingstores readily awailable near you today, it's called progress. Aside from their pitiful nature I don't look down on them, they have their uses. I for one would never dream of getting down on all fours, just because someone got excited about Roman pottery ... or a wall!
But I have gone off topic. After the conference finished we headed into town and managed to take a quick look at Jenners at my behest and then headed towards Hard Rock Café, because I had sort of twisted and turned the arms of my fellow companions until they agreed to feed me. I had the classical Hickory-BBQ Smoked Pulled Pork Sandwich, boy this just seems to go on and on, and Anne had herself a sandwich and Catriona munched on some chips. Of course we ended the evening with a dessert, a sorbet and two fudge sundae's, but they were more like just sundae's with no fudge at all. But still we ware happy and nourished and when we could finally manage to stand up we made our way to the train station and caught the train back home to Glasgow just shortly before eight o'clock. Which meant that I had been in Edinburgh for something of ten hours and still going. We had all been threatening to fall asleep on the train but we still managed to entertain ourselves with our very nerdy wit and wisdom. In Glasgow we said our goodbyes on the subway and Great Western Road and I went home to fall asleep way before my usual time.
This was the best day in a long while. Thank you Anne for making me wake up very very very early on a Saturday.

Mér vefst tunga um tönn!

Fullt af nýjum fréttum í gangi núna.  Veit varla hvar ég á að byrja.  Byrjum bara á deginum í dag.  Ég fór í fyrsta tímann minn í Old English í dag og það var svakalega gaman.  Við vorum strax látin lesa upp ljóð á late West Saxon mállýsku og það var rosalegt fjör.  Svo var ég meira að segja farin að þýða setningar (ekki alveg heilu setningarnar, en auðveldari partana úr þeim (sem sagt engar sagnir ennþá)) og gekk rosalega vel.  Eina vandamálið er að mig langar alltaf til að segja æ eins og við gerum en ekki a (borðið fram eins og a-ið í cat), en ég verð búin að ná því fyrir næsta tíma.  Kennarinn okkar, Katie Lowe (sem er víst svo vinsæl að einhver er búinn að setja upp síðu á Facebook henni til "heiðurs") bað okkur um að kynna okkur aðeins og svo bað hún okkur að segja sér hvaða tungumál í gegnum tíðina við höfum lært.  Eini strákurinn sem er í bekknum, hafði einungis lagt stund á English (sem móðurmál) og svo frönsku.  Við erum tvær konur (guð hvað er undarlegt að kalla sjálfan sig konu, en þar sem hin er alveg ekki stelpa þá verð ég víst að nota þetta lýsingarorð) hún hafði  lagt stund á allavegana fimm tungumál og þar á meðal, var gríska og latína og fleira og svo náttúrulega Old English, en hún var þarna til að rifja upp að mestu leyti.  Svo kom röðin að mér að þylja upp tungumálin sem ég hef lært í gegnum tíðina og meira að segja mér brá. 

1) Íslenska (sem móðurmál), 2) Danska, 3) Enska (byrjaði um ellefu ára), 4) Franska, 5) Þýska, (6) íslenskt táknmál (en bara ein önn í framhaldsskóla og ég man lítið sem ekkert).), 7) Gelíska (Modern Scottish Gaelic), 8) Forn írska (Old Irish,  7.-12. öld), 9) Mið welska (Middle Welsh, ca 10-13 öld), 10) Medieval Latin og svo núna bætist við 11) Old English!

Fór svo í latínu með Catrionu klukkan tólf og eftir tímann fórum við með Söndru í hádegisverð.  Stuttu síðar skildust leiðir aftur og Catriona og ég fórum í Postgrad club þar sem við sátum til að verða sex að vinna í latínuverkefnunum fyrir næstu viku.  Er bara nokkuð hreykin af okkur fyrir að klára þau að mestu leyti.  Þannig að ég efa að ég geri neitt brillerandi sniðugt í kvöld, enda orðin þreytt og er hálf að berjast við það að halda veikindunum frá, þannig að ég vil ekki ofgera mér heldur (heheheh).

En á laugardaginn verður fjör, svo lengi sem ég vakna.  Er á leiðinni til Edinborgar ásamt, Catriona og Anne sem útskrifaðist með okkur.  Anne er að læra Conservationist Archeology (eða eitthvað álíka gáfulegt) í Edinburgh University og á laugardaginn verður fyrirlestur (allan daginn) um Scottish Architecture and monuments og við ætlum að fara og vera henni til samlætis.  Og eiginlega líka með þeim skilyrðum að ef þetta er drepleiðinlegt þá förum við út að versla.  En þetta þýðir að ég þarf að vera mætt á Queen Street Station klukkan átta, því að lestin fer korter yfir.  Veit hún ekki hvað hún er að fara fram á og það á laugardegi.  Uss, en hvað gerir daman ekki fyrir ferð til Edinborgar og í fleiri búðir.

Þannig að það verður sett í fluggír í lestri á morgun og ég þarf þá náttúrulega líka að standa mig á Sunnudaginn, það verður sko enginn dagur hvíldar frekar en venjulega.  Er einmitt niðursokkin í eina bók núna, sem er fyrir tímann á Þriðjudaginn.  Heitir því frumlega nafni; Medieval Archaeology: Understanding traditions and contemporary approaches.  Fjallar um hvernig fornleifafræði og almenn fræði tengdri miðalda sagnfræði hefur þróast síðan ca. 1500-1600 og til dagsins í dag, hvað við þurfum að hafa í huga og vera vör um og svona.  Allt mjög forvitnilegt.   Ég þarf svo einmitt að fara í bókabúðir á morgun að leita uppi Latneska orðabók og svo líka kennslubækur í Old English.


Om Shanti Om

Vá hvað ég er í stuði, eða var það þangað til ég steig upp í leigubílinn sem keyrði mig heim.  En rétt áður en það gerðist var ég alsæl.

Ég skellti mér í bíó í dag, ákvað að gera bara eitthvað alveg ótengt námi og samviskubiti.  Þetta var bollywood mynd, hvað annað gæti komið mér jafn hratt í bíó klukkan hálf eitt um dag en Bollywood mynd og það Bollywood mynd með Shah Rukh Khan ... ahhhhhh.  Ég á erfitt þegar þessi maður er á skjánum og þessi mynd var betri en tíu Chippendale sýningar í einu.  Drool, Elín, drool!

Ég átti svo erfitt með að sitja kjur en varð að gera það svo ég færi nú ekki að leika eftir atriði úr myndinni sem ég var á.  En þeir sem hafa séð mig þar sem Bollywood mynd eða músík (eða leikrit) er í gangi vita að ég á ótrúlega erfitt með að sitja kjur.  Bollywood myndir eru búnar til til að fólk dilli sér við þær.  Æðisleg tónlist sem er í henni.  Þetta er pottþétt mynd sem ég verð að fá.  Ég hló, ég grét, ég grét af hlátri og sorg.  Ég fór hjá mér, ég var reið, mér fannst myndin fáránleg, æðisleg, geggjuð, meiriháttar, ég var frá mér numin, mér fannst hún hreinlega fullkomin.  Liggur við að það sé komin ný uppáhaldsmynd með Shah Rukh Khan á sviðið.  Verst að ég á svo margar.  Hann gerir allt fyrir mig sem Hollywood gaurar eru algjörlega hættir að gera.  Hann hrífur mig með sér, hann heillar mig, hann fær mig til að roðna, til að tísta, til að brosa, skælbrosa og brosa stríðnislega.  Vá hvað ég er heilluð og svo þegar í einu atriðinu, þó nokkrir fleiri heitir aðalgaurar úr Bollywood flórunni birtust á skjánum með honum, með hnyklandi voða og tælandi bros, þá var ég í himnaríki í nokkrar sekúndur.  Ég get varla beðið eftir að komast yfir þessa mynd ... I want it! Svo ég geti horft á hana heima hjá mér og dillað mér á fullu og sungið með og grátið í friði. Om shanti Om, Om shanti Om, Om shanti Om ... la la la la la. 

 Svo gerði ég þau mistök að taka leigubíl heim og fékk ömurlega leiðinlegan leigubílstjóra, sem ætlaði að vera svo sniðugur að hefja samræður við mig.  Flestir sem hafa ferðast með mér í leigubíl hérna úti vita að mér finnst oftast gaman að tala við leigubílstjórana, en þessi var sá versti af öllum.  Fyrir utan fáránlegar spurningar móðgaði hann mig líka rosalega, sem er fáránlega erfitt til að byrja með.  En hann bókstaflega bað mig að útskýra af hverju ég hefði valið að koma til Glasgow / Skotlands til að læra það sem ég er að læra og hvort ég hefði ekki frekar átt að sækjast eftir námi á mínum heimaslóðum, sem sagt Íslandi.  Ég var samt áður búinn að segja honum að ég hefði áhuga á þessu ákveðna námi og þarna var hann bókstalega að biðja mig um að réttlæta fyrir honum hvað ég væri að gera hérna og hvort ég ætti ekki bara að halda mig heima.  Hvort það væri nú ekki bara eitthvað sem ég myndi frekar ráða við ef ég væri heima á Íslandi að læra heldur en hérna í Glasgow.  Þegar það tók mig ÞÓ nokkrar sekúndur til að svara honum, þá spurði hann mig hvort hann hefði móðgað mig.  Vá hvað þetta var bjartur gaur.  Miðað við að ég var í svona fínu skapi þangað til ég hitti hann og hef fengið ýmsikonar spurningar frá öðrum leigubílstjórum, misjafnlega gáfulega spurt, þá gat það ekki farið fram hjá mér hvað hann var að meina.

En ég er hætt að hugsa um leigubílstjórann og ætla að fara að gúggla upp Shah Rukh Khan og myndir úr nýjustu bíómyndinni og fleira.  Hver veit nema ég skelli mér svo aftur í bíó í vikunni á mynd sem heitir Saawariya.  Ég er í Bollywood fílíng, mega mikið núna.

Ég held ég geti ekki hætt við þetta blogg nema að setja inn smá myndband af myndinni líka.  Fengið frá youtube og er trailerinn af myndinni.

 

 


Hverjum datt í hug að þetta væri tíska?

Ég er búin að vera að leita að tösku í þó nokkra mánuði og ég er að leita að ákveðinni tegund og stíl á tösku.  Taskan á að vera þannig að ég geti smeygt ólinni yfir höfuðið á mér þannig að ólin liggi á öxlinni gegnt þerri hlið sem taskan situr við.  Þessi stíll af tösku er kölluð Across Body Type taska.  Hún er sniðug að því leytinu að ég get haft hendurnar frjálsar algjörlega þegar ég er með hana og þá frjáls til að geta haldið á eins mörgum pokum og pinklum og ég framast get.  Ég hef síðustu ár átt tvær rosalega fínar en þær eru orðnar frekar úr sér gengnar enda ósparlega notaðar.  Þannig að ég er á höttunum eftir annarri tösku.  En nei, mér á ekki eftir að verða kápan úr því klæðinu.  Ég leitðai víða heima og síðan ég kom til Glasgow er ég búin að vera með augun opin fyrir nýrri tösku.  Ég hef fundið nokkrar, en ekki margar, sem eru svona Across Body Type töskur en þær eru verra en ljótar að öllu leyti.  Það er ekkert mál að kaupa svona tösku ef mig vantar bara tösku en afsakið mig langar líka í tösku þar sem ég þarf ekki að ganga með hauspoka út af því hversu ömurlega ljót taskan er.  Þær eru allar eða um 90% af þeim sem ég hef séð, svartar að lit og leðurtöskur.  Ekki endilega það sem ég er að leita að hin 10% eru ca beis eða brúnleitar, alls ekki það sem ég er að leita að og ef þær eru svartar er ekkert hugmyndarflug notað í hönnun á þeim.  Þess vegna gæti ég alveg eins notað svartan ruslapoka.

Það virðist aftur á móti vera morandi af úrvali af töskum sem eru kallaðar Shoulder Bags sem eru með stuttum höldum en nógu löngum svo hægt sé að smegja þeim upp á öxl.  Afsakið en hverjum datt í hug að þetta væri tíska.  Konur sem ganga um með svona töskur líka út eins og vængbrotnar hænur með kýli aftan á baki.  Sjá meðfylgandi myndir málflutningi til stuðnings;

376-865-X40s     355-185-X40w

Ég þoli ekki þessar týpur af töskum og Landlæknisembættið ætti að leggja bann á þær líka.  Ég reyndi einu sinni að ferðast um með svona fáránlegan poka sem gerði það að verkum að vöðvabólgan sem var slæm fyrir varð sífellt verri og verri, það er nefnileg svo holt að hnipra saman öxlunum svona eins og sú á fyrri myndinni gerir til að halda þessum asnalega poka á öxlinni af því að þeir eru alltaf að renna niður, hönnunin er svo sniðug. Sick   Svo ekki nóg með það að þetta er líkamlega óholt þá æsir þetta líka til ofbeldis.  Allavegana af minni hálfu.  Ég er verslunarfrík, neita því ekki en til þess að ég geti verslað er lágmark að ég komist inn í búðina.  Þegar ég hitti fyrir konur sem eru með svona kýli undir höndunum eru góðar líkur á því að ég fái ekkert að komast inn í búðina eða skoða hluti í búðunum í friði fyrir þeim.  Því það fer algjörlega framhjá þeim hversu miklar þær verða á bakinu þegar þær eru með þessa hnúða þannig að enginn fær að komast framhjá þeim.  Þess vegna er ég og verð frekar æst þegar ég sé svona fígúrur á vappi í verslunum.  Ég ætlaði inn í eina litla búð sem er ekkert sérlega þekkt fyrir rými og vegna þess að það var kona sem stóð þarna í makindum sínum að glápa út um gluggann á meðan sú sem hún var með var virkilega að versla þá lokaði hún algjörlega öðrum endanum á búðinni af, svo enginn komst framhjá. Hún vissi alveg að ég var þarna og beygði sig "aðeins" fram eins og að það væri Móses og Rauðahafið, HA!, alls ekki, ég sneri við og fór út.

Ég er þrjósk og það þýðir að ég læt ekki tískuna ráða því hvaða fötum ég geng í eða kaupi eða hvaða tösku ég kaupi.  Ég bý til mína eigin tísku og ef ég fæ ekki það sem ég vil fá, þá kaupi ég ekkert.  Ég mun fyrr ganga um með hagkaupspoka undir dótinu mínu heldur en að kaupa kýli, ég á í nægum læknisfræðilegum vandamálum svo ég sé ekki að auka við þau með þessu.  Tískufyrirtæki græða sko ekkert á mér fyrir að vera ekki að hugsa um mig sem neytenda eða viðskiptavin.  Og á meðan þeir geta þóst vera svo góðir með sig að þurfa ekki á viðskiptum mínum að halda, þá skulu þeir sko prísa sig sælan á meðan það er bara ég því bráðum ef þeir fara ekki að hugsa um víðari völl neytenda eiga þeir í framtíðinni eftir að standa uppi með enga viðskiptavini.  Því miður er samt bara ennþá til nóg af fólki sem er svo heimst að það lætur ginna sig til kaupa á hverju sem er bara svo lengi sem það er í tísku!  Þeim var nær, kýlisfólk! 


Matardiskurinn minn! :(

Buhu, matardiskurinn minn hvarf.  Hingað til hefur enginn séð hann og ég veit ekkert hvað hefur orðið af honum.  Honum gæti hafa verið rænt en mér hefur ennþá ekki borist lausnarkrafa, þannig að ég er farin að halda að einhver hafi gengið í skrokk á honum og hann hafi lent í ruslinu.  Mér þótti vænt um diskinn minn.  Og af því að enginn hefur gefið sig fram og getað sagt mér hvað kom fyrir diskinn minn þá hef ég ekki getað haldið minningarathöfn um hann.

En hvað er þá hægt að gera í stöðunni, daginn sem hann hvarf þurfti ég að fá lánaðan annan disk og ég get svarið það að maturinn minn var ekki eins góður, ég var að borða með ókunnugum aðila.  Ég veit að það er hroðalega fáránlegt að eiga bara einn disk, en það var bara alveg nóg fyrir mig, hann þjónaði mér vel og gerði það í fjögur ár.  Þannig að ég sá mér ekkert annað fært en að fara út að versla nýjan disk.  Byrjaði á Byres road til að finna einhvern disk svona til að bjarga mér en fann engann.  Þannig að ég beið fram á daginn í dag og skellti mér í Buchanan Galleries og var svo heppin að finna fjölskyldu disksins míns, þannig að ég keytpi bróður hans og tvíbura líka.  Ákvað að tefla ekki á tvær hættur og enda uppi diskalaus aftur þannig að nú sitja tveir fínir og sætir diskar í skápnum mínum.  Vígði einn þeirra í kvöld og maturinn var ljúffengur.

Keypti mér líka nýjan lampa í dag.  Enginn andi í honum þó, nema góður andi sem situr sem fastast og vill ekkert með mig hafa.  Ég er rosalega hrifin af þessum.  Fyrstu þrjú árin mín hérna var ég með borðlampa sem skaðbrenndi mig í hvert sinn sem ég kom nálægt honum, mér líkaði það ekki.  Í fyrra keypti ég mér nýjan og ódýran lampa frá IKEA, sem greinilega var ekki allur þar sem hann var séður.  Á um þeim sex mánuðum sem hann hefur verið í notkun hef ég þurft að kaupa fjórar ljósaperur, sem er alls ekki viðunandi.  Þannig að ég fór á stúfana eftir nýjum lampa þegar síðasta peran fór.  Og núna loksins get ég kveikt á perunni með þessum líka fína "Bankers" lampa sem ég fékk í John Lewis, og hann er meira að segja með spariperu!!!

Kom svo heim og demdi mér beint í lærdóminn sem ég reyndar náði að klára rétt eftir mat.  En það þýðir reyndar bara það að ég þarf að fara á bókasafnið og ná í meira efni um það sem ég er að lesa mér til um.  Sem sagt; uppruni og saga handrita og hvað við þurfum að hafa í huga þegar við erum að skoða skrift, letur, list og fleira sem kemur handritum við og hvað staðsetning þeirra getur sagt okkur um þjóðfélagið, klaustrin og samfélagið þar sem þau voru rituð og fleira.

Svo fór náttúrulega brunabjallan í gang í nærliggjandi húsi.  Ég er orðin svo vön að heyra í þeim klingja allt í kringum mig að ég var ekkert að kippa mér upp við það af því að þetta var ekki hjá mér.  Ég bý nefnilega í blokk 6 og ég heyri ef brunabjallan fer af stað í blokk, 4, 5, 7, 8, 9 og 12 og þeim sem eru í Winton Drive rétt fyrir ofan blokk 12.  Svo varð forvitnin leitinni yfirsterkari og ég leit út um gluggann, hélt fyrst að þetta væri í blokk 7 eða 8 en það reyndist ekki vera og ekki í blokk 5 né 9.  Þá lít ég beint yfir í blokk 12 og sé þar inn um eldhúsgluggann á fyrstu hæð og augun ætluðu út úr hausnum á mér.  Þá stóð þar gaur með pönnu á lofti sem var alelda.  Jamm, logarnir stóðu þó nokkuð hátt upp frá pönnunni, svo mikið að mér var hætt að lítast á blikuna.  En einhvern veginn tókst honum að slökkva í eldinum, sá ekki nógu vel inn til að sjá hvernig en hann dreif sig svo út.  Eldhúsið var náttúrulega fullt af reyk og svo var einhver gaurinn svo mikill auli að hann kom inn aftur til að opna gluggana í staðinn fyrir að láta slökkviliðið sem var á leiðinni sjá um það, því hvað veit hann hvað bíður hans þótt að það hafi verið slökkt í.  Það getur alltaf gosið upp aftur, en allavegana sem betur fer gerðist það ekki og svo komu slökkvuliðsmennirnir og opnuðu gluggana betur og fóru yfir allt áður en þeir yfirgáfu svæðið.  Þannig að það er alltaf fjör hérna og sem betur fer varð ekkert slys eða tjón út af þessu.

Ha! Svo fékk ég fréttir frá ensku deildinni.  Þá hafði ég fengið vitlausar upplýsingar um Old English kúrsinn.  Hann er ekki byrjaður, þannig að ég þarf að taka ákvörðun, sem ég held að ég sé búin að gera.  Þótt það þýði eflaust meiri vinnu fyrir mig á næstu önn, þá er þetta samt eitthvað sem ég er meira tilbúin fyrir.  Sem sagt, þau voru loksins að svara mér með fyrirspurninni um Old English og þá kemur í ljós að kúrsinn er ekki byrjaður en mun byrja 15. nóvember og ná fram á næstu önn.  Það er einn tími áætlaður í hverri viku á fimmtudögum klukkan tíu og það mun gera mér kleift að bæta mánudegi við þá daga sem ég get ferðast til Dumfries fyrir.  Ég er líka tilbúin til að auka álagið á mér á næstu önn til þess að geta sinnt þessu sérfagi nógu vel fyrst ég er að leggja það á mig að ferðast til að læra þetta.  Ég sé líka að ég mun hafa miklu meira með Old English að gera heldur en Miðaldar Latínu.  Það mesta sem ég gæti komið til með að nota latínuna er fyrir eitt og eitt orð og núna fyrst að ég er komin með þessa fínu bók í latínu þá ætti hún að getað gagnast mér ágætlega fyrir það.  Old English er hins vegar eitthvað sem hefur meira við mitt nám að gera og skemmtileg viðbót við Old Irish og Middle Welsh og er líka nógu nördalegt fyrir mig til að fíla í botn.


Búin að vera að nördast í allan dag

Mætti tímanlega í skólann í dag og fékk mér að borða áður en ég fór í tímann.  Í dag vorum við að ræða um Pjéttana og vandamál tengd þeim.  Og þetta var bara ágætlega fínn tími, það var á tíma sem okkur stelpunum fannst eins og við værum boðflennur þegar prófessorarnir fóru að tala um eitthvað ákveðið sem við höfðum ekki ennþá lesið um eða fengið að vita af fyrir tíma.  En það getur alltaf komið fyrir í þessari grein.  Prófessorinn okkar í dag var maður sem er sérfræðingur í Pjéttneskum konungslistum og annað og vorum við á fullu að henda fram hugmyndum og ræða vandamálin sem séru að útskýra Pjéttana og hvernig þeir pössuðu inn í hugmyndir manna um þjóðfélag þeirra og af hverju það er svona lítið vitað um þá, þrátt fyrir að hafa verið "til" fram í tíma sagnfræðilegra heimilda.  Einnig vorum við að velta því fyrir okkur hvernig Pjéttar hafa verið athugaðir út frá heimildum nágrannaríkjanna eins og Írlands og Wales og hvernig og hvort það sé minnst á þá í fleiri en einni tegund heimilda, þá sérstaklega sögur og þjóðtrú.

Eftir tímann skelltum við okkur á kaffibarinn í Queen Margaret Union, við vorum búnar að sættast á það að fara saman á fyrirlestur sem skoska sagnfræðideildin sá um, sá fyrsti í seríu af fyrirlestrum um skoska sagnfræði.  Okkur fannst við knúnar til þess að mæta, sérstaklega af því að við erum bara þrjár og við erum komnar þetta langt í náminu að okkur fannst það fylgja að þurfa að þykjast vera fullorðnar.  Þetta var reyndar mjög fínn fyrirlestur sem Matthew Strickland hélt um royal violence í sambandi við Edward I í Englandi í viðskiptum hans við Skota og þá sérstaklega Robert Bruce árið 1306.  Og það var ekkert smá hvað hann gat verið nasty.  Reyndar það skemmtilegasta við fyrirlestur var þegar hann var búinn, ekki það að hann var leiðinlegur heldur af því að þá byrjuðu gömlu krúttlegu gráhærðu sagnfræði áhuga mennirnir fóru að varpa fram tilgátum og öðrum rökum fyrir því sem fyrirlesarinn hélt fram.  Mjög áhugavert og sem betur fer kom ekki til neinna átaka á milli þeirra. Wink

Þannig að næstu þriðjudaga mun ég alltaf vera eitthvað frameftir í skólanum til að mæta á þessa fyrirlestra.  Næst verður fjallað um Írsku og svo þar næst held ég eitthvað um áletranir í Northumbria, ef mig minnir rétt, en allavegana áhugavert.  Svo er ég líka að mæta af annarri ástæðu en hún er sú að ég er að vona að ég eigi eftir að sjá afföll af fólki sem mætir á þessa fyrirlestra því að.... dadarada.  Í maí næstkomandi mun ég, hehehe Elín, jamm, ég sjálf þurfa að halda fyrirlestur fyrir framan þetta fólk um eitthvað sem ég kem til með að velja mér að fjalla um.  Sem betur fer þarf fyrirlesturinn ekki að vera heill klukkutími eins og hann var í dag af því að við verðum þrjár sem þurfum að flytja fyrirlesturinn þá en ó guð hvað mig kvíður fyrir.  Ég fæ víst að æfa mig samt með öðrum fyrirlestri sem ég þarf að halda í janúar en hann er einungis fyrir kennarana innan deildarinnar og ekki fyrir annað áhugafólk en nógu taugatrekkjandi það maður. 

Jæja, heilinn er farinn heim til sín að sofa þannig að ég ætla að fara að leika grænmeti fyrir framan sjónvarpið, segið svo að ég lifi ekki heilsusamlegu lífi!


Allt að verða jólalegt í Glasgow

Vá, ég má ekki fara út í búð í dag án þess að sjá jóladót út um allt.  Það byrjaði eiginlega strax og ég lenti í Glasgow.  Byrjaði að versla nauðsynjar og innan um þær sáust glitta í jólakortin.  Seinna í vikunni var ég að ráfa um Debenhams og þá voru þeir í óða önn að setja upp lítið horn í heimilisvörudeildinni hjá sér sem þeir kölluðu Christmas boutique.  Síðan þá, í hvert skipti sem ég hætti mér út í búð, hefur jóladótið verið að aukast og núna síðast var búið að rutta öllu til í Bhs og ég ætlaði að missa mig af öllu dótinu sem hægt var að kaupa.  Ég dýrka að vera í Glasgow í kringum jólin, það bara gerist of hratt finnst mér.  Ég er meira að segja ennþá varla byrjuð í skólanum af alvöru og það er strax farið að minna ískyggilega mikið á jólin. 

En ég er svoddan jólabarn að ég hef bara gaman af.  Þá veit ég líka að þjáningar mínar á skólabekknum eru ekki endalausar og ég kemst heim fyrir jól í smá afslöppun.  Það er ekkert smá sem mig hlakkar til þegar jólamarkaðirnar frá Frakklandi og Þýskalandi koma á St. Enoch's square í endann á nóvember, byrjun desember.  Það er uppáhaldið mitt.  Reyndar er þessi franski frekar slappur en alltaf gaman að fara og skoða.  Versta er að þeir eru mikið með alls konar osta að selja, og eftir að hafa búið í tvo ár með Frakka þá er ég búin að fá algjörlega nóg af smelly ostum.  Þessi þýski er sá sem ég held mest upp á og versla mest við.  Ooooh, vona að uppáhalds sölubásinn minn komi í bæinn.  Hann selur súkkulaði húðuð epli og vínber og ... dadara banana á stöng.  Geggjað gott, ooooo, ég er bara komin með nostalgíu dauðans við að rifja þetta allt upp.  Svo er líka hægt að fá "caramelized" epli, sem er ógjörningur að borða, og svo líka alls konar hnetur líka.  Sem er rosalega gott að jappla á þegar það er nýtilbúið og heitt.  Svo er náttúrulega ómissandi þegar er farið að rökkva og maður er að rölta um básana að fá sér Mulled Wine í bolla, oooo, rosa gott.  Allir básarnir yfirfullir af fallegum vörum sem freista mín ekkert smá.  Og þetta breytist líka alltaf eitthvað frá ári til árs, þannig að það er aldrei víst að sami básinn komi aftur eða þá að nýir bætast bara við.  Svo er spiluð jólatónlist og kórar mæta á staðinn til að syngja fyrir utan St. Enoch's centre og bara bærinn lífgast allur upp þegar jólin fara að nálgast.  Ævintýralegt og svo skemmtilegt.

... Það er rigning í dag og ég ætla að vera löt og taka leigubíl upp í skóla á eftir.  Það er reyndar önnur ástæða líka fyrir því að ég tek leigubíl í dag en hún er að fóturinn minn gamli góði er í verkfalli þessa dagana.  Þannig að ég er komin á Ibufenkúr og þarf helst að vera með spelkuna til að geta gengið áfallalaust.  Veitir mér líka meira öryggi á að vera með spelkuna.  Ég fór nefnilega í bæinn á Sunnudag og var þá ekki með spelkuna og gat undir það síðasta varla gengið og hefði gefið mikið til að hafa hækju eða eitthvað mér við hlið.  Það er ekki gott að vera í svona ástandi í Glasgow, borgin sem gerir ráð fyrir því að þú labbir.  Sem minnir mig á eitt.  Ok, segjum sem svo að þú ert að taka leigubíl og segir að þú viljir fara á ákveðinn stað, af hverju heldur leigubíllinn að hann geti hent þér út á horninu sem er fjærst frá staðnum sem þú vildir fara á.  Ef ég vildi það, hefði ég tekið neðanjarðarlestina eða strætó.  Ég tók leigubílinn af ákkúrat þeirri ástæðu að ég vildi ekki labba alla leiðina þangað, ekki það að ég vildi ekki glöð getað labbað þangað, bara ég gat það ekki.  Og þetta hafa þeir gert oftar en einu sinni og meira að segja þegar móðir mín var með mér og hún gengur við hækju.  Ég hef hingað til lifað í þeirri trú að leigubílar væru til þess að liðka fyrir mannig ferðir, svo að maður þurfi ekki að vera labba frá a til c til að komast til b, heldur beint frá a til b.  Ef ég er að taka leigubíl til að byrja með, hlýt ég að vera tilbúin að borga það sem það kostar að komast þangað sem ég vil.  Ég segi ekki að ég ætli að fara niður á Argyle street, geturðu keyrt mig sem svara fimm pundum og sett mig svo út.  Stupid!  En já, ætlaði ekki að breyta þessu i leigubílaröfl.  Reyni að vera á léttari nótunum.


Fimm tímar á barnum

Það er greinilegt að maður er kominn til Glasgow þegar maður eyðir meiri tíma á barnum en yfir lærdómnum.  Ég fór í dag að hitta vinkonu mína Claire sem var í bæjarferð frá Dumfries.  Ég hitti hana um hádegi og við skelltum okkur á Tennents barinn á Byres Road og fengum okkur hádegismat og sátum þar að kjafta til um þrjúleytið, svo kom að því að við vildum fá eitthvað bitastæðara og skelltum okkur yfir götuna á Vodka Wodka barinn í Asthon Lane og fengum okkur vodka kokteila.  En um fimmleytið bankaði raunveruleikinn upp á hjá okkur og hún þurfti að kveðja til að halda heim á leið.  Hún Claire mín er algjör gullmoli og ég er svo heppin að eiga vinkonu frá Dumfries því hún gat allavegana sagt mér hvernig og hvenær ég kemst til Dumfries ef af því verður að ég fari að hitta kallinn.  Sem fær mig til að muna eftir að segja frá því.  Kennarinn í Dumfries er loksins búinn að hafa samband, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mér léttir við það.  Hann ætlar að hafa frekara samband við mig á mánudaginn annað hvort um e-mail eða símann.   Núna loksins finnst mér eins og skólinn sé að byrja hjá mér. 

Er líka búin að vera rosalega dugleg ... fyrir utan daginn í dag.  Eyddi öllum gærdeginum í Latínu, miðaldarlatínu og heiti kennslubókin því rosalega skemmtilega heiti A primer of Ecclesicastical Latin, sem þýðir það að í fyrstu þremur köflunum í bókinni er ég búin að læra yfir fjögur orð fyrir synd.  Þannig að ef Latínan gengur ekki alveg upp hjá mér, veit ég allavegana hvernig ég get syndgað upp á fjóra máta á Latínu ;)

En af því að ég var svona dugleg í latínunni í gær þá hef ég helgina til að lesa næstu fimm bækur eða svo fyrir þriðjudaginn.  Er núna að læra um Pjéttana (the Picts).  Rosalega forvitnilegt.  Það undarlega við Pjéttana er að það er ekkert rosalega margt vitað um þá.  Það hafa samt verið kenndir heilu kúrsarnir um þá (ég hef því miður ekki verið í þeim) en Catriona fór í einn af þeim og hún sagði að það sem ég veit er ekkert mikið minna en það sem hún hefur verið að læra um þá.  Ég er einmitt að lesa grein úr bók F.T. Wainwrigt (frá 1955 þannig að margt hefur breyst ... en samt ekki) og það er yndislegt að lesa hann.  Hann byrjar venjulega á því að segja að við vitum ekkert sérlega mikið um pjéttana fyrir utan þetta... og hann telur það venjulega upp og rökræðir það af hverju við tengjum þetta við pjéttana frekar en aðra þjóðflokka og svo endar hann venjulega málsgreinina á því að véfengja samt allt sem hann hafði að segja um málið með því að segja að við vitum samt ekkert um þetta fyrir utan þessar nokkrar getgátur sem hann er búinn að leggja fram. 

Þannig að þetta er eins og ég hef alltaf sagt, þessi kúrs er og verður eins og heimspeki-kúrs, þú ferð inn með einhverja vissu um að þú munir verða upplýstur um eitthvað en kemur út eins ef ekki meira ringlaður en þegar þú fórst inn.  Þetta er það sem fræðin mín snýst um.  Algjörar getgátur.  En þetta er samt ótrúlega skemmtilegt.  Hver veit nema ég eigi einhvern tíman eftir að ráða gátuna um péttneskar steinamyndir?  ahahahah, líklegt.  (Sorry, smá nörda brandari).

Jæja, ég ætla að fara leggjast í bólið, ætla að vakna einhvern tímann á morgun :) og læra og skella mér aðeins í bæinn líka.  Maður verður víst að eiga smá líf innan um lærdóminn. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband