Window Vista á að skilgreina sem vírus og ef þú hefur reynt í 10 klukkutíma að installera prentara í tölvuna og ekkert gengur þá er eitthvað að!

Já, það má segja að ég hafi verið að standa í heljarinnar veseni með tölvuna mína undanfarið.  Þess vegna hef ég lítið verið á blogg flakki og enn minna staðið í blogg skrifum.  Hver veit nema að einhver breyting verði á núna þegar allt er komið í lag (enn sem komið er virkar allavegana hlutirnir). 

Þetta byrjaði allt saman um maí byrjun en þá fór vélin mín að hegða sér illa.  Hún fór að frjósa á ótrúlegustu tímum, display driver hætti að virka og allt fór í köku, stundum slökkti hún bara algjörlega á sér og fór í safe mode og ég veit ekki hvað og hvað.  Náttúrulega þegar maður er að reyna að skrifa ritgerðir og annað þá er ekki gott að hafa ekki tölvu sem hægt er að treysta á.  Þannig að ég (fátæki námsmaðurinn) flaug heim til að fá hjálp hjá stóra bróður sem er tölvuséníinn í fjölskyldunni.  Hann afréð að það besta væri að taka allt úr vélinni, strauja hana og setja bara XP í hana í staðinn og var ég eiginlega bara rosalega fegin þeim fréttum.  Þannig að fyrir nokkrum vikum var gerð heilaaðgerð á lappanum mínum og fékk ég hana brosandi með XP til baka. 

Það var svo ekki fyrr en ég kom út aftur að ég sá að brosið var skakt.  Það virkaði nefnilega ekkert þegar ég var að reyna að tengja allt dótið mitt við hana aftur.  Hún fann ekki usb hubbinn og þegar ég reyndi að tengja sjónvarpsflakkarann við þá kom alltaf melding um að hún fyndi ekki drifið en svo kom það alltaf inn samt sem áður.  Svo kom að því að tengja prentarann við og þá fór allt í vaskinn.  Ég reyndi í tíu klukkutíma að reyna að installera prentaranum, í fjóra klukkutíma eða svo eitt kvöldið, reyndi þrisvar að setja hann inn og gafst upp, hafði samband við bróa yfir netið og hann kom af fjöllum eins og ég af hverju þetta virkaði ekki.  Það var allt í lagi með usb portið en það var eitthvað að á milli þess að talvan fyndi tækið tengt og tengdi hugbúnaðinn þar við sem klikkaði.  Daginn eftir fékk brói heimsókn frá tölvufyrirtæki og spurði gaurinn út í hvað gæti verið að.  Þeir brutu heilann hálfan daginn og ekkert gekk.  Seint um daginn var afráðið að ég kæmi heim með galla gripinn í enn eina yfirhalningu og það meira að segja bara strax daginn eftir.  Sem betur fer fékk ég ódýrt fargjald en lítinn sem engan tíma til að redda hlutunum og var ég reyndar svo heppin að ég var ákkúrat með fyrir leigubílafargjaldinu út á völl.  Það tók svo góðan tíma að finna hvað var að og hvernig ætti að leiðrétta það en það tókst á endaum þótt að það væri tvísýnt á tíma og hreinlega spurning um hvort ég yrði að redda nýrri tölvu á mettíma, en allt saman blessaðist nú.  Sérstaklega þar sem ég var orðin frekar orkulítil af öllu þessu veseni og komin með hálsbólgu og astmahósta ofan á allt. 

En þetta varð til þess að á undarlegasta máta þá var ég stödd heima hjá mér yfir afmælið mitt sem hafði nú ekki staðið til.  Vinkonurnar hérna úti þurftu að breyta öllum áformum helgarinnar þar sem þær voru að plana að ræna mér og koma mér eitthvað skemmtilega á óvart, nú varð það að bíða.  En ég skammaðist mín nú bara hálf partinn fyrir þetta allt saman og lét engan vita að ég væri heima, enda þurfti ég að standa í ritgerðarskrifum, en hafði þó þann hæfileika að geta ekki gert margt í því þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir.  En ég átti samt ágætist afmæli með Eurovision eftir-partíi og var ég bara ánægð með allt.

Nú er ég sem sagt komin aftur til Glasgow og búin að prufa hvort allt virki ekki og jújú, prentarinn og usb hubbinn og flakkarinn og teikniborðið virkar allt saman og þá er ég ánægð.  Hitt kemur svo bara með restinni.  Nú er bara að fara að setja í spíttgír að skrifa eina 3.500 - 5.000 orða ritgerð fyrir 2. júní, 20 mínútna fyrirlestur sem á að flytjast 10. júní, svo þarf ég að flytja 11. júní og þann 12. júní er ég að legga af stað í ferðalag til Orkneyja!!!

Óskið mér góðs gengis endilega, veitir ekki af eftir þetta!


Þór Þrumuguð ekki dauður úr öllum æðum enn

Þetta er lyginni líkast segi ég bara.  Um helgina var ég svo heppin að eyða tíma með góðum vinkonum.  Mæðgum sem ég hafði verið að vinna með hjá Íslandspósti.  Þær ákváðu að skreppa sér til Glasgó og af því að ég var nú hérna réð ég mig bara sem leiðsögumann til þeirra.  Þær komu á fimmudag en ég hitti þær reyndar ekki fyrr en á föstudaginn.  Nú af því að þetta var nú Íslandspósturinn og hann stendur við sitt þá komu þær til skila pakka sem mamma sendi þær með handa mér.  Í honum voru nokkur skjöl og svona sem mig vantaði og hafði gleymt að endurnýja þegar ég var heima og svo sumargjöf.  Jamm, mamma er ennþá að dreka við dekurrófuna sína þótt hún sé orðin svona gömul.  Hvað haldiði að hún hafi sent mér, steypta eftirlíkingu af Þórshamrinum sem ég er búin að vera að slefa yfir í Íslandíu í lengri tíma.  Hún er æði, ég þorði nú ekki að setja hann upp þegar ég fékk hann í hendurnar enda mikils metinn gripur en svo í dag ákvað ég nú að setja hann upp.  Veðrið var svo fínt og ég var á leiðinni út að hitta vinkonu mína í hádegismat. 

Úti var um tíu stiga hiti og sól og ég bara labbaði til hennar á Byres Road, komum okkur fyrir á fíneríis kaffíhúsi og nutum þess að borða góðan hádegismat áður en leiðir okkar skildust.  Ég þurfti að erindréttast aðeins niðri í bæ og tók því neðanjarðarlestina niður á Cowcaddens þar sem ég fór út og fór í nokkrar búðir sem eru nálægt þeirri stoppistöð.  Þegar ég var búin þar, hoppaði ég aftur upp í lestina og fór upp í skóla.  Kom mér fyrir í QM Union og beið eftir að stelpurnar kæmu að hitta mig fyrir fyrirlesturinn, þessi venjulegi þriðjudags fyrirlestur sem við, Catriona, Sandra og ég erum vanar að fara á.  Og hvað haldiði að þá hafi gerst!!!

Korter í fjögur heyrist fyrsta þruman.  Ég verð svolítið spennt enda er ég rosalega hrifin af þrumuveðrum, versta er að þegar það er þrumuveður hérna varir það aldrei nema í svona eins og einn bloss og svo tvær þrjár þrumur, þannig að ég var ekkert að gera mér upp neinar vonir eða væntingar.  Svo nokkrum mínútum síðar sé ég blossa og svo kemur svaka þruma eins og algjör sprenging.  Jæja, þá gat ég ekki setið á litla mínum lengur og tek til dótið mitt og þýt út og undir skyggni, enda var hellirigning.  Svo byrja þessi þvílíku læti og ég eins og hálfviti fer að telja hversu margar þetta séu.  Ég stend þarna úti í yfir 45 mínútur og það gengur yfir meira en 35 eldingar og þrumur, ég var svo hrifin af þessu.  Alveg gat ekki hamið mig.  Fannst skemmtilegast þegar ég sá fólkið skutlast á milli bygginga með regnhlífarnar spenntar.  Ég get svarið að ég var farin að bíða eftir Kentucky Fried Chicken á labbi þarna, hehehehe. (gassalegt að segja svona).  En þetta var bara svo gaman, já ég veit, það er mjög auðvelt að skemmta mér. 

Fyrir átta árum síðan var ég stödd einmitt í Glasgow á hótelherbergi með mömmu og pabba þegar yfir drundi annað eins þrumuveður, þá vorum við á áttundu hæð og ég fór beina leið út í glugga að fylgjast með, enda var þetta mun meira spennandi en það sem var í sjónvarpinu.  Ég hefði kannski frekar átt að fylgjast með því, því að á skjánum birtist svo tilkynning frá hótelinu að vegna þess að það væri þrumuveður í gangi að slökkva á sjónvarpinu (sem er bara fyndið því að ef það er slökt en svona tilkynning kemur þá kviknar sjálfkrafa á því, þannig að 'rather mute point')  og að maður eigi að halda sig frá gluggum.  Nei það var sko ekki hægt að halda mér frá glugganum sama hvað mamma sagði, ég hafði aldrei áður séð alvöru þrumuveður og langað i að sjá allt sem ég gat.

En þetta með þrumuveðrið í dag, ég er alveg viss um að Þór Þrumuguð hafi eitthvað tekið við sér þegar ég setti hálsmenið upp, hann hefur vitað hversu rosalega mig langaði að upplifa alvöru þrumuveður og er ég alveg hæst ánægð með daginn.  Og ég fékk að upplifa þetta án þess að blotna sem er ennþá betra, þótt að ég stæði úti, varð bara aðeins blaut í fæturnar en það var bara af því að ég var í lélegum skóm.


Afsakið töfina

á að nýtt blogg birtist hérna.  Ég fór bara í frí, kom heim til Íslands í fjórar vikur og þá bara fór ég óvænt í blogg frí á meðan líka.  Alls ekki planað en ég fann bara alltaf eitthvað annað til að gera og svo þegar ég var ekkert að gera var ég svo löt að ég var bara lágrétt á þeim tíma og hvergi lyklaborð nálægt mér.  En nú fer vonandi að verða breyting á þessu öllu saman, ég er komin aftur til Glasgow og törnin að byrja enn á ný.  Byrjaði vikuna á að fara í próf í íslensku.  Hahaha, eflaust ekki margir sem geta sagt það, en svona var það nú.  Hvað hafa margir tekið próf í íslensku (sínu eigin móðurmáli) í Skotlandi áður, það geta nú varla hafa verið margir.  En hver veit, ef mér dettur eitthvað svona skrítið í hug er alveg víst að einhver var á undan mér í því.  Svo original er ég ekki.

Ég gerði ýmislegt af mér þegar ég var heima þessar fjórar vikur.  Fór á fyrirlestur hjá Sagnfræðingafélaginu á Þjóðminjasafninu, sem var rosalega gaman.  Kom mér meira að segja á fyrirlestur hjá Guðspekifélaginu, það er nú saga að segja frá því.  Og að endingu endaði ég líka á ráðstefnu hjá Sögutengdri ferðaþjónustu.  Allt saman alveg rosalega spennandi fyrirlestrar, sumir voru náttúrulega betri en aðrir og sumum hefði alveg mátt sleppa, en alveg þess virði að fara á.  Það kom líka vinkonunum hérna úti meira að segja á óvart hversu óvenjulega nördaleg ég hafði verið á meðan ég var heima.  En ekki nóg með það að fara á fyrirlestra þá var alveg nóg að gera hjá mér.  Kláraði að skrifa nærr 5000 orða ritgerð og skilaði henni, las nokkra kafla í Ancient Laws of Ireland og náði svo að guða geggnum Grágásina á ensku, meira og minna í heilu lagi á nokkrum dögum, þannig að það er ekki svo amalegt það sem mér tókst að áorka heima á þessum stutta tíma.

Þannig að nú er ég komin í mitt venjubundna ferli, skóli, lesa, borða og sofa til skiptis.  Reyndar hefur fækkað verulega þeim tímum sem ég er í skólanum núna og við stelpurnar erum farnar að plana daga til að hittast á til að halda sönsum, því að annars er einungis einn klukkutími á viku sem er skipulagður hittingur hjá okkur en það er í íslensku tímunum einmitt.  Svo er ég spes í forn ensku og forn ískri lögfræði, alls 3 tímar á viku.  Ferlegt!  Gefur manni allt og gott tækifæri til að setjast bara á rassinn og horfa út í loftið, maður þarf að vera harður við sjálfan sig núna.  Sem er ekki auðvelt því að nú skín sólin eins og vitleysingur inn um gluggann minn á daginn og laðar mann út.  Svo náttúrulega þegar út er komið byrjar að rigna því þetta er nú eftir allt saman Skotland.  Reyndar hefur veðrið verið rosalega fínt síðan ég kom út og lítð ringt, en veðurguðirnir reyndu að stríða mér í dag þegar ég fór út en það voru bara nokkrir dropar svo það var fínt.

 Einn af þessum dögum sem við stelpurnar vorum búnar að ákveða er laugardagurinn.  Við ætlum að hittast og horfa saman á Dr. Who (guð, hvað ég er að verða bresk), en því miður verður ekkert úr því þennan laugardag.  Catriona ætlar að skutlast heim til foreldranna í Aberdeen í smá kíkk og svo var einhver svo leiðinlegur að bjóða Söndru í afmæli að hún kemur ekki heldur, þannig að við frestuðum þessu fram á Sunnudag. 

Var einmitt að tala við Söndru á netinu áðan og var hún að forvitnast hver staðan á heimanáminu væri, því ég á eftir að skrifa eina ritgerð og svo er fyrirlesturinn mikli þann 10 júní.  Ég veit ennþá ekkert hvað ég er að skrifa um í ritgerðinni og ennþá síður hvað ég er að gera fyrir fyrirlesturinn.  Ég nefndi við hana hvað ég væri eitthvað svo 'laid-back' í þessum málefnum, væri ekkert að asa mér til um hvað ég ætti að gera og hvenær ég ætti að fara út í það og hún þurfti þá að skjóta á mig að ég væri bara algjörlega lágrétt (horizontal) í þeim efnum.  Ég stóðst þá ekki og sagði við hana að miðað við hvernig mér gengi alltaf hérna að ef ég endurfæddist (að hætti Búddista) þá myndi ég koma aftur sem legubekkur.  Fannst ég bara nokkuð hitta naglann á höfuðið þarna þótt ég segi sjálf frá.

Jæja, ég fór þó í einn tíma sem ég hef svona ansi blendnar tilfinningar til eftir á að hyggja.  Tími sem fjallaði um miðaldar kirkju tónlist.  Hmmm, já, erfitt að orða þetta pennt.  Eiginlega var þetta of nýlega miðaldarlegt til að vekja sérlegan áhuga hjá mér enda vorum við með flest gögn um tónlist frá um 13. öld og ég er svona rétt fyrir og um þann tíma sem minn áhugi er (aðallega er áhugi minn bundinn við 6. - 12. öld).  Söndru fannst þetta alveg hrikalegt enda er hún algjör heiðingi en aftur á móti hefur Catriona einmitt áhuga á þessu og hennar vegna streittumst við Sandra við að halda andliti í gegnum tímann.  Sú sem var að kenna okkur þetta hefur greinilega stúderað þetta í bak og fyrir og var mjög forvitnilegt að heyra það, en málið var að hún vissi svo svakalega mikið um þetta að hún gat ekki gert sig skiljanlega á ensku sem gerði það að verkum að ég vissi ekkert hvað hún var að tala um því að hún var svo tæknileg.  Það eina sem ég veit um tólist er að hvernig á að hlaða henni inn og af iPodinum og slökkva á útvarpinu (og að framlag Íslands í Eurovsion sökkar ferlega feitt).  Svo byrjaði konan allt í einu að syngja!  Herregud segi ég nú bara.  Svo leyfði hún okkur líka að heyra nokkra söngva á disk og þá ætlaði mér alveg ljúka, að heyra svona musteris kirkju tóna orga úr tækinu 'ohohohoooo ohoohohooooo' eins og einhver væri að reyna að kitla þá til dauða, ég þurfti að líta undan og ég held að Catriona hafi vel skilið af hverju.  Eftir að konan hafði lokið máli sínu gátum við borið upp spurningar ef við höfðum einhverjar og það var ein þarna inni sem hafði laumað sér með, er eitthvað að læra í miðaldarsögu, en bara annarri en við og þurfti konan ekki að byrja á þessari fáránlegu spurningu sem fer svo rosalega í taugarnar á okkur þrem.  'Voru þeir virkilega svona fagmennskulegir þegar kom að því að semja tónlist, var þetta svona rosalega skipulagt nám hjá þeim, maður hefði ekki búist við því?' Argh!  Já einmitt, af því að þetta voru menn að semja tónlist fyrir 700 árum síðan þá vissu þeir náttúrulega ekkert hvað þeir voru að gera, þeir bara hnipruðu einhverju niður á blað og báðu til guðs að þetta hljómaði ágætlega.  Hvernig stendur á því að svona manneskja komist í gegnum nám við sögudeildina í Glasgow Háskóla og láti sér detta það í hug að spyrja svona heimskulegrar spurningar.  Enda vorum við alveg rosalega pirraðar yfir þessu þegar við gengum út, það fór góður hálftími í að ná okkur niður eftir þetta.  Af hverju er fólk alltaf tilbúið að segja að fólk sem var uppi á miðöldum var eitthvað mikið einfaldara í hugsunarhætti en við erum í dag, ef fólk virkilega tæki sér tíma og skoðaði málið þá myndi það frekar skammast sín fyrir að vera nútímamaður en að hafa verið upp á miðöldum.  'Don't knock it, till you try it', segi ég bara.

En já annars, er þetta ekki ágætis sálfræði tal í bili.  Ætla að fara að athuga hvort að eldhúsið sé laust og hvort ég fái að elda eða hvort það er ennþá troðfullt af fólki sem ég þekki ekkert til að borða pizzu, yuck!


Fjársjóðskista

35r_logfsalega var ég heppin á Þriðjudaginn!  Ég var svo sniðug að skrá mig á fyrirlestur hjá Professor Rosamond McKitterick (University of Cambridge) í sambandi við meðhöndlun á handritum  og vinnu við þau.  Vá, hvað ég datt ofan í fjársjóðskistu þar.  Fyrirlesturinn var einungis opinn fyrir 15 til að skrá sig og var ég svo heppin að komast að og svo skemmtilega vildi til að Catriona vinkona komst líka.  Þetta var einungis tveggja tíma fyrirlestur og það var bara alls ekki nóg, hefði velj verið hægt að skilja mig eftir þarna inni bara. 

Okkur var komið fyrir í handritasafnsdeildinni með blað og blýant og svo byrjaði ballið.  Hún kallaði upp einhver 15 handrit, en fékk nokkur fleiri í viðbót sem var ekki verra.  Þetta voru allt skinn handrit frá 12. - 16. öld hvaðanaf úr heiminum og þau voru öll alveg rosalega gullfalleg. 

H229_0022rwf

Fyrsta handritið sem hún sýndi okkur var 12.aldar Biblía, alls ekki stór og letrið var ennþá smærra.  Hún var öll rituð á latínu en letrið var svo smátt að við gátum varla greint orð frá orði en samt var rithöndin rosalega vel greinileg, með greinileg T og I úr vísi-gotneskum ritstíl.  Það fór ekki mikið af teikningum í bókinni en þar sem þær voru, þá voru þær vel gerðar og mjög ríkuglega skreyttar með bláu (lapis lazuli) pigmenti, sem næst á eftir gulli var dýrast.  Skinnið sem var notað var í rosalega góðum gæðum og var spurningin um hvort að skinnið sem hefði verið notað væri kanínuskinn þar sem folio-in sem voru í henni væru öll svo rosalega vönduð og keimlík, hvergi göt neins staðar og engar leifar af hárum á folio-unum heldur.

Svo sýndi hún okkur bók sem var full af lyfjajurtum og ráðum, mjög ódýr bók, skinnið af lélegum gæðum, fullt af götum og líka ormagöt, en samt rosalega skemmtilegt að sjá hana og sjá muninn á milli þessara bókar og Biblíunnar.  Höfuðstafir voru litaðir en þá með rauðum og grænum litum sem voru þeir ódýrustu sem hægt var að fá en það voru alls ekki allir höfuðstafirnir litaðir, sem gaf til kynna að annaðhvort hefði verið hætt við að skreyta bókina, eða sá sem stóð að gerð bókarinnar átti ekki meiri pening milli handanna til að borga fyrir restina.

H215_1v2rÞað voru svo nokkrar aðra bækur sem hún sýndi okkur sem bar merki um eitt og annað merkilegt í sambandi við meðhöndlun og vinnslu á gömlum handritum.  Eitt handritið var þakið 'gold leafing' þar sem gulli er bókstaflega spreðað yfir folio-in í bókinni í alls konar skrautmyndun.  Og ekki nóg með gullið þá var eitt handrit, frá fyrri hluta 16. aldar (en samt skinnhandrit), sem fjallaði um sögu Alexanders mikla, þar sem fyrsta folio-ið var myndskreytt með gylltu og bláu pigmenti og það svo rosalega fallega að ég vildi að ég gæti fundið mynd af síðunni til að sýna ykkur.

H215_149r 
Úr Aldgate Cartulary (goldleafing gegnumgangandi í bókinni)

En Catriona og ég vorum held ég mest hrifnastar af að komast nálægt 12. aldar handriti af bók Bede (sem var uppi á fyrri hluta 8. aldar) en handritið var unnið í Durham klaustrinu og svo skemmtilega vill til að á spássíu bókarinnar víðs vegar er að finna punkta sem ritaðir eru af ábóta klaustursins.  Okkur fannst þetta mjög merkilegt.  Bókin er eins og almanak þess tíma, þar sem Bede var að reikna út hvenær Páskarnir væru og var þetta allt sett upp í svakalega flottum dálkum.  Og þar við hliðina voru punktarnir eftir ábótann, þar sem hann noteraði það sem merkilegt hafði gerst á árinu.  Þarna var líka að finna dagatal sem taldi upp dýrlinga hvers dags til að auðvelda fólki að fara eftir því svo og ýmislegt annað.  Ég og Catriona biðum í um fimmtán mínútur eftir að komast yfir bókina að fá að skoða, það voru tveir einstaklingar sem voru svo leiðinlegir að algjörlega einoka þetta ákveðna handrit frá okkur.  Nákvæmlega það eina sem við algjörlega ætluðum ekki að missa af.  Ég þrjóskaðist við og á síðustu mínútunni þá náði ég taki á henni og fékk að fletta nokkrum blöðum áður en við þurftum að hætta.  Eins og ég segi þá var alls ekki nægur tími fyrir okkur að handfjatla þessi dýrmæti. 

35r

Ég var algjörlega með nefið ofan í bókunum og hafði svo gaman af.  Af því að við vorum svona mörg var mælst til að við notuðum hanska við að skoða handritin en það er samt ekkert óvenjulegt að fólk fái að flettast í þeim með berum höndum, enda er það oft betra heldur en hanskarnir, þá sérstaklega bómullar handskarnir.  En við fengum FJÓLUBLÁA TOLLARAHANSKA, mér fannst það æði.  Þar sem ég er fyrst og fremst nörd og vel umfram það sem venjulega telst, þá var ég svo skrítin að ég tók handskana með mér heim til minningar.  Enda ekki oft sem maður fær svona tækifæri. 

Ef þið viljið sjá nasasjón af því sem ég fékk að sjá og handfjatla þá getið þið farið á handritasíðu háskólans hérna: http://special.lib.gla.ac.uk/manuscripts/  Þarna getið þið valið handrita safn og fengið upplýsingar um þau og einnig þegar þið hafið valið safn til að skoða, þá er oft neðst á síðunni linkur á Handrit mánaðarins og þar getið þið fengið upplýsingar um ákveðin handrit og oftar en ekki eru einmitt myndir af þeim líka oft vel þess virði að kíkja á.  Hérna er linkurinn á bókina hans Bede, en þið finnið hana undir Hunter safninu, handrit mánaðarins Janúar 2001: http://special.lib.gla.ac.uk/exhibns/month/jan2001.html

  

bq211_a1r       bq211_m7r

Á ekki til orð ... eða kannski of mörg!!!

'My blond moments' eru virkilega að hlaðast upp núna.  Ákvað að leyfa ykkur að njóta þess augnabliks með mér, sérstaklega þar sem vinkonurnar mínar (sem eru svo æðislegar) eru búnar að vera að gera stanslaust grín að mér undanfarna daga.

Ég ákvað að vera góð við vinkonu mína og bauð henni yfir á Sunnudaginn var í mat (það er að segja í fajitas), eitthvað einfalt og tekur ekki langan tíma.  Eftir matinn, þegar við vorum orðnar fullsaddar og búnar að koma okkur fyrir inn í herberginu mínu, ákvað ég að sýna henni smá Bollywood.  Hún hefur nefnilega aldrei séð slíka mynd og það gengur náttúrulega bara ekki þegar þú þekkir mig.  Setti Om Shanti Om í og þá byrjaði ballið.  Byrjaði á að sýna henni nokkur söngva og dans atriði og svo aðeins meira af myndinni sjálfri.  Í einu af lögunum voru söngvararnir alltaf að endurtaka orðið 'Dewana, dewana' og Sandra spurði mig hvað í ósköpunum þetta orð þýddi.  Ég leit á hana og svaraði 'Dewana means ruglaður!'.  Hún bara leit á mig eins og það sem ég var að segja væri ekki alveg eitthvað sem hún var að skilja.  Vitiði hvað!!! Ég endurtók mig!!! 'Dewana means ruglaður!' og var alls ekki að fatta af hverju hún var ekki að skilja mig.  Svo fór ég að velta þessu betur fyrir mér þegar ég ætlaði að virkilega einbeita mér að því hvernig ég bæri orðið fram 'ruglaður'.  Guð minn góður, hvað ég skammaðist mín niður í rass og lengra.  Á alveg óskiljanlegan hátt gat ég blandaði þremur tungumálum saman í eina setningu með ekki fleiri orð innifalin en ÞRJÚ!!! 

Áður fyrr hló ég að því þegar föðursystir mín (sem var gift dana í fjölda ára) tók upp á því að tala dönsku við okkur en íslensku við danina þegar við vorum með henni í Danmörku.  En núna hallast ég að gráti þegar ég átta mig á því að ég er orðin hún.  Það hefur nefnilega komið fyrir allavegana 3 á síðustu fjórum árum að ég hef byrjað að tala íslensku við vinina mína hérna og nokkrum sinni hefur það komið fyrir að ég byrja að tala ensku við íslendingana mína.  Ekki bætir það nú úr skák þegar ég fer að blanda þriðja málinu þarna inní.

Þótt að ég noti íslenskuna mína mikið, tala við mömmu á Skype á hverjum degi og skrifa blogg á íslensku og dagbók þá stend ég mig oft að því þegar ég tala við hana múttu að mér finnst ég hljóma undarlega.  Það er náttúrulega af því að ég er orðin svo gegnsýrð af enskunni að mér finnst orðið erfitt að skipta yfir í íslenskuna fyrst um sinn.  Svo kemur það undir eins en finnst það alltaf jafn skrítið þegar ég gríp mig við hugsunina þegar ég er í miðju samtali við mömmu, hmmm, ég er að tala íslensku núna.

Skrítið, en um daginn voru foreldrar íbúðarfélaga míns í heimsókn og í tal barst hvaða tungumál ég hef lagt stund á.  Pabbi hennar sagði þá að 'you should never lack for words, except maybe which language they should come from'.  Svo sannarlega!


Keltneskar tær

Vitiði, ég held að vinkonur mínar hafi bókstaflega ætlað að ráða mig af dögum í dag.  Þær á einhvern hátt fengu mig til að prufa Marmite og ég hélt að ég ætlaði að deyja.  Þetta er einn sá versti viðbjóður sem ég hef nokkurn tímann smakkað.  Í meira en tíu mínútur gat ég ekki annað en grett mig á þann furðulegasta hátt sem ég nokkurn tíman hef gert.  Þvílíkur viðbjóður að selja svona í krukku.  Slagorðið er líka það að 'annað hvort elskarðu eða hatarðu' Marmite.  Held án efa að ég falli í seinni hópinn.  Catriona er eiginlega í sama hópi og ég og var nógu gáfuð til að smakka ekki, en auðvitað hvatti hún mig nú samt til að prufa.  Ég get ekki búið í Bretlandi og ekki prufað Marmite.  Jæja, nú er ég búin að því og ég segi aldrei koma nálægt mér með aðra krukku af þessum a"#skota.  Það tók restina af tópaspakkanum mínum til að ná bragðinu úr munninum á mér.  Virkilega ekki fyrir hvern sem er að smakka.

 En snúum okkur núna að þeirri vísindalegu rannsókn sem eru tær.  Vinkona mín hún Sandra, fræddi mig um það á Sunnudaginn að það að ef táin næst við stóru tánna væri lengri en hún, þá þýddi það að þú værir af keltnesku bergi brotin.  Ég get stolt sagt að það er greinilega eitthvað skoskt við mig!!!  Þetta barst meira að segja í tal í Old Norse á mánudaginn og kennarinn minn Katie Lowe, uppgötvaði keltnesku genin sín líka.  Verð nú að láta fylgja með að hún var nú ekkert sérlega hrifin af því, hefði miklu frekar viljað finna Víkinga gen hjá sér en annað.  Fróðlegt.


Heimspeki, dýrlingar og fornleifafræði

Ég er farin að skammast mín svo að skrifa svona lítið að ég ákvað að leifa ykkur að fá smá nasasjón af því sem á daga mína hefur drifið.  Skólinn er aftur kominn á fullt núna eftir að fyrstu tvær vikurnar af skólanum fóru í fyrirlestra og próf.  Ég stóð mig vel og fékk góðar einkunnir fyrir bæði, sem eru góðar fréttir.  Síðan skólinn byrjaði höfum við allar verið mjög uppteknar að lesa fyrir tímana okkar.  Sandra og Catriona eru einnig í tímum í sambandi við þeirra sérfög, en ég á ennþá eftir að hitta kennarann minn.  Í síðustu viku fengum við tíma í skoskri miðaldarheimspeki og var það bara gaman.  Eflaust ef það hefði verið meiri tími til þá hefðu virkilega spennandi umræður skapast en eins og þetta var þá var þetta bara flott.  Mér finnst alltaf jafn gaman að lesa heimspekilegar eða guðfræðilegar ritgerðir karla (aðallega presta eða munka) frá miðöldum, þær eru svo ótrúlega flóknar en einfaldar í einu, svona ákkúrat eins og heimspeki er. 

Í þessari viku vorum við að fjalla um Hagiography eða Skrif um dýrlinga, oft kölluð Lives of the Saints eða Vitas.  Mjög skemmtilegt líka, ég fékk að lesa um minn uppáhalds dýrling, St. Columba of Iona (Colum Cille 'the dove of the church', eða eins og ég kalla hann stundum 'the pigeon').  Las verk Adomnáns (Little Adam), sem var munkur og ábóti um hundrað árum eftir að St. Columba lést á eyjunni Iona.  Það er svo margt sem er hægt að lesa út úr svona verki, pólitísk áróður klausturs eða valdabarátta milli kirkna og prestakalla, hvernig þeir eru að reyna að brúa bilið milli heiðinnar og kristinnar trúar með því að setja tíma heiðninnar (guði og siði) inn í áætlun guðs og rétt tímatal fyrir siðmenningu er algjör snilld.  Það er oft mun meira vit í að lesa þessar bækur og önnur verk eftir munka og presta frá miðöldum heldur en Biblíuna, allavegana er ég komin á þá skoðun eftir að vera búin að stúdera þetta í fjölda ára.  Sandra fékk að lesa sér til um St. Ninian, dýrlingur, jafnvel þótt hann hafi aldrei verið til!!!  Hún komst svo að ástæðunni, sem var að munkarnir voru bara algjörir kapítalistar og bjuggu til dýrling, samansettan úr kraftaverkum annarra dýrlinga til að geta fengið annað biskupsdæmi og þá hjá Whithorn sem var undir Anglo-Saxon yfirráðum á þeim tíma.  Catriona fékk mjög skemmtilegan dýrling að fjalla um St. Margaret (sem var líka drottning).  Eitt af því sem einkennir dýrling er að þeir framkvæma kraftaverk.  St. Margaret er sögð aðeins hafa framkvæmt eitt kraftaverk og er það beinlínis 'copy' og 'paste' frá öðrum dýrling, meira að segja dýrlingnum mínum St. Columba.  Þannig var nú það.  En þetta var allavegana mjög áhugavert. 

Í næstu viku erum við svo aftur komin í fornleifafræði og það er ekki eins skemmtilegt, en ég er farin að sjá að það sem ég veit er farið að skemma fyrir mér að geta horft á fallegar gamlar byggingar og kastla eins og ég gerði þegar ég var mun mun yngri.  En þetta er svona öðruvísi fornleifafræði en að grafa í jörðu með teskeið, þetta er meira arkitektúrinn og annað í þeim dúr.  Bækurnar um efnið eru allar mjög svipaðar, þar sem verið er að fjalla um rannsóknir á byggingum og svo verða allri fornleifafræðingarnir rosalega spenntir af því að það er svona veggur þarna og svo næstu þrjár blaðsíðurnar fara í það að fjalla um hvernig veggur þetta er, hversu hár, breiður, úr hvaða efni hann er og bla bla bla.  Undarlegir fornleifafræðingar.

Annars verð ég að játa það að Sandra og ég erum að fara yfir um, okkur langar svo að búa til nýja ECMS skrá (Early Christian Monuments of Scotland catalogue) sem Allan Anderson gerði fyrir um hundrað árum síðan og var virkilegt meistaraverk síns tíma, en núna er lítið hægt að gera við það, þar sem skráin er mjög ófullkomin og ýmislegt sem vantar og svo náttúrulega rosalegir vankantar á slíkri skrá sem er ekki uppfærð reglulega.  Okkur langar helst að setja þetta upp sem skrá á bókarformi þar sem ýmsar basic upplýsingar um 'monumentið' (sem getur verið allt frá steinkrossum og stórvirkjum til minni hluta eins og nælur og 'torq's' og ýmislegt annað í þeim dúr) og svo myndi cd fylgja sem væri með meiri upplýsingar sem og myndir (í smáatriðum) sem og hugsanlega vídeó af fyrirbærinu þar sem væri hægt að skoða það ítarlega án þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð á staðinn, sem er oft rosalega erfitt, þar sem margir þeirra eru virkilega óaðgengilegir fyrir flest fólk.  Við erum bókstaflega búnar að byggja þetta upp í hausnum á okkur og helst langar okkur að fara upp að peningafólkinu núna og segja 'Látið okkur fá peningana og við skulum gera þetta' í staðinn fyrir eins og þeir eru að tala um að þetta þurfi að vera 20-30 manna verkefni.  Bollocks!! (excuse my french), ef þetta margir kæmu að verkefninu myndi vera allt of mikið um ósamræmi og markmiðið með þessu er einmitt að samræma og búa til heilstæða skrá af hlutunum, og við erum vel í stakk búnar að gera allt þetta.

 Ég er svo áhugasöm um þetta að ég ætla einmitt að fara að dúlla mér við að búa til skjámyndir fyrir þetta.  Ég er nefnilega tækninördinn sem les New Scientist reglulega og Sandra sem gapir á mig fyrir að finnst blaðið skemmtilegt.  Þannig að ég mun sjá um tæknilegu hliðina á meðan hún sér um bóklega og fræðilega hlutann.  Allavegana á meðan við erum í þykistuleik með þetta, svo verða einhverjar breytingar hjá okkur þegar raunveruleikinn kemur inn í myndina.  Hvenær það verður eða hvort er ekki gott að segja.  Gaman samt á meðan.


Fyrirlesturinn mikli og ævintýri á Fernleigh road

Þetta er sannarlega búið að vera undarleg vika.  Fór í próf í Old English á þriðjudag og það kemur í ljós seinna hvernig gekk, þetta var svona ágætt en ennþá þó nokkur atriði sem ég á eftir að vinna úr (aðallega lýsingarorð ... þau hjálpa ekkert!).  En samt sem áður gaman og kennarinn var allt of hjálplegur með orðaforða, þurftum eiginlega ekkert að hugsa fyrir þessu.

Miðvikudagur og fimmtudagur fóru í að við stelpurnar vorum að æfa okkur í fyrirlestrunum okkara uppi á bókasafni.  Bókuðum herbergi handa okkur og vorum að vinna í að fægja og pússa það sem við ætluðum að gera á föstudaginn í "Fyrirlestrinum Mikla".  Verslings Catriona var veik á miðvikudag þannig að það voru bara Sandra og ég sem vorum að puða.  Vandamálið er þegar maður veit of mikið um eitthvað efni að koma því sem skilvirklegast frá sér.  Þannig að við settumst niður og fórum vel yfir allt sem ég vildi tala um og þá gátum við komið þessu loksins frá okkur.  Þannig að restin af miðvikudeginum fór í að skrifa upp fyrirlesturinn og pússa til.  Var að til klukkan tólf um miðnætti en hætti þá, aðallega af því að heilinn fór í verkfall.  Fimmtudagurinn var mun betri, þá þurftum við bara að fínpússa aðeins til og vorum aðallega að spá í "handouts" handa liðinu og tæknilegu hliðinni sem snýr að powerpoint sýningum.  Catriona var búin að vera að basla við veikindi ofan á tölvuvandræði og vonuðum við það besta að það væri komið í lag fyrir föstudaginn.  Drifum okkur svo heim til að leggja loka hönd á verkið.

 Svo rann föstudagurinn upp.  Ég hafði unnið að því að prenta út fyrirlesturinn og "handouts" til klukkan ellefu nærri því, því að prentarinn ákvað að vera með uppsteit.  Tókst að lokum og ég gat hlaupið í sturtu og tekið til inni í herberginu til að gera það sæmilega fínt fyrir gesti.  Fyrirlesturinn átti að byrja klukkan tólf en við, þessar forsjálu dömur, ákváðum að hittast í QM í kaffi og súkkulaði áður en píningin byrjaði.  Ég var mætt vel fyrir ellefu og kom mér bara vel fyrir með blað fyrir framan mig og beið eftir stelpunum.  Catriona mætti svo um ellefu og náði sér í vatnsflösku og smá súkkulaði til að vekja heilasellurnar.  Svo biðum við eftir að Sandra léti sjá sig.  Þá fékk ég símhringingu sem reyndist vera hún og guð minn góður er ég heyrnalaus, þurfti að afhenda Catrionu símann þar sem ég heyrði ekkert hvað hún var að tauta (sem reyndar reyndist vera hún að hlaupa upp University Avenue öskrandi í símann í stressi).   Þá hafði allt sem gat farið úrskeðis farið úrskeðis hjá henni í morgun og þurfti hún að hlaupa upp á bókasafn til að prenta út nokkur blöð fyrir fyrirlesturinn.  Þannig að hún var að biðja okkur um að kaupa yfirstrikunar penna og kaffi handa sér.  Auðvelt að redda því og eftir það fórum við yfir í Scottish Department bygginguna þar sem fyrirlesturinn átti að vera haldinn og biðum eftir henni þar. 

Svo kom hún og það var ennþá um hálftími þangað til að fyrirlesturinn átti að byrja þannig að við gátum róað hana niður.  Claire vinkona var þá líka mætt, hún ætlaði að mæta á fyrirlesturinn okkar og svo ætlaði hún líka einmitt að hitta Dauvit Broun kennara í sambandi við að fara í M.Litt á næsta ári.  (Oh, svo heppin og ég öfunda hana geðveikt).  Ritarinn í deildinni var á fundi og vildi ekkert við okkur tala þannig að við þurftum að bíða eftir að ná tali af Davy til að fá lykilinn að fundarherberginu og svo fórum við á fult í að reyna að koma tölvunni hennar Söndru í gang og þetta úber fansí tól sem þeir eru með til að varpa powerpoint á tjald.  Sem var náttúrulega ekki að virka.  Eitthvað nýtt dót sem enginn kann á ennþá og enginn vildi hjálpa til heldur, svaka gaman.  Svo fengum við myndvarpa í staðinn og það ætlaði að ganga miklu betur fyrr en við sáum það að það vantaði usb kapal milli tækisins og tölvunnar og hann fylgdi ekki með.  Æðislegt!  En þá vorum við svo heppin að deildin á auka laptop og það var verið að koma með hana til að skila, þannig að við ætluðum að vera rosalega tæknileg og vona að sú vél myndi húkkast vel í nýja myndvarpatólið en þá rak ég augun í að það var auka usb kapall með tölvunni þannig að í staðinn fyrir að eyða fleiri mínútum í eitthvað sem engin garantí var fyrir að myndi virka þá skelltum við gamla myndvarpanum í gang og allt gekk eins og í sögu eftir það.  Þegar við vorum þá loksins orðnar tilbúnar þá fékk Sandra að byrja á fyrirlestrinum svo hún væri bara búin og gæti slappað af það sem eftir var af tímanum.  Dauvit Broun og Bronagh Ní Chonaill voru þarna að dæma okkur í bak og fyrir, bæði fyrir innihald og fyrirlesturinn sjálfan.  Svo var Anne búin að bætast í hóp áhorfenda, ásamt Claire.  Sandra stóð sig með prýði þrátt fyrir allt mótlætið.  Ég fékk svo að fara næst og ég sem er eflaust mesta tæknimanneskjan af okkur öllum, lét pappírinn bara duga.  Greinilega greindarmanneskja á ferð heheheheh.  Catriona var svo sú þriðja og síðasta af okkur með fyrirlestur og var aðeins ævintýragjarnari en ég og var með glærur.  Ég held að við höfum allar staðið okkur bara þokkalega vel.  En mest vorum við fegnar að þetta var búið.

Við vorum svo á leiðinni í hádegismat þegar við rákumst á Matthew, eina strákinn sem hefur lifað af Celtic þegar við vorum þarna og við eiginlega rændum honum úti á götu og fórum yfir í klúbbinn okkar og fengum okkur að borða.  Kjöftuðum og skröfuðum eins og við hefðum ekki hist í þrjátíu ár, þetta var svoddan fjör.  Anne yfirgaf okkur svo fyrst þar sem hún var að fara heim að elda mat handa okkur.  Hún er svo æðisleg að hún var búin að bjóða okkur í "Áfallahjálp" heim til sín eftir daginn.  Svo fórum við nú að tígja okkur út og þá yfirgaf Matthew okkur, en bara í nokkra klukkutíma því að hann ætlaði að hitta okkur á Central Station klukkan sjö og koma með okkur til Anne.  Einn strákur með sjö stelpum, varla færi hann að kvarta.  Þannig að við vorum núna orðnar fjórar eftir.  Ég, Sandra, Catriona og Claire.  Fórum í Somerfield og Byres Road og keyptum hellinginn allan af alls konar snakki og kökum og súkkulaði og víni og fórum heim til mín.  Settum okkur niður og opnuðum flöskurnar og svo flæddi áfengið og góðgætið um herbergið næstu klukkutímana.  Horfðum smá á sjónvarp og héldum áfram að kjafta og hlæja eins og vitleysingar.  Komum okkur svo saman um að taka leigubíl niður á Central Station þar sem við vorum með ansi marga pinkla með okkur og lögðum af stað um sex.  Biðum eftir Mattew og Jo þar og rétt um sjöleytið birtist Jo, þannig að við þurftum einungis að bíða í nokkrar mínútur í viðbót eftir Matthew sem var búinn að raka sig og gera sig fínann fyrir kvöld með stelpunum.

Tókum einvers konar minilest til Muirend í Glasgow sem er í suður-hlutanum.  Hef aldrei farið í svona lest áður, sem fólki fannst mjög merkilegt og það fannst mér líka.  En svona er það þegar maður heldur sig bara á litla bletinum sínum.  Komum til Muirhead og fórum úr lestinni og áttum von á að sjá Anne þar, en hún var hvergi sjáanleg.  En svo kom hún hálf hlaupandi niður stigann í áttina að okkur þannig að við vorum mjög fegin að við höfðum ekki klúðrað fyrirmælum hennar.  Svo tók við nokkurra mínútu löng gönguferð til Fernleigh road sem er einhvers staðar í felum í suðurhluta Glasgow.  Húsið hennar er með því einu æðislegasta og glæsilegasta húsi sem ég hef nokkurn tíman augum litið og mjög lítillátann hátt.  Var helst til í að sparka henni og fjölskyldunni út og setjast að þarna bara alveg sjálf.  Rosalega flott allt saman. 

 Við komum okkur fyrir í setustofunni og fórum að spjalla og hláturinn ómaði eflaust langar leiðir.  Hún var fljót að koma með áfengið og snakkið var þegar á borðum.  Við biðum svo andartak eftir Sharon og þegar hún kom, var okkur boðið að setjast í borðstofuna þar sem maturinn var til.  Æðisleg borðstoða verður að segjast og maturinn ekki síðri.  Fengum bæði grænmetist og venjulegt lasagna og brauð og salat með.  Hún var með svona rosalega sniðugt apparat sem heitir víst "housewife trolley" í borðstofunni, hún gat geymt matinn inni í apparatinu og haldið honum heitum þar, algjör snilld.  Eitthvað sem hvaða húsmóðir þarf að eiga.  Alveg æðislega sniðugt. 

Einhvern tímann seinna um kvöldið fórum við svo að spila Scottish Quest sem ég hafði tekið með mér í partíið og ákváðum við að skipta þessu bara í tvö lið, fjórir á móti fjórum.  Við höfðum svo gaman af þessu og í hvert skipti sem (sama hvaða lið) við áttum að velja úr hvaða flokk við fengjum spurningu þá báðum við alltaf um Sögu spurningu því það var það eina sem við vissum að við ættum mesta möguleika á að vita eitthvað úr.  Liðið mitt vann fyrsta spilið og svo vann hitt liðið næsta spil.  En fleiri spil urðu það ekki, því að við vorum orðin of vel í því til að athyglin héldist, reyndar var farið að skorta ansi mikið í athyglina hjá fólki í seinni umferðinni.  Sumar spurningarnar vöktu upp svoleiðis viðbrögð að það var rosalega fyndið.  T.d. "What language is often associated with the Picts?"  Þið hefðum átt að heyra í okkur, þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar við fórum að rökræða þessa spurningu.  Algjör snilld.

Ég hafði tekið með mér eiginlega of hálf tóma flösku af Tópas og sá eftir að hafa ekki tekið óáteknu flöskuna, en svo kom í ljós að það var kannski bara betra.  Stelpurnar voru lítið hrifnar af því, þannig að það voru bara ég og Matthew sem smökkuðu almennilega á því.  Matthew var alveg vitlaus í þetta en gerði kannski ekki það gáfulegasta, því að stuttu seinna var kann kominn í whiskeyið og fékk sér tvö stór staup af því og það ofan í allt rauðvínið sem hann var búinn að drekka.  Enda ekki skrítið að hann varð veikur á leiðinni heim í leigubílnum.  Sem gerði það að verkum að við hentum honum heim fljótlega eftir að við höfðum skilið Söndru heim.  Svo skiluðum við Catrionu heim og ég fór síðust.  Þannig að ég var komin heim þegar klukkan var orðin fjögur um nóttu.  Skreið upp í rúm og setti sjónvarpið á og fór að horfa á Carry on Doctor og steinsofnaði svo.  Vaknaði ekki fyrr en klukkan var að ganga eitt í dag.  Og ekki alveg frá því að það voru nokkrir timburmenn hjá mér í rúminu þegar ég vaknaði.

En ég er nú svo hörð af mér að ég skellti bara nokkrum verkjatöflum í mig og fór út í búð að versla.  Ætlaði að reyna að hafa upp á einni góðri mynd í HMV en varð ekki kápan úr því klæðinu, skrapp bara í Marks og Spencer til að kaupa kvöldmáltíð og þegar ég var á leiðinni út, rak ég augun í þessa líka sætu peys og svona fínan bol að ég fór að máta og endaði með einn poka í viðbót áður en ég fór heim.

En það er pottþétt að það verður að endurtaka svona æðisleg kvöld aftur, sérstaklega þar sem þetta var svona eins og ærlegur endurfundur okkar Keltisistanna.  Hafði ekki einu sinni séð Jo frá því í apríl í fyrra þannig að þetta var geggjaður dagur og æðislegt kvöld.


Fyrirlestur fyrir fyrirlestur

Fengum að spreyta okkur á fyrirlestra"tekníkinni" hjá okkur í dag.  Catriona, Sandra og ég fengum það verkefni að tala um ... eitthvað, í tíu mínútur á meðan kennarinn okkar Dauvit Broun og Bronagh Ní Chonaill sem er líka kennari fylgdust með.  Þau voru að fara með okkur í gegnum hvað það er sem við þurfum að vara okkur á þegar við höldum fyrirlestur og hvað við gerðum vel.  Þau kölluðu þetta 'Mock paper' og það má segja að við tókum þau á orðinu og gerðum grín að öllu sem okkur datt í hug. 

Catriona kynnti okkur fyrir heimahögum sínum Inverbervy (ég held að það sé skrifað svona) nálægt Aberdeen og hvernig jólin og þá sérstaklega helgileikurinn í kirkjunni gekk.  Hún var nett fyndin í frásögn sinni um jólabarnið (í leikritinu) sem fæddist á réttum tíma.  Hirðinginn með kindina sem var reyndar tusku-dúkku-kind sem var í eigu drengsins sem lét konunginn sem ákvað í miðju leikriti að hann vildi fá kindina sína aftur og þráttaðist við þangað til að hann hafður á loft og farið með inn í herbergi aftur af kirkjunni.  Hún sagði okkur einnig frá organistanum sem var reyndar ekki rétti organistinn því að hann hafði verið handtekinn nokkrum vikum fyrir leikritið.  Greinilega mjög athyglisverður bær þrátt fyrir að vera mjög lítill.

Sandra sagði okkur frá lífinu í Oxford en þar var hún í háskóla í fjögur ár áður en hún gerðist svo djörf að koma til Glasgow.  Eftir að hlutsa á hana segja okkur frá þeim undarlegu siðum og athöfnum sem hún þurfti að ganga í gegnum þessi fjögur ár, er ég bara nokkuð sátt við að vera bara í "litlum" og alls ekki eins flóknum skóla og hún var í.  Hún kynnti okkur líka fyrir Oxford-ísku sem er algjörlega óskiljanlegt og varla hægt að telja til ensku.  Mjög spes.  En eftir þetta langar mig alveg rosalega til að kíkja einhvern daginn til Oxford.  Hún er búin að lofa að vera farastjóri og er ferðinni heitið á bókasafnið þar til að skoða handrit.  Við erum ekki nördar fyrir ekki neitt.

Ég aftur á móti fór með stuttan kafla úr hugsanlegri bók minni um 'The misguided guide to the history of Iceland', þar sem ég talaði um fyrstu kynni Íra og Skota af Víkingum áður en þeir fóru norður í ballarahaf og settust að á Íslandi.  Ég hafði mjög miklar áhyggjur af fyrirlestrinum mínum og hvernig Bronagh (sem er írsk) tæki honum, en ég held að ég hafi ekki þurft að hafa miklar áhyggjur þar sem ég heyrði tísta í henni nokkrum sinnum og það á réttu stöðunum í fyrirlestrinum.

Eftir allt puðið, fengum við svo nokkra punkta frá kennurunum og svo sluppum við út og lá leiðin beint í matsalinn til að metta tómann maga.  Ég hefði nú helst alveg viljað fá eitthvað sterkara, svona til að róa taugarnar en lét það bíða þangað til núna í kvöld.  Ég er alltaf svo fjandi taugaóstyrk með að framburður minn verði svo mun meira áberandi þegar ég er taugaóstyrk og er að lesa upp eitthvað af blaði.  En ég hafði ekkert rosalega mikið að hafa áhyggjur víst, en ég á það til að segja Wyking í staðinn fyrir Viking, enda munu Englendingar vita það manna best að Íslendingar geta ekki sagt Viking rétt í fyrstu atrennu og hefur það verið vinum mínum mikil skemmtun að heyra mig tala um Wykings síðustu ár.

Þannig að nú þarf ég að fara að leggja mig fram við næsta fyrirlestur sem er sá sem leikurinn er gerður fyrir.  Næsta föstudag mun ég halda fyrirlestur um handrit og útgáfur af fornritum Íslendinga.  Rosalega spennandi og skemmtilegt verkefni og þar sem það er einungis 15 mínútur sem ég hef til að tala um það þá er málið frekar að velja og hafna heldur en að grafa upp og leita.  Svo fer einhver tími í að læra fyrir Old English prófið mitt sem er á Þriðjudag.

Allt í gúddí!


Bliadhna mhath úr

Hversu seint er eiginlega of seint til að óska fólki Gleðilegs nýrs árs?  Það er allavegana ekki kominn febrúar þannig að ég ákvað bara að drífa í þessu.  Gleðilegt Nýtt ár öll sömul og takk fyrir gömlu árin. 

Ég er algjörlega búin að hundsa þessa síðu síðan vel fyrir jól og ekkert nent að hafa fyrir því að láta vita af mér hér.  Nú er svo komið að ég er komin aftur til Glasgow og á náttúrulega að vera á kafi í að vinna í fyrirlestrunum sem ég á að halda á næstu dögum, svo ekki sé minnst á prófið í Old English, en einhvern veginn er ég bara að hanga hérna í mestu makindum að ná mér eftir jólatörnina. 

Ég mætli mér mót við stelpurnar uppi í skóla í gær og var þar svo sannarlega fagnaðarfundir með okkur.  Við vorum allar komnar með svakaleg fráhvarfseinkenni yfir að hittast ekki og fá okkar kaffi og köku stund.  Næstu fjóru klukkutímarnir fóru í það að kjafta um hvað hefði drifið á dag okkar heima og um jólin, svo var líka farið í að reyna að starta lærdómsheilanum, því að hann er búinn að vera í fríi í nokkrar vikur.  Vorum mikið að velt því fyrir okkur hvort og hvenær og hvar tímarnir okkar byrjuðu og annað í þeim dúr, og enduðum á að taka ákvarðanir algjörlega út í bláinn, létum þar við sitja og héldum áfram að tala um hvað á daga okkur hefði drifið.

Stóri fyrirlestrar dagurinn er 18. janúar og erum við búnar að panta áfallahjálp og mat hjá Anne um kvöldið.  Ég ætla að taka með mér spil sem ég fékk í jólagjöf og heitir Scottish Quest, veit að þetta er eitthvað sem við getum tekið skemmtilega á, spurningar um allt milli himins og jarðar um Skotland, bæði landafræði sem ég er ömurleg í, sagnfræði sem ég er eitthvað skárri í, nútíðar dæmi sem ég get kannski eitthvað í og svoleiðis fram eftir götunum.  Allavegana voru stelpurnar spenntar fyrir þessu.  Þetta verður bara rosalega gaman.

Ég vona að ég eigi eftir að henda inn einhverjum skemmtilegum, gagnlegum og kannski jafnvel bara fræðandi bloggum hingað inn á árinu sem er að byrja.  Veit ekki hvað ég verð dugleg við það núna á næstunni, en það er aldrei að vita nema ég þurfi að finna ástæðu til að vera ekki að læra.  Þá er nefnilega mjög líklegt að ég kíki inn hérna eða á ensku síðuna mína.

Nýárskveðja

Lafðin

 ps. ég er ekkert að setja saman útekt á árinu 2007, minnið er svo lélegt að ekkert myndi standast á í tímaröð og ég stiklaði svo sem á því stærsta á bloggunum mínum!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband