4.9.2007 | 13:08
Geggjað gaman
Þetta sama fyribæri hefur verið kostur í póstþjónustunni í Bretlandi. Hægt að kaupa svokölluð "Smilers" sem eru ferlega skemmtileg frímerki. Reyndar koma þau sem límmiðar og sem sett af tveimur frímerkjum, en bæði eru þau með merkt bresku póstþjónustunni með tilheyrandi drotningarhaus. Einungis annað frímerkið er með verðgildi en hitt er með mynd af hverju sem þér dettur í hug að setja þarna inn. Mér fannst þetta svo ferlega sniðugt að fyrir jólin fyrir nokkrum árum síðan keypti ég mér nokkur eintök og sendi með á jólakortunum heim.
Það besta var að ég hafði fyrir þann tíma verið að vinna í póstmiðstöð Íslandspósts og þegar bréfin mín fóru þar í gegn voru þó nokkrir sem ráku augun í mig á frímerkjum á bréfum frá Bretlandi. Ekki verra það, híhíhíhí.
Hérna er dæmi hvernig þau koma út í Bretlandi, vonandi verður það ekki verra hérna heima, hvaða möguleika hægt er að leika sér með. Og vonandi ekki svo dýrt því að þetta var alls ekkert dýrt í Bretlandinu og bara til gamans gert. Hrein snilld í sambandi við brúðkaup og annað sem er í gangi, að gera bréf meira persónulegri.
![]() |
Íslandspósti heimilt að gefa út persónuleg frímerki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 16:17
Bollywood II
Jæja, nú er ég búin að gerast svo fræg að fara á Laugaveginn í miðri viku til þess eins að kíkja í eina búð. Fór í Bollywood búðina sem vinkona mín benti mér á og það lá við að ég færi ekkert út aftur. Því miður voru þau með engar Bollywood myndir (og þess vegna finnst mér nafnið á búðinni ekki passa sérlega en það er annað mál) en afgreiðslukonan sagði að ef ég hefði áhuga væri eflaust lítið mál að útvega þær og að vonandi yrðu einhverjar myndir til í framtíðinni hjá þeim. Ég útskýrði það að ég væri svo hrifin af Bollywood myndum að það væri nú eitthvað til að draga mig inn í búð ef búðin færi að bjóða upp á slíkan varning. Ekki það að það vantaði neitt af varningi þarna inni sem mig langaði ekki í, slefaði yfir silkisjölum og rúmteppum og dúkum og húsgögnum þarna en hafið ekki áhyggjur ég þurkaði allt upp áður en ég fór út. Kolféll fyrir silkisjali þarna sem var geðveikt fallegt á litinn en því miður á ég einungis penging fyrir nauðsyjum núna þar sem ég er að spara fyrir næsta ár í skóla. En hver veit nema ég eigi eftir að reka inn nefið ef mér skotnast eitthvað skotsilfur þá veit maður aldrei. Svo voru þarna upprunaleg auglýsingaplakköt frá Indlandi um Bollywood myndir, djö"#$ mig langaði í. Fann reyndar ekki neitt spjald úr myndum sem ég hef verið að horfa á eða þá að ég kannaðist við þær. Hélt að ég hefði kannski rekið augu í plakkat úr myndinni Sholay (sem ég á reyndar eftir að sjá, en dauðlangar til) en hver veit nema ef ég hefði rekið augun í eitthvað þá hefði ég labbað út með það. Þau eru nefnilega svo flott og í staðinn fyrir að vera svona prentuð á glanspappír voru þau á spónaplötum sem gaf þeim svo geggjað flott útlit. Allavegana er þetta búð sem ég á eftir að fylgjast vel með og á eflaust eftir að detta inn um dyrnar þarna þegar mér gefst tækifæri til.
Og til að skilja við ykkur á skemmtilegu nótunum þá fann ég fleiri myndbönd á Youtube. Þetta myndband er úr mynd sem er mér mjög kær. Þótt hún sé glaðleg og ljúf, þá er hún sorgleg líka. Myndin heitur Kal ho na ho sem þýðir Morgundagurinn kemur kannski ekki (eða Tomorrow may not come). Í þessu myndbandi er ein af aðalpersónunum að syngja um einmitt morgundaginn og framtíðina. Þar fyrst kemur fram hvernig framtíð hann óskar eftir fyrir ástina sína og svo hvernig hann hefði óskað að hann ætti eftir að eiga hlut í hennar framtíð og svo sjáum við hvernig hugsanlega það muni ganga eða ekki. Ég veit að ég er svolítið búin að eyðileggja fyrir ykkur myndina með því að segja kannski of mikið en þá veit ég líka að fáir af ykkur eiga kannski eftir að sjá myndina svo "what the hell", þetta er of fallegt til að láta það ekki með í þessari færslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 17:08
Bollywood
Oh, hvað það væri æðislegt ef Bollywood myndir færu að vera auðfáanlegar og/eða aðgengilegar á Íslandi. Ég er nefnilega forfallinn Bollywood aðdáandi og nú vel yfir 35 myndir. Ég kynntist þessum myndum fyrir rúmlega þremur árum síðan og hef ekki snúið aftur og finnst geðveikt gaman af þeim. Gerðist meira að segja svo fræg að fara í bíó að sjá hetjuna mína á stóra tjaldinu í Glasgow. Eins gott að það voru fáir þarna enda var ég farin að dilla mér í takt við tónlistina þegar hún byrjaði á fullu. Það er svo skemmtilegt að ef maður lendir á góðri Bollywood mynd (að mínum smekk) sem er svo barnslega einlæg og skemmtileg að hún getur ekki annað en hríft þig með í dillandi takta tónlistarinnar. Ég fann náttúrulega brot úr einni af mínum uppáhaldsmyndum sem heitir Kabhi Khushi Kabhie Gham ... (Through Smiles, through tears).
Þetta er fjölskyldumynd sem er góður byrjunarreitur fyrir þá sem ekki þekkja mikið til indverkst samfélags, þar sést vel hvernig fjölskyldan byggist upp með einlægri virðingu gegn þeim sem eldri eru og hvað það getur þýtt þegar kynslóðir fara á mis í skilning. Smá spoiler, en myndin byggist á því að eldri bróðurnum sinnast á við föðurinn og fer í burtu, seinna fer yngri bróðirinn að leita að honum og í þessu broti er sá yngri búinn að finna þann eldri, en sá eldri þekkir hann ekki enda er hann búinn að breytast mikið frá því hann var lítill. Lagi heitir Bole Chudiyan sem þýðir lauslega "Talið armbönd", en þarna er stúlkan búin að telja yngri bróðirinn á það að segja bróður sínum hver hann er sem hann gerir en undir rós þannig að hægt er að túlka það á hvern vegu, á sama hátt er hann búinn að mana hana upp í að segja hvernig henni er innanbrjósts gagnvart honum. Og hún svarar í sömu mynt um að armböndin tali máli sínu fyrir sig svo hún sleppur við að segja honum það opinberlega eins og hann gerði.
Lög í Bollywood myndum eru notuð til þess að útskýra og sýna hugarheima persónanna í myndunum. Oft það sem gerist eða kemur fram í lögunum er ekki að gerast í alvöru og það gerist þegar foreldrar bræðranna birtast þarna í endann. Of er einnig skipt um umhverfi í lögunum, þannig að á meðan myndin gerist á Indlandi er ekkert óalgengt að þegar persónurnar byrja að syngja fullum hálsi að við séum allt í einu komin í Egypsku pýramídana eða Frösnku alpana.
Það er náttúrulega nauðsynlegt þegar er byrjað að horfa á Bollywood mynd er að gera sér ekki neinar vonir og væntingar. Ég var svo heppin að hafa hjá mér aðila sem þekktu inn á indverska menningu og gátu útskýrt hlutina fyrir mér svo það er margt sem ég er ennþá að læra og nema í sambandi við Bollywood myndir og menningu. En ekki vera neinkvæð/ur þótt margt skiljist ekki í fyrstu, þetta er annar menningarheimur en þess vegna þeim mun skemmtilegra er að horfa á myndirnar, því það er alltaf gaman að læra og sjá eitthvað nýtt.
Svo, af því að ég hef nú unun af þessari mynd þá langar mig líka að setja inn eitt myndband í viðbót sem gerist í giftingarveislu, þar sem eldri bróðirinn í myndinni er að gera hosur sínar grænar fyrir elskunni sinni.
Í byrjuninni á atriðinu er hún að syngja við lag úr annarri Bollywood mynd og er það mjög vinsælt að koma með atriði þar sem vísað er í einhverjar aðrar þekktar Bollywood mynd.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2007 | 19:37
Nú liggja Danir í því - athugið þetta er röfl
Ég get svarið að í hvert sinn sem ég hef séð frétt frá Danmörku undanfarið, hefur hún snúist um fræðinga á vegum háskóla í Danmörku sem keppast við að finna út ástæður fyrir því að vinna ekki meir, eða yfir höfuð. Núna áðan var ég að sjá frétt um mann við háskólann í Álaborg þar sem hann var að segja að fólk ætti að taka þessu rólega þegar þeir koma aftur til vinnu eftir frí. Það ætti að taka þessu með skömmtum en ekki demba sér strax í vinnu eftir fríið, það væri því verra fyrir aðilann. Má ég þá spyrja, ef það er svona erfitt að koma úr fríi, hver er þá ástæðan fyrir því að fara yfirhöfuð í frí. Ef við göngum út frá því að mannskepnan er 50.000 ára gömul að minnsta kosti og þetta er bara til líkingar en ekki staðreynd þá hefur hún síðustu 49.900 árin ekki tekið mikið af fríum, það bara þekktist lítið sem ekkert og frá hverju áttirðu að vera að taka frí frá. Fólk lifði sínu lífi eins og því var útdeilt og hananú. Er nútmíma lífið eitthvað erfiðara en annað, frí átti að vera til að umbuna og leifa fólki svigrúm til að athafana sig utan vinnu við verk sem þurftu að sitja á hakanum vegna skuldbindingar við vinnuveitanda. Hvað gerðist ef fólk tók sér frí hér á öldum áður, jú það fékk ekkert að borða, því vinna þeirra sérist um að afla matar og hlúa að sér og sínum.
Svo ofan á það er oft erfitt fyrir fólk að fara í frí, því þá þarf það að vara að eyða tímanum með fjölskyldunni sinni. Stundum er það bara ekkert sniðug hugmynd, því það getur verið rosalega strembið á fólk og börn. Allir vanir sínum reglubundna tímaplani fyrir vikuna, pabbi í vinnuna, mamma í vinnuna, barnið í vinnuna (úps það átti að vera leikskóli / skóli) og svo þegar öllu þessu er kippt í burtu, þá ææ, ég þarf að fara að gera hitt og þetta með barninu, konunni, manninum, við þurfum að fara eitthvað og ég þarf að nauða í þessum að gera hitt og þetta. Oft er meira um skapbresti á heimilum í fríium en venjulega. Stundum getur fólk bara ekki verið of lengi með hvert öðru og því eru frí bara til trafala við heimilisfriðinn.
Þannig að mitt ráð til Dana er það að vera bara ekkert að fara í frí, þá reynir það ekki á fjölskylduna við að eyða tíma saman og finna upp á hinu og þessu til að hafa ofan af sér og það reynir ekki á aðilann þegar hann kemur til vinnu aftur af því að hann er búinn að vera svo lengi í fríi.
Ég fer að halda að Danmörk sé bara uppfull af B-vinnufólki sem vill ekki mæta snemma í vinnuna heldur sofa út og helst bara mæta í einn til tvo tíma eftir að það er búið í mánaðarfríi. Byrja lítið og auka svo aðeins tímavinnuna í næstu viku og svo meira og svo meira, þangað til hann er kominn upp í 7 og hálfan tíma, þá getur hann farið heim og fengið sér öl og hygge sig.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 19:33
Stundum get ég verið lítill púki... en ég geri ekkert :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2007 | 19:53
Töpuð tunga?
(Thomas Davis)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 15:11
Berst ég út um víðan völl
Í þeirri merkingu að viðtal við mig hefur borist hingað til Íslands í tölvupósti frá Þýskalandi, frá þýskri fréttakonu sem var að taka viðtal við Odd Helgason ættfræðing með meiru og mig túlkinn hans (en greinilegt að nafnið mitt ber oftar á góma en mig grunaði að stæði til).
Þessi grein er á þýsku og ég verð að viðurkenna það að ég er ekki fyllilega búin að lesa hana, en hún hljómar vel (jafnvel á minni bjöguðu þýsku ). Vonandi finnst ykkur þetta skemmtileg lesning.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 22:56
Hef eitthvað alveg rosalega lítið að segja
En ákvað að láta vita af mér. Það verður að segjast að ég hef það bara nokkuð ágætt eins og er. Fyrir utan smá "riðuveiki" kast á síðasta mánudag þar sem ég endaði hjá heimilislækni. Fyrir þá sem ekki vita þá fékk ég fyrir um ellefu - tólf vikum síðan það sem kallast Benign Positional Vertigo, og engin ástæða vituð af hverju. En þetta þýðir að ég upplifa svimaköst, þar sem það skiptir litlu máli hvort ég eða umhverfið erum bæði still og kjur þá er allt á fleygiferð og ég næ ekki að ná neinum föstum punkti til að einblína á til að kjurra mig. Þetta var verst fyrstu dagana þá mátti ég varla standa upp, leggjast út af eða annað og hvað þá að ferðast með bíl, þá fór ég í þessar litlu "flugferðir" sem gátu staðið í þó nokkrar mínútur og þegar verst lá við í nokkra klukkutíma eða heila daginn. En upp á síðkastið eða síðan ég kom heim frá Glasgow hafa þessar litlu flugferðir látið mig í friði, þangað til á mánudaginn. Svo slæmt að ég fór ekki í vinnuna og þótt ég næði að sofna aftur þá var ég ennþá með svima þegar ég vaknaði, svo að mamma dreif mig upp á heilsugæslu þegar tími losnaði. Ég var nokkuð á því að það væri ekkert hægt að gera og þetta væri bara ennþá í gangi og lítið við því að gera en mamma þrjóskaðist samt við og hafði sínu fram og sendi mig inn til læknisins. Hann leit yfir "riðuveiki-ferilsskránna" mína og fór svo að skoða mig í bak og fyrir. Svo ákvað hann að athuga hvort að þetta væri nú ekki örugglega BPV, þannig að hann tók um hausinn á mér og hreyfði hann í þrjár mjög snöggar hreyfingar og svo átti ég að fókusa, en þetta hafði þau áhrif að mér fannst ég vera farþegi í þvottavél og það lá við að ég kastaði upp á aumingja lækninn. Hann var ekki aldeilis ánægður með hversu svæsin viðbrögðin voru eftir svona langan tíma og ráðlagði mér að hafa samband við háls-nef-og eyrnalækni sem sérhæfir sig í svona svimatilfellum, þannig að nú þarf ég bara að bíða fram í lok ágúst til að komast til hans. Það er vona að hann geti einmitt gert svipað og heimilislæknirinn gerði með snöggum hreyfingum til að framkalla svimann, til að stöðva hann fyrir fullt og allt eða til að sporna við því að ég fái fleiri köst. En þessar snöggu hreyfingar eru meðal þeirra lækninga sem notuð eru við svona stöðusvima eins og það heitir á íslensku.
Það einkennilega er að miðað við að ég hef ekki verið að fá riðuveiki undanfarið þá fékk ég sem sagt þetta á síðasta mánudag og svo annað núna í gær (mánudag), ef ég vissi ekki betur héldi ég að ég væri með mánudagsveiki (nema fyrir þær ástæður að ég hef ekkert verið að drekka yfir helgina). Ég bara vona endilega að ég fari að koma inn til lendingar og hætti þessum flugferðum. Ég er að fara í flug í september og hef eiginlega ekki neina löngun í að fá tvær flugferðir á verði einnar þótt það væri góð tilbreyting á íslenskum viðskiptaháttum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2007 | 19:28
Nördið er mætt
Vá, hvað ég skemmti mér vel í dag. Það var sko "Kátt í Kjósinni" hjá mér líka. Ég eins og algjört nörd og kelta-fræðingur ákvað að skellt mér á fyrirlestur boðaðan á Eyrarkoti í Kjósinni. Fyrirlesari var Þorvaldur Friðriksson fornleifa- og sagnfræðingur og hélt hann um klukkutíma fyrirlestur um keltneska menningu í Hvalfirði. Mikið óskaplega var þetta gaman. Ég sagði líka við mömmu að þarna hefði hún bókstaflega fengi nasasjón af því sem ég hef verið að leggja stund á í námi síðustu fjögur árin. Rosalega gaman. Ég náttúrulega veit mikið um keltana á Írlandi, Wales og Skotlandi en kannski minnst um þá hérna á Íslandi þótt ég hafi nú lagt á mig lestur um það undanfarið. Mamma var svo ánægð með þetta og hún sá náttúrulega að ég ljómaði öll af áhuga. Svo var ég náttúrulega mesta nördið þarna með blokk og penna og skrifaði niður af fullu athugasemdir og glósur eins og ég væri í tíma að læra. Hann var þokkalega góður fyrirlesari og höfðu hlustendur gaman af því sem hann hafði frá að segja. Hann kom svo inn á það að það væri bara eiginlega engin stoð fyrir því að ættfræðiáhugi landans væri frá Norðmönnum kominn, hann væri bara hugsanlega alfarið frá keltunum kominn. Ég gaf mig svo á tal við hann eftir fyrirlesturinn og við vorum að tala saman um fræðina. Honum leist mjög vel á það sem ég var að læra og sagði að það væri einmitt mikil þörf á fólki með þessa menntun í landið. Hann var svo með einn doðrant með sér í farteskinu sem ég fékk að líta á. Þetta var bók sem hann er vonandi að fara að gefa út sem fjallar um írsk örnefni á Íslandi. Ég átti mjög erfitt með að láta bókina af hendi aftur, vildi bara labba með hana út í bíl og sökkva mér í hana. Nefndi það að ég hefði nú áhuga á að eignast eintak af bókinni og vonandi þá áður en ég færi út í haust í áframhaldandi nám hjá einmitt manninum sem kenndi mér um keltnesk örnefni. Ég veit nefnilega að hann hefði rosalegan áhuga á að sjá þessa bók, sérstaklega þar sem hann hefur haft svo mikinn áhuga á því sem ég hef hug á að leggja stund á og það er að breiða út orðið um keltneska menningu og bókmenntir á Íslandi.
Ég sé sæng mína útbreidda núna, ég þarf að fara að flytja út og koma mér fyrir í Skotlandi, leggja stund á fyrst 1 ár í M.Litt og svo 3 ár í doktorsnámi og síðan koma heim og vera einhvers konar menningar(hálf)viti hérna.
! Var að horfa á sjónvarpið, fréttirnar þar og hvað haldiði!! Ykkar einlæg var í sjónvarpinu. Þetta þýðir að ég er búin að vera í sjónvarpinu núna 3 sinnum samtals í 3 mismunandi þáttum síðan 8. júlí. Ég bara má ekki fara út úr húsi lengur þá lendi ég í sjónvarpinu. En það á kannski ekki að koma mér svo á óvart, ég er nú Lafðin, og kannski ekki skrítið að landinn fái ekki nóg af mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2007 | 22:33
Myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)