3.7.2007 | 22:48
Eitthvað til að kætast yfir
Fyrst að síðustu færslur hafa verið svona leiðinlegar, þá ákvað ég að skella einni góðri mynd inn af mér í útskriftardressinu með skjalið góða.
Tekin í "hallargarðinum" í skólanum. Við vorum með þeim síðustu að fara, þess vegna er ekkert fólk í kring, fyrr um daginn þegar við komum úr athöfninni voru rúmlega 1000 manns þarna, bæði gestir, útskriftarnemar, kennarar og starfsfólk. Það var veriðað útskrifa um 340 manns í þessari athöfn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2007 | 22:36
Bíræfið fyrirtæki
Jamm ég er ekki búin að fá nóg að pirrast út í Icelandair. Ofan á allt annað þá er þetta ansí bíræfið fyrirtæki. Fyrr í dag skrifaði ég bloggfærslu um upplýsingarnar sem við höfðum frá Icelandair og lét fylgja með texta sem ég tók af síðum þeirra bæði á .is og .co.uk um "hjálpina" sem þeir buðu uppá. Nú var ég að heyra að þeir eru búnir að breyta textanum. Þeir voru ekki að hafa fyrir því að skrifa nýja frétt með uppfærslu á fyrri upplýsingum heldur, breyttu þeir textanum sem var fyrir. Það kemur undarlega út að gera þetta svona og alls ekki mjög sniðugt heldur eins og sést hérna fyrir neðan. Þetta er tekið af Icelandair.co.uk síðunni og segir ýmislegt:
Icelandair flights to and from Glasgow
01.07.2007 00:15
Glasgow Airport is open and Icelandair flights continue to operate. Some flights may be subject to delays. Please note that Icelandair recommends passengers to check in three hours prior to departure to allow for extra security procedures implemented by airport owner BAA since 30th June 2007.
Icelandair thanks its passengers for their patience and understanding.
Þetta finnst mér mjög undarlegt að sjá, sérstaklega þar sem flugvöllurinn opnaði ekki fyrr en um átta en þarna miðað við tímann á fréttinni átti þetta að hafa komið inn á vefinn nærri átta tímum áður en flugvöllurinn opnar. Ef starfsmenn Icelandair eru skyggnir afhverju voru þeir þá ekki búnir að vara farþega og viðskiptavini sína um þetta löngu áður.
Nokkuð er um sömu sögu á íslensku síðunni:
Flug til Glasgow 1. júlí 2007
30.06.2007 23:47
Í kjölfar atburða sem áttu sér stað í Bretlandi laugardaginn 30. júní 2007, hefur viðbúnaðarástand verið hækkað og öryggisgæsla hert á breskum flugvöllum.
Flug til Glasgow sunnudaginn 1. júlí 2007 fór á tilsettum tíma en lenti á Terminal 2 í stað Terminal 1. Búast má við einhverjum seinkunum á fluginu frá Glasgow til Keflavíkur.
Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast með komu og brottfarartímum á vefsíðu Icelandair og á textavarpi Ríkissjónvarpsins.
Afsakið en mér finnst þetta óafsakanlegt af fyrirtæki að reyna að hylja það að þeir hafi ekki vitað "#$$ hvað var að gerast og breiða yfir það að hafa ekki veitt viðskiptavinum sínum betri upplýsingar en þetta. Ég held að sem viðskiptavinur að fólk sem ferðast með flugfélagi vill vita að það getur stólað á einhvern til að veita upplýsingar sama hversu litlar þær eru.
Ég er einnig á því að ef að samskipti milli fyrirtækja og samstarfsaðila ganga ekki eftir sem best þegar eitthvað svona kemur upp á, þá eiga þeir sem staddir voru á flugvellinum að sinna skyldum sínum fyrir Icelandair að gera ekki neitt fyrr en þeir voru búnir að ná sambandi við Icelandair í London eða Íslandi um hvað skyldi gera fyrir farþegana og hvað þyrfti að gera til að greiða þeim leið heim. Ég veit það að um 30 manns á vegum Icelandair voru skildir eftir í Glasgow og það er eflaust út af því að þeir hafa ekki haft hugmynd um hvert átti að leita eins og við. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð. Flugfélagið mætir bara á staðinn og fer á loft varla klukkutíma seinna án þess að taka tillit til þess að það er öngþveiti fyrir utan og enginn veit neitt, hvorki hvert á að fara eða við hvern á að tala í sambandi við ákveðin flug.
Ég er bara ekki sátt við svona, flugfélög eru ekki bara strætó sem hægt er að hoppa inn og út af. Það tekur þó nokkuð á af hálfu farþegans að standa í því að ferðast með þeim, það minnst væri að þeir sýndu einhverja tillitsemi og háttsemi þegar eitthvað bjátar á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2007 | 10:47
Icelandair : Skandall
Það er með ólíkindum hvað Icelandair stendur sig ekkert gagnvar viðskiptavinum sínum. Vegna aðstæðna á Glasgow International Airport vissum við að allt yrði í öngveitum og veseni á flugvellinum á Sunnudag, daginn eftir voðaverkið. Seinni part laugardags og fram á kvöld vorum við límd við sjónvarpið uppi á hóteli að reyna að fá sem mestar upplýsingar. Við höfðum aðganga að tölvum á hótelinu og bróðir minn var einnig með tölvuna sína meðferðis, þannig að við gátum fengið aðgang fyrir hann líka frá hótelinu. Á laugardaginn prófuðum við síður BAA í Glasgow, Icelandair.is og Icelandair.co.uk. Ekki nóg með það, skoðuðum við ruv.is, visir.is, mbl.is og bbc.co.uk allt til þess að fá sem mestar upplýsingar og til að vita hvað við ættum að gera og við hverju við máttum búast við hjá Icelandair. Það var engar upplýsingar að fá. ALLS ENGAR. Við vöknuðum svo klukkan sjö að staðartíma og kveiktum á fréttunum. Þá var flugvöllurinn ennþá lokaður og enginn vissi hvenær hann yrði opnaður aftur. Um átta komu hins vegar þær fréttir frá BBC 1 að flugvöllurinn væri búinn að opna og við drifum okkur að ganga frá og í morgunmat, á meðan notaði ég tækifærið og fór á netið á hótelinu og fór á síðurnar hjá Icelandair bæði heima og í Bretlandi. Ennþá voru engar fréttir fyrir Íslendinga í Glasgow komnar upp á síðuna, ekkert sem sagði okkur að það yrði flug eða hvert við ættum að fara eða snúa okkur í sambandi við að fá þessar upplýsingar.
Við drifum okkur út á völl í leigubíl og bílstjórinn hafði orð á því að þeir hefðu heldur engar upplýsingar fengið frá sínum félögum í sambandi við ástandið á flugvellinum. Hvort okkur yrði einu sinni hleypt af motorveginum inn á flugvöllinn og hvernig væri með aðkomu bíla þar. En sem betur fer komumst við inn á flugvallarsvæðið, þó það væri nokkuð frá flugvallarbyggingunum. Þegar þar var komið fengum við engar upplýsingar og okkur bara bent á að fara í röðina"! Einmitt, þessi röð" var mílu löng eða meira. Við gengum endalaust og mamma sem gengur við hækjur átti í mesta basli við þetta og var nærri búin að gefast upp nokkrum sinnum á leiðinni. Ég mætti lögregluþjóni á leiðinni og spurði fyrir hvort það væru einhver úrræði fyrir fólk sem ætti erfitt með ganga, hvort það væru hjólastólar eða eitthvað fyrir þau,en hann vissi ekki til um það. Hann ætlaði samt að hafa okkur í huga ef eitthvað slíkt kæmi. Við komumst í röðina að lokum, þegar við vorum næstum búin að ganga aftur í miðbæinn í Glasgow og sem betur fer rétt hjá sjoppu. Þannig að ég fór í biðröð þar að reyna að fá drykkjarföng handa liðinu enda vissum við ekkert hversu lengi við myndum vera þarna. Ég var um hálftíma í biðröðinni og á meðan færðist fjölskyldan upp um nokkra metra. Nokkrum mínútum síðan kemur lögreglumaðurinn sem ég hafði talað við fyrr um morguninn og lét mig vita hvar ég gæti nálgast hjólastól þannig að ég rauk af stað með honum þar til hann vísaði mér veginn að skúr sem hafði nokkra að geyma. Ég er honum rosalega þakklát, því ég er alveg á því að vegna þess að við fundum þennan hjólastól þá komumst við heim. Ég rúllaði stólnum til mömmu sem fékk sæti og svo fórum við að rúlla öllu liðinu af stað. Við vorum sex í ferðinni og með farangur sem passaði við það, mamma á hækjum, pabbi sem á erfitt með gang, Katrín litla frænka mín sem er að verða sex ára, faðir hennar og bróðir minn, kona hans og svo ég. Þannig að þetta var enginn smá hópur. Af einskærri heppni fengum við hringingu frá einum sem var kunnugur þarna og gat hann látið okkur vita að vélin væri líkleg til flugtaks eftir 40 mínútur. Við náttúrlega sáum það að við myndum aldrei ná að hliðinu á 40 mín úr þessari röð, þannig að ég fór af stað að reyna að finna einhvern sem gat gefið okkur upplýsingar. Í heljarinnar kös þar sem verið var að hleypa fólki inn í flugstöðina fann ég mann sem gat sagt mér það að Icelandair væri að hleypa um borð og að við ættum að koma hið snarasta. Þannig að ég hringi í bróðir minn og segi þeim að koma hið snarasta og ég fer á móti þeim líka til að hjálpa þeim með farangurinn og allt. Og okkur er hleypt í gegn, á leiðinni inn í flugstöðina hitti ég konu sem ég spyr um upplýsingar og þá segir hún mér að það sé búið að loka fluginu. Og ég þarna bara babblandi nei,nei, nei, við getum ekki verið að koma of seint og bið hana bara alveg í öngum mínum að hafa samband við þau og láta þau bíða eftir okkur sem hún gerir og lætur þá vita af mömmu í hjólastólnum. Okkur er bent á að fara beint í innritun og við náum þangað og þar segja þau okkur að róa okkur bara að þetta takist allt. Við fengum flugmiðana í hendurnar og þurftum að fara hálfa leiðina til baka til að fara í lyftu upp á aðra hæð og fara þar inn ganga og út í International flights. Þegar við komum þangað og vörum að labba eftir göngunum finnum við þessa megnu bensín- og bruna lykt allt í kring og miðað við hvað ég hef oft farið hér um þá fattaði ég strax að við erum að labba bara yfir staðinn þar sem bíllinn keyrði á innganginn á flugstöðina. Það var búið að mála fyrir gluggana sem betur fer annars hefði maður bara stoppað og starað held ég. En við bara drifum okkur áfram sem mest við máttum, og nú var það bara mamma á hjólum sem við þurftum að hafa áhyggjur af búin að losna við farangurinn inn í tékk. Forum á fúllspítt í gegnum öryggishliðið og út að hlið númer 27C þar sem okkur er smalað í rútu sem ók okkur út í flugvél. Ég hef aldrei hlaupið eins mikið eða hraðað ferð minni eins og þarna og upplifað aldrei eins mikið svitabað og þetta. Að við skildum bara yfir höfuð hafa náð fluginu get ég aldrei verið nógu þakklát guði fyrir. Allir starfsmenn á flugvellinum voru svo hjálpfúsir og almennilegir og meira að segja fólk almennt þarna á flugvellinum, allt af vilja gert að koma manni í gegn og aðstoða. Við sátum svo á tvist og bast um vélina á leiðinni heim en okkur stóð bara nákvæmlega á sama hvar við lentum því við vorum bara svo rosalega ánægð að komast heim. Aftur á móti þegar við komum að hliðinu inn í flugið þá þurfti nú ein af starfsmönnum Icelandair þarna úti að kommenta á það af hverju við hefðum ekki komið fyrr allir aðrir hefðu skilað sér inn. Þeir hafa þá verið heppnari en við því við vorum bara skilin eftir óáreitt í kílómetralangri biðröð með engar upplýsingar eða neina hjálp. Ekki beint athugasemd sem við þurftum að fá flengda framan í okkur eftir allt sem við vorum búin að standa í. Og sérstaklega ekki í ljósi þess að svo kom á daginn að Icelandair hafði samt skilið einhverja 30 farþega eftir í Glasgow. Ég þori að veðja að það hafi verið út af því að engar upplýsingar var að fá hvert og hvenær fólk ætti að fara á einn eða annan stað þarna.
En við vorum guðsfegin að komast heim og svo seinna um daginn þá settist ég fyrir framan tölvuna mína og fór að skoða netsíður og ýmislegt og þar á meðal hjá Icelandair. Hjá Icelandair.is fékk ég þessar upplýsingar:
Flug til Glasgow 1. júlí 2007
30.06.2007 23:47
Í kjölfar atburða sem áttu sér stað í Bretlandi laugardaginn 30. júní 2007, hefur viðbúnaðarástand verið hækkað og öryggisgæsla hert á breskum flugvöllum.
Flug til Glasgow sunnudaginn 1. júlí 2007 fór á tilsettum tíma en lenti á Terminal 2 í stað Terminal 1. Búast má við einhverjum seinkunum á fluginu frá Glasgow til Keflavíkur.
Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast með komu og brottfarartímum á vefsíðu Icelandair og á textavarpi Ríkissjónvarpsins.Það get ég svarið fyrir að þetta var ekki komið upp þegar bróðir minn og ég vorum að vafra á netinu kvöldinu áður og ofan á það eru engar hjálplegar upplýsingar að fá þarna.
Á síðu Icelandair.co.uk fékk ég þessar upplýsingar:
Flights to and from Glasgow on July 1st 2007.
01.07.2007 00:15
Following the events in Britain on June 30th 2007, the security level has been raised to its highest level in Britain. The Icelandair flight from Keflavik to Glasgow on July 1st 2007 went as scheduled but there will possibly be some delays from Glasgow til Keflavik. Passengers that have booked a flight to or from Glasgow today are encouraged to watch for further updates on the Icelandair website.
Sama sagan þarna, þetta var ekki komið upp þegar við vorum að leitast eftir upplýsingum og þær sem eru gefnar eru af frekar skornari skammtinum. Á síðunni var heldur ekki gefið upp neitt símanúmer sem fólk gæti haft samband við í svona tilfelli og þau númer sem við reyndum voru ýmist á tali, við fengum símsvara eða bara alls enga svörun.
Það var ekki að gæta neins óróleika í sambandi við það sem hafði skeð á flugvellinum en óvissan um hvernig við ættum að komast heim, ringulreiðin og skipulagsleysið á flugvellinum var með því móti að við vorum farin að örvænta um að komast heim. Og við vissum ekkert hvert við áttum heldur að snúa okkur í þeim efnum ef svo bæri undir því þær upplýsingar var heldur ekki að fá á síðu Icelandair svo auðfundið væri ef einu sinni til staðar. Verð að játa að ég hef ekki skoðað það. En bara það að þeir gátu ekki gefið þá öryggislínu að geta haft val um að ná í einhvern þegar maður lendur í svona óvissu um flug og annað, mér finnst það fáránlegt. Það eina sem við vissum yfir allan morguninn var það að flugið frá Íslandi væri farið af stað til Glasgow og einungis þess vegna ákváðum við að fara út á flugvöll og láta reyna á það að komast heim. En hvergi fengum við upplýsingar um að við mættum fara í gegn eða að flugið væri að fara eða neitt slíkt. Þeir mega svo sannarlega reyna að bæta samskipti sín við viðskiptavini og farþega þegar svona kemur upp á. Það var svo ekkert skipulag á flugvellinum þarna úti að Icelandair bætti ekki úr.
Ég veit það núna að samskipti við fólk Icelandair heima og úti í Glasgow voru ekki með besta móti og oft á tíðum náði það ekki sambandi en þeir sem voru á vegum Icelandair úti í Glasgow voru bara alls ekki að standa sig gagnvart farþegum Icelandair sem voru staddir þarna í kaosinni á flugvellinum.
Google earth er nokkuð sniðugt fyrirbæri verð ég að segja og hér fyrir neðan er mynd úr þessu forriti þar sem þið getið séð röðina sem við lentum í. Upphafspunkturinn er þar sem við komumst í röðina hún var svo miklu lengri og fleiri á eftir okkur. Rauða línan er sú leið sem við löbbuðum, reyndar má segja að við löbbuðum þessa línu tvisvar sinnum (og ég aðeins oftar) því þegar við komum út á völl var okkur sagt að fara aftast í hana og svo þurftum við að labba til baka. Ég fór að minnsta kosti tvær aðrar ferðir fram og til baka eftir þessari röð, bæði með hjólastólinn og svo með fréttirnar að við mættum fara inn. Svo leiðin frá því að tékka okkur inn og út í flugvél er hálfur kílómeter í viðbót og er hún sýnd með blárri línu. Enda eftir þessa ferð var ég komin vel frammúr því að taka verkjalyf, ég fann svo mikið til alls staðar að líkaminn vissi ekkert hvað hann átti að biðja um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2007 | 19:20
Strondud i Glasgow i bili
Va thad er aldeilis thegar madur fer i ferdalog i dag. Bara fost i Glasgow og veit ekkert hvert aframhaldid er. Thad eru engar upplysingar komnar upp fyrir okkur sem eiga flug a morgun. Thad er bara buid ad lata okkur vita ad flugvollurinn er lokadur og engin flug naestu 24 timana. Vid eigum lika ad hafa samband vid flugfelogin okkar en thau bjoda ekki upp neinar frettir a sidunum sinum, ne heldur eru their opnir um helgar. Hjalplegt. En thad undarlega vid thetta allt saman er ad eg er bara sallaroleg yfir thessu ollu saman, thad er helst mamma sem er eitthvad stress en ekki furda, thvi mamma og pabbi eiga ekki svo audvelt ad ferdast og ef thad reynist eitthvad flokid ad komast heim gaeti thad reynts theim erfitt. Thannig ad theirra vegna vona eg ad allt blessist.
Annars er buid ad vera geggjad og svaka fjor og frettir og myndir ur utskriftinni seinna meir thegar eg kemst i almennilega tolvu.
![]() |
Hryðjuverk" á flugvellinum í Glasgow |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2007 | 16:58
Chan eil feum air feallsanachd far an dean thu chùis le do phrosbaig.
,, you dont need philosophy / where you can make do with binoculars."
Ég var að fá bréf!!! Ekki svo merkilegt kannski en innialdið voru geggjað spennandi fréttir fyrir svona gelísku nörd eins og mig. Þetta var boð í smá teiti fyrir útskrift í deildinni minn fyrir mig og fjölskyldu mína. Svo fyrir neðan kom þessi litla klausa;
,,You may also wis to know that the Gaelic poet Ruaraidh MacThómais will be receiving an Honorary Doctorate at your graduation ceremony, so the event promises to be particularly special."
Úúúúú, ég fæ að hitta (eða allavegana að sjá) sjálf ljóðskáldið sem ég er að hampa hérna á síðunni. Hann er rosalega gott ljóðskáld er rosalega hrifin af verkum hans. Hann kenndi meira að segja einu sinni við Háskólann í Glasgow við Keltnesku deildina (þá sem ég er að stunda nám við) frá 1963 - 1991. Mér finnst þetta geggjað. Þetta er eins og fyrir Star Wars aðdáendur að hitta George Lucas eða Darth Vader, eða fyrir kaþólikka að hitta Páfan. Jeminn hvað ég er mikill nörd.
Bara til að hræða ykkur ekkert rosalega þá er línan hérna fyrir ofan úr ljóði eftir Ruaraidh MacThómais (Dereck Thomson) Sumar á Lewis (Ljóðhúsum);
Leodhas as t-Samhradh
An iarmailt cho soilleir tana
mar gum biodh am brat-sgàile air a reubadh
s an Cruthadhear na shuidhe am fianuis a shluaigh
aig abhuntat s a sgadan,
gun duine ris an dean E altachadh.
S iongantach gu bheil iarmailt air an t-saoghal
tha cur cho beag a bhacadh air daoine
sealltainn a-steach dhan an t-sìorruidheachd;
chan eil feum air feallsanachd
far an dean thu chùis le do phrosbaig.
Lewis in Summer
The atmosphere clear and transparent
as though the veil had been rent
and the Creator were sitting in full view of His people
eating potatoes and herring,
with no man to whom He can say grace.
Probably theres no other sky in the world
that makes it so easy for people
to look in on eternity;
you dont need philosophy
where you can make do with binoculars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2007 | 17:14
Gelíska í dag
Í dag standa bæði Írland og Wales framalega í því að reyna að endurvekja tungumál þeirra og auka menntun í tungumálum þeirra. Skotland stendur þar langt að baki og hefur ekki tekist eins vel til endurvakningar á áhuga á gelísku þar eins og hjá nágrönnum þeirra og frændum.
Írska er opinbert tungumál Írland og síðan 1. Janúar 2007 er írska einnig orðin að opinberu tungumáli hjá Evrópusambandinu. Til gagns má bæta við að írskan er eina opinbera tungumálið í Evrópusambandinu þar sem enskan (eða annað tungumál) er yfirsterkara.
Þegar talað er um ,Irish speakers er átt við þá sem tala og skilja írsku, en án þess þó endilega að nota hana dags daglega í samskiptum sínum. Árið 2002 í Apríl voru 1.570.894 talendur írsku á móti 2.180.101 sem tala ekki írsku.
The Irish Language Today - Facts and Figures
Figure: Percentage of Irish speakers in Ireland.
Copyright IrishGaelicTranslator.com 2007. Based on source data by the CSO.
Á þessari töflu sést að það hefur orðið aukning á ári til árs á þeim sem tala írsku, hvort sem það er sem fyrsta mál eða annað. Einnig bendi ég á síðu Wikipedia um írsku sem góða lesningu um tungumálið og hverjir tala það í dag.
Í Skotlandi, snúa málin öðruvísi. Ástæðurnar fyrir því að þessi tungumál hafa átt erfitt uppdráttar eru bæði margar og flóknar og ekki auðvelt að rekja í einni bloggfærslu, heldur verður það efni í fleiri. En hægt er að segja það að þar að baki er bæði pólitik og sálfræði í gangi sem á sér mörg hundruð ára sögu og er hún mismunandi eftir því hvaða land við á að sinni. En eflaust er hægt að segja með sanni að verst úti hafa Skotar orðið varðandi viðhald á tungumáli sínu og mun ég vonandi skrifa færslu um það von bráðar.
Census 2001 Scotland: Gaelic speakers by council area
|
Í þessari töflu sést að frekar en að þeir sem tala gelísku í Skotlandi fari fjölgandi, fer þeim fækkandi.
Skotland er þó að reyna að bregðast við, þá sérstaklega með kennslu á gelísku í leikskólum og barnaskólum. Þá er hægt að velja um skóla sem kenna eingöngu á gelísku eða kenna á gelísku meðfram ensku.
Flestir sem ég hef kynnst í gegnum námið í Skotlandi hafa haft orð á því að þeim finnst mjög merkilegt að ég eigi mér annað tungumál heldur en bara enskuna. Þær sem hafa fylgt mér í gegnum tvö ár í Gelísku, tvö ár í forn írsku og svo ár í forn welsku, eru sammála því að það er nauðsynlegt að kunna fleiri mál en bara móðurmálið. Einnig finnst þeim slæmt að hafa misst af þeim möguleika að geta lært gelísku strax á barnaskólaaldri eins og börn fá tækifæri í dag. Vinkona mín er einmitt ákveðin í því að þegar og ef hún eignast nokkurn tíman börn muni þau fá tækifæri á að kynnast tungumáli lands síns. Svo er einmitt alltaf sniðugt að geta brugðið sér til útlanda og kjaftað sín á milli án þess endilega að sá sem næst þér og þínum standi skilji hvað þú ert að tala um.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 20:03
Gelísk ljóð
Ég er loksins búin að setja inn lagalista á síðuna, en hún er með svolítið örðu sniði en margir aðrir lagalistar. Hérna setti ég inn 2 ljóð á gelísku með enskri útgáfu líka, svo hægt er að fá að heyra bæði gelísku og svo hvað í ósköpunum ljóðin fjalla um. Þessi ljóð eru rosalega falleg að mínu mati og með mínum uppáhalds. Fyrra ljóðið Cisteachan-laige (eða Líkkistur) og fjalla um dreng sem sér afa sinn vinna við trésmíðar, en seinna í ljóðinu breytist myndin aðeins. Þetta ljóð fallar á einstaklega fallegan hátt um hvernig ljóðskáldið Ruaraidh MacThómais (Derrick Thomson) upplifir það að tungumálið hans gelíska er að fjara út. An Tobar (eða Brunnurinn) fjallar um hvernig litlu staðirnir úti á landi oft á tíðum sýna fram á hvernig tíminn týnir því sem áður var. Rosalega fallegt og gæsahúðin hríslast um mig í hvert sinn sem ég hlusta á þessi ljóð.
Ég vona að hver sá sem er svo hugrakkur að hlusta á ljóðin á frummálinu út í gegn og svo á ensku kunni að meta þau líka. Þau gefa líka góða innsýn í það af hverju ég brjálaðist út í þetta nám. Tungumál eru svo rosalega dýrmæt en brothætt samt sem áður og það er algjörlega þess virði að leggja það á sig að læra önnur tungumál sem heyrast sjaldan. Ég eiginlega bara vona það að fleiri Íslendingar fari að leggja leið sína til Skotland, Írlands eða Wales í nám í þessum tungumálum. Því eins og okkur þykir vænt um íslenskuna, þá megum við gjarnan hjálpa öðrum þjóðum við að halda í tungu sína. Það væri synd að slík menning muni týnast, bara af því að það er ekki í tísku að tala ákveðið tungumál.
Menning og listir | Breytt 16.6.2007 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2007 | 20:30
Góðar fréttir
Ég er loksin búin að fá að vita einkunnir mínar og er ég bara nokkuð sátt og þokkalega stolt af mér fyrir árangurinn. En þetta hefur tekið á þolinmóðina því nú er tæplega einn og hálfur mánuður síðan ég lauk prófunum. En ég stóð mig vel og má vera stolt af því. Nú eru einungis um tvær vikur þangað til ég fer út til að vera við útskriftina mína. Foreldrar mínir, bróðir, mágkona og litla frænka ætla að koma með og þetta verður heljarinnar ferð. Við ætlum bara að stoppa í nokkra daga og reyna að njóta tímas sem við höfum þarna úti til að versla eitthvað í leiðinni. Enda förum við ekki til Glasgow og förum ekki í búðir, það þekkist ekki í þessari fjölskyldu.

Mamma var svo að kalla mig fram, og ég þaut náttúrulega af stað, hélt að það væri verið að biðja mig um að redda einhverju þannig að eiginleg ástæða koma mér svakalega mikið á óvart. En það var ánæguleg ástæða fyrir því að hún kallaði á mig. Ég var að fá útskriftargjöfina mína. Ég fékk bara algjört shjokk. Ég fékk í hendurnar heilt málverk. Þetta er málverk en er málað eftir eldri fyrirmynd og er alveg æði. Þetta er mynd af skólanum mínum, The University of Glasgow og er rosalega falleg mynd. Ég fékk líka smá bækling með myndinni, svona Certificate of Authenticity þar sem fram kemur hver málar og annað sem tengist myndinni og málaranum. Svo eru einnig myndir af öðrum málverkum og líka ljósmyndir og voru þær allar tengdar West End í Glasgow á einn eða annan hátt. Það var rosalega merkilegt að sjá þarna myndir af stöðum sem ég hef verið daglega að ferðast um og hvernig þeir litu út fyrir 50 - 80 árum. Bara hreint út sagt æðisleg gjöf. Get ekki beðið eftir að fá svo prófskírteinið enda á það að fara í ramma líka og svo fer bæði myndin og plaggið upp á vegg. Ég er sko ekkert feimin við að flagga því sem vel til tókst.
8.6.2007 | 17:38
Bókmenntir fyrir alla
Ekki get ég að því gert að fólk kunni ekki að lesa eða gefist upp á bloggskriftum mínum. Bókmenntir eru fyrir alla. Aftur á móti er mögulegt að þetta er ekki ein sú auðveldasta saga til lesningar ef verið er að leita að dýpri merkingum. Ekki ætlaðist ég nú til þess að setja fólk í sálarþröng við lesturinn. Einungis til skemmtunar ef hún fyndist og einnig til fróðleiks fyrir landann. Það eru ekki ýkja margar sögurnar sem við höfum frá miðöldum Írlands og er það skömm hvað við þekkjum lítið til nágranna okkar í Skotlandi, Írlandi og Wales.
Sagan um Liadan og Cuirithir er með þeim stystu sem ég þekki og fannst tilvalið að byrja á henni. Hún er ekki þýdd af mér á sem þýðastan hátt enda er ekki ætlunin til þess. Heldur að fylgja upprunalegum texta sögunnar sem best málfarslega séð. Þegar laggst er í þýðingar á svona sögu þarf að hafa í huga að um er að ræða þýðingu úr tungumáli sem ekki er lengur talað og þess vegna eru ýmis orð sem bæði geta verið óræðin í merkingu og óútskýrð. Þess vegna er að mörgu leyti erfitt að lesa sum ljóðanna. Ef ég gæfi mér tíma í að útskýra söguna og kafaði dýpra í merkingu sögunnar og orðanna á bak við, þá hafa lesendur þessarar bloggsíðu virkilega undan einhverju að kvarta enda væri það ritgerð upp á nokkrar blaðsíður. En ég get líka lofað að það mun einhvern tíman birtast á prenti eftir mig þar sem ég er þegar byrjuð að vinna í þýðingum á fleiri sögum.
Þessi saga er að mínu mati mjög falleg og einlæg. Það eru kaflar í henni sem ekki eru aðskildir, hvort sem maður er lærður í efninu eða ekki. Í textanum er að finna fullt af vísun í lagatexta og hver staða bæði Liadan og Cuirithir er í samfélaginu á þeim tíma sem saga gerist skiptir máli fyrir söguþráðinn. Það er kannski ekki auðvelt að lesa sögu og skilja lítið hvað er í gangi en það gerir ekkert til að reyna og læra kannski eitthvað í leiðinni og hugsanlega að vekja upp áhuga á að læra meira og skilja meira.
Endilega kíkið á textann og ekki hafa áhyggjur af að hann sér torskilinn, það er víst. En það ætti samt ekki að vera erfitt að lesa sig í gegnum hana og skilja einlægnina og gamansemina í sögunni.
6.6.2007 | 19:02
Liadan og Cuirithir; írsk ástarsaga frá 9.öld
Ég snaraði þessari sögu á íslensku frá ensku í gærkvöldi og kláraði hana í dag. Ég er bara nokkuð stolt af mér, þrátt fyrir að þetta er stutt saga. Ég þýddi hana frá ensku, því það tekur styttri tíma fyrir mig en ef ég hefði ráðist á frummálið. Sem betur fer veit ég að sá sem þýddi þessa sögu, Kuno Meyer, fór nokkuð vel eftir upprunalegu handriti þegar hann vann við þýðinguna (árið 1902) og get því verið nokkuð viss um að fylgja sögunni réttilega eftir. Aftur á móti veit ég að þessi þýðing væri mun betri ef ég hefði hellt mér í frummálið strax. En það verður að bíða betri tíma. Þetta er önnur útgáfa af sögunni en ég þekki, t.d. þetta er yngri útgáfa, en er þó álíka. Þetta virðist vera mjög langt en vegna þess að það eru ljóð út um allt í sögunni þá er þetta frekar fljót lesning.
Liadan frá Corco Dubne, skáldkona, fór í heimsókn til Connaught. Þar var Cuirithir sonur Doborchú (otur), frá Connaught. Hann var sjálfur skáld og útbjó hann veislu handa henni.
Af hverju ættum við ekki að gefast hvort öðru, Liadan? sagði Cuirithir. Sonur okkar yrði frægur.
Við skulum ekki gera það, sagði hún, það myndi eyðileggja heimsókn mína hingað. Ef þú kemur til mín, þegar ég er heima, þá skal ég fara með þér.
Þannig varð það. Hann fór suður, og einungis einn þjónn á eftir honum með skálda-skikkjununa í poka á baki hans, á meðan var Cuirithir sjálfur klæddur tötrum. Og að auki voru spjótsoddar í pokanum. Hann hélt áfram þangað til hann kom að brunni nálægt hirð Liadan. Þar sveipaði hann fagur rauðri skikkjunni um sig, og voru oddarnir settir á spjótin og hann brá þeim fyrir sig.
Þá sá hann Mac Da Cherda nálgast, fíflið, sonur Maelochtraig, sonur Dinertach frá Dessi í Munster. Hann fór þurrfóta jafnt sem yfir sjó og lönd. Hann var höfuð skáld og fífl alls Írlands. Hann fór til Cuiritihir. Gaman að hittast hérna, sagði Mac Da Cherda.
Það er það, sagði Cuirithir.
Er þetta hirðin þín?
Ekki mín, sagði Cuirithir; hvaðan ertu sjálfur?
Ég er vesalings fíflið frá Dessi, Mac Da Cherda er nafn mitt.
Við höfum heyrt af þér, sagði Cuirithir. Er þú á leið til hirðarinnar?
Það er ég, sagði hann.
Gerðu mér greiða, sagði Cuiritir. Hávaxna konan sem þar er, segðu henni með viti þínu, að koma hingað að þessum brunni.
Hvað heitir hún?
Liadan.
Hvert er þitt?
,Cuirither Doborchú (Oturssonur).
Allt í lagi, mælti hann.
Hann fór inn í húsið. Hún var þar fyrir í svefnherbergi sínu ásamt fjórum öðrum konum. Hann settist en enginn tók eftir honum. Það var þá sem hann sagði:
1)
Höfðingjasetrið
Sem máttarstólparnir styðja -
Ef einhver hefur mælt sér mót,
Boðið stendur til sólseturs.
2)
Tímanlega ættuð þér að mæta,
Ó, brunnur sem ert fyrir utan húsið,
Umhverfis er lævirkinn
Fagur, hikandi (?), hefjandi flug.
3)
Myrkur fellur á augu mín,
Ég gef ekkert merki (enga vísbendingu)
Þess vegna kalla ég Liadan (Gráa lafðin / konan)
Allar konur sem ég þekki ekki.
4)
Ó, fótfráa kona
Líka þinn til mikillar frægðar hef ég ekki fundið:
Undir hulu nunnu mun ekki þekkjast
Kona vitrari.
5)
Sonur dýrsins
Sem dvelur á kvöldum í laugum
Bíður þín,
Ljós-gráir fætur með hvössum oddum styðja hann.
Eftir þetta fer hún með Cuirithir, og gengust undir andlega leiðsögn Cummine hins hávaxna, son Fiachna. Gott, sagði Cummine. Það eru margir bitarnir mínir sem í boði eru. Máttur sálufélaga er ykkar. Hvort sem það er fyrir ykkur að horfa, eða tala saman?
Samtal fyrir okkur! sagði Cuirithir. Það mun leiða af sér betri hluti. Við erum búin að horfa á hvort annað.
Þannig að í hvert sinn sem hann fór hjá legsteinum dýrlinganna, þá var klefa hennar lokað. Á sama hátt var klefa hans lokað þegar hún fór um. Það var þá sem hún sagði:
[Liadan]
1)
Cuirithir, einu sinni skáld,
Ég elskaði; ávinningur þess hefur ekki borist mér:
Kæri herra tveggja grárra fóta
Það mun vera því miður að vera án þeirra félagsskapar að eilífu.
2)
Syðri hellusteinninn við bænahúsið
Þar á sem hann áður var skáld,
Þangað fer ég á hverjum degi,
Að kvöldi, eftir að bænin sigrar.
3)
Hann skal ekki fá kú
Né kvígu né kálf,
Aldrei skal maki vera
Á hægri hönd þess sem einu sinni var skáld.
[Cuirithir segir:]
4)
Ástkær er röddin sem ég heyri
Ég þori ekki að fagna henni!
Þetta eina segi ég:
Ástkær er þessi kæra rödd!
Mælir konan þá:
5)
Röddin sem berst mér gegnum vegginn úr tágafléttum
Það er rétt af henni að álasa mér:
Það sem röddin gerir mér, er
Hún leyfir mér ekki að sofa.
[Hún ráðfærir sig við Cummine og er sök af sjálfri sér].
6)
Þú maður, illt er það sem þú gjörir
Að nefna mig við Cuirithir:
Hann frá brún Lough Seng,
Ég frá Kil-Corchinn.
Sofið saman í nótt! sagði Cummine, og látið prest lærling sofa á milli ykkar svo að þið fremjið engin heimskupör. Það var þá sem Cuirithir sagði:
1)
Ef það er ein nótt eins og þú segir
Sem ég á að sofa hjá Liadan
Leikmaður sem mun sofa þá nótt
Myndi gera mikið úr því ef hann hefði ekki gleypt við því.
Það var þá sem Liadan sagði:
1)
Ef það er ein nótt eins og þú segir
Sem ég á að sofa hjá Cuirithir
Þó að við gæfum því ár
Þá munu vera samræður á milli okkar.
Þau sofa saman þá nótt. Um morguninn var ungi drengurinn færður til Cummine til að athuga ástand sálar hans og samvisku.
Þú mátt ekki leyna neinu, sagði Cummine; Ég mun annars drepa þig.
Honum stendur á saman þótt hann deyi: - Ég mun drepa þig ef þú kjaftar.
Eftir þetta er Cuirithir sendur til annarrar kirkju. Það var þá sem hann sagði:
1)
Undanfarið
Síðan ég varð viðskilja við Liadan
Langur sem mánuður er einn dagur
Langt sem ár er einn mánuður.
Liadan mælir:
2)
Ef Cuirithir er í dag
Farinn til fræðimannanna,
Vei því viti sem hann mun deila
Með hverjum þeim sem ekkert veit!
Cummine mælir:
3)
Það sem þú mælir er ekki gott
Liadan, eiginkona Cuirithir
Cuirithir var hér, hann var ekki vitlaus
Frekar en hann var áður en hann kom.
[Liadan vísar á bug orðinu eiginkona.]
4)
Þann föstudagur
Það voru engar búðir í beitarlandi af hunangi,
Á reyfi míns hvíta fleti
Milli armanna á Cuirithir.
Hann fór samt sem áður í pílagrímsför þangað til hann kom til Kil-Letrech í landi Dessi. Hún leitaði hann uppi og sagði:
1)
Dapurt
Það kjarakaup sem ég hef gert!
Hjarta þess sem ég elskaði ég kramdi
2)
Það var brjálæði
Að vilja ekki nautn hans
Væri það ekki af ótta við Konung himnanna.
3)
Til hans, vegurinn, sem hann óskaði
Var mikill ávinningur
Að fara framhjá pínu helvítis inn í Paradís.
4)
Þetta var lítilræði
Sem kramdi hjarta Cuirithir að mér:
Blíða mín til hans var mikil.
5)
Ég er Liadan
Sem elskaði Cuirithir
Það er satt sem þeir segja.
6)
Í stuttan tíma ég var
Cuirithir til samlætis
Innilegt samband mitt við hann.
7)
Tónlist skógarins
Söng til mín þegar ég var með Cuirithir
Saman með rödd rauða hafsins.
8)
Æskilegt væri
Að hvað sem ég gæti gert
Myndi ekki kremja hjarta Cuirithir að mér!
9)
Leynið því ekki!
Hann var ást hjarta míns,
Ef ég elskaði annan hvern.
10)
Öskrandi logi
Leysti upp þetta hjarta mitt
Hvað sem því líður, áreiðanlega mun það hætta að slá.
En hvað hún hafði kramið hjarta hans í flýti sínu að gerast nunna. Þegar hann heyrði að hún var að koma að vestan, þá fór hann um borð í bát út á sjó, og fór til framandi landa og pílagrímsför, svo að hún sá hann aldrei framar. Hann er farinn núna! sagði hún.
Hún dvaldi á hellusteininum sem hann var vanur að biðja á, þangað til hún lést. Sál hennar fór til himna. Og hellusteinninn var lagður yfir andlit hennar.
Svona fór um stefnumót Liadan og Cuirithir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)