Tekur enginn annar eftir þessu

Hvernig í ósköpunum á ég að skilja að Díana prinsessa komi þessari grein nokkuð við.  Eru fréttamenn á mbl.is orðnir það gegnsýrðir af vestrænu slúðri að það gerir sér ekki lengur grein fyrir því að það eru til fleiri prinsessur í heiminum en Díana?  Það er ekki einu sinni skiljanlegt að þeir ruglist á nöfnunum, því þetta eru svo ólík nöfn.

Undanfarið ár hef ég verið að taka eftir auknum stafsetningavillum á síðum mbl.is og ekki síður í Morgunblaðinu sjálfu, en þetta slær öllu við.  Eru fréttamenn algjörlega hættir að lesa yfir það sem þeir skrifa?  Eru engir ritstjórar lengur við störf hjá fjölmiðlum?  Ekki ætla ég að þykjast vera manna best í íslensku, en mér finnst það vera fyrir neðan virðingu fjölmiðils að láta svona hluti frá sér fara og birta opinberlega, án þess að lesa greinar yfir til að koma í veg fyrir slík mistök.

Það er eitt, fyrir þá sem það skiptir máli, að berjast gegn slanguryrðum og enskuslettum í íslensku máli.  En þá finnst mér einnig það skipta máli að kenna fólki að nota íslenskuna rétt og koma henni vel frá sér.  Einmitt þá, þegar fólk veit hvað það er að nota og hvernig, þá er því fært að nota íslenskuna ásamt öðrum tungumálum til að skreyta mál sitt með snilld og hæfni og þá er ekkert hægt að gagnrýna það.  Það sýnir fyrst og fremst virðingu fyrir tungumáli sínu sem og annarra.


mbl.is Japanir ósáttir við austurlenska útgáfu af sögu Díönu prinsessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjamenn alltaf svo vel upplýstir!

Þetta er snilldarlega vel orðað af Bandaríkjamönnum.  Einungis þeir gætu kallar loftlagsbreytingarnar "mjög líklega" til komnar af mannavöldum.  Þetta er eins og ef Vatíkanið væri í dag að koma fram með þá tilgátu að jörðin "er líklega" kringlótt en ekki flöt!

Af hverju er Bandaríkin ennþá talin sem stórþjóð þegar hún hagar sér eins og miðaldarþjóðfélag sem er ekki meira þróaðra en það að þjóðin stendur ennþá í trúarstríðum sem Evrópa sagði skilið við fyrir nærri sjöhundruð árum síðan (e.g. krossfarirnar)?  Af hverju eru Bandaríkin talin sem stórþjóð þegar enginn nennir að hlusta á þá lengur?  Það sem þeir eru að koma með að alþjóða samningaborðum sýnir að þeir eru mörgum áratugum á eftir í alþjóðamálum.  Af hverju eru Bandaríkin talin sem stórþjóð þegar flest öll lönd og íbúar þeirra eru búin að missa alla virðingu fyrir Bandaríkjunum bæði sem þjóð og sem fólki miðað við framkomu þeirra á heimsvísu.

 


mbl.is Bandaríkjamenn fagna skýrslu um loftslagbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hmmmm

Einhvern veginn fannst mér sniðugt að fá mér nýtt blogg.  Svona almennilegt Elínar-blogg á íslensku.  Hef alltaf verið að skrifa á ensku.  En ég er algjörlega andlaus núna.  Hef ekki orku í að röfla um eitt eða neitt.  Það er kannski allt í lagi að síðan byrji svona brösótt.

Hef samt frá ýmsu að segja svo sem.  T.d. ég skilaði dissertation (fræði-) ritgerðinni minni í dag.  Skilafresturinn er til 1.feb en ég sá fram á að ég myndi ekki gera neitt meira með ritgerðina þannig að ég skilaði henni bara.  Lét binda hana inn og alles.  Þarf víst að vera fín og flott.  Skrifstofustýran varð bara heldur betur hlessa þegar ég skilaði ritgerðinni inn svona snemma.  Það er víst ekki alvanalegt.

Umm, látum þetta nægja í bili.  Ég á eflaust eftir að venjast þessu umhverfi smátt og smátt.

 


Enn ein bloggsíðan

Eins og ég sé ekki með nóg af bloggum í gangi.  Reyndar má segja að ég sé bara með eitt í gangi. En ég er víst skráð með þrjú önnur.  En ég ákvað að prófa svona blogg þar sem maður getur röflað út í eitt, um hluti sem skipta engu máli.  Hluti sem pirra mann, eins og fáránlegar fyrirsagnir og annað lítilræði.  Svo hlutir sem skipta máli fara á hitt bloggið.  En þetta virðist vera fjörugt samfélag hérna á blog.is þannig að ég hlakka til að vera með.  En bara fyrir alla muni ekki halda að það muni neitt spennandi gerast hérna.

Ég setti upp síðuna í gær en ég er ennþá að snurfusa hana til áður en ég verð ánægð, þannig að það verður eitthvað þangað til hún kemst í gagnið fyrir alvöru.  Sjáum til hvernig gengur.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband