2.2.2007 | 09:53
Bandaríkjamenn alltaf svo vel upplýstir!
Þetta er snilldarlega vel orðað af Bandaríkjamönnum. Einungis þeir gætu kallar loftlagsbreytingarnar "mjög líklega" til komnar af mannavöldum. Þetta er eins og ef Vatíkanið væri í dag að koma fram með þá tilgátu að jörðin "er líklega" kringlótt en ekki flöt!
Af hverju er Bandaríkin ennþá talin sem stórþjóð þegar hún hagar sér eins og miðaldarþjóðfélag sem er ekki meira þróaðra en það að þjóðin stendur ennþá í trúarstríðum sem Evrópa sagði skilið við fyrir nærri sjöhundruð árum síðan (e.g. krossfarirnar)? Af hverju eru Bandaríkin talin sem stórþjóð þegar enginn nennir að hlusta á þá lengur? Það sem þeir eru að koma með að alþjóða samningaborðum sýnir að þeir eru mörgum áratugum á eftir í alþjóðamálum. Af hverju eru Bandaríkin talin sem stórþjóð þegar flest öll lönd og íbúar þeirra eru búin að missa alla virðingu fyrir Bandaríkjunum bæði sem þjóð og sem fólki miðað við framkomu þeirra á heimsvísu.
Bandaríkjamenn fagna skýrslu um loftslagbreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefurðu kynnt þér skýrsluna um loftlagbreytingar? Þeir segja að loftlagsbreytingar eru mjög líklega af mannavöldum því það er niðurstaða skýrslunnar.
Hvað varðar hitt bullið hjá þér þá er ofureinföldun á alþjóðarsamskiptum og 300+ milljóna samfélagi aldrei gáfulegt.
Gísli (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 15:06
Það er virkileg snilld að sjá hvernig fólk bregst hérna við hæðni. Það er líka gaman að sjá að almenn kurteisi virðist vera á undanhaldi í íslensku "blogg" samfélagi. Eins gott að halda sig hæga ef ég á von á að vera skotin svona niður yfir smánarlega orðaðri frétt.
Ég hef kynnt mér skýrsluna og veit meðal annars að fleiri en bara Bandraíkjamenn komu að þessari skýrslu og var ég á engan hátt að smána hana. Einungis orðalagið, hefði skilist ef viðkomandi sem skrifaði ofangreinda athugasemd skildi íslensku fyllilega. Þetta snýst ekki einu sinni um að lesa á milli lína.
Bullið sem byrtist fyrir neðan var einungis smá útblástur af svekkelsi yfir hvað Bandaríkjamenn þykjast vera sniðugir þegar þeir benda á hluti sem allt of margir hafa verið að benda þeim á á síðustu áraTUGUM. Það viriðist bara ekki komast í tísku fyrr en Bandaríkin viðurkenna þetta! Hvaða vitleysa er það?
Lady Elín, 2.2.2007 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.