7.4.2007 | 21:56
Alba gu bráth!
Ég er búin að búa í Skotland í tæp fjögur ár og hef verið að leggja stund á nám í Keltneskum fræðum, þá sérstaklega menningu og tungumálum. Reyndar er áhugasvið mitt bundið við tímabilið frá 700 1200 en það hefur ekki komið í veg fyrir að ég hafi sankað að mér þekkingu og skilning úr öðrum fögum þessu tengdu og öðrum tímabilum mennaringarsögu Skotlands. Allur þessi lærdómur hefur veitt mér sérstaka innsýn í skoska menningarsögu í gegnum tíðina.
Nú standa yfir kosningar í Stóra Bretlandi og það kemur náttúrulega Skotlandi einnig við. 3. Maí munu þeir ganga til kosninga um framtíð Stóra Bretlands sem og Skotlands. Undanfarið hef ég verið að sjá auglýsingar frá framboðsflokkunum og áróður þeirra á móti öðrum flokkum í landinu er mikill.
Fyrir nokkru sá ég þátt sem heitir Mock the Week, þar sem þeir félagar voru að gera gys að leiðtogum landsins Tony Blair og Gordon Brown. Það er mikið búið að tala um það að Gordon Brown muni taka við sem forsætisráðherra Bretlands þegar Tony Blair hættir og margir bíða eftir því með óþregju. Þess vegna var það frekar fyndið þegar einn stakk upp á það síðasta sem Tony Blair myndi gera, bara til að fara í taugarnar á Gordon Brown væri að gefa Skotlandi sjálfstæði og gera þannig út um möguleika Gordon Browns til að verða forsætisráðherra. Gordon Brown er frá Skotlandi og ef Skotland yrði sjálfstætt ríki væri Gordon Brown ekki lengur gjaldgengur sem stjórnmálaleiðtogi í Englandi! Öllu gamni fylgir nokkur alvara.
16.Janúar 2007, héldu Englendingar og Skotar upp á 300 ára afmæli Act of Union. Í tilefni þess var skrifuð grein í The Independent um hvað myndi gerast ef Skotland myndi ná sjálfstæði? Þær gróu sögur hafa lengi gengið að Skotland gæti aldrei þrifist sem sjálfstæð þjóð innan um allar hinar þjóðirnar í kring. Þetta er einn sá grófasti áróður sem ég hef heyrt og er til þess gerður einungis til að halda þjóðinni niðri. Þetta viðgengst enn í dag og ekki engöngu skorðaður við England, heldur hefur Danmörk notað þessi rök líka fyrir sjálfstæði Færeyja. Ef Íslendingar hefðu ekki staðið fyrir sínu og hrifið til sín sjálfstæði 1944 værum við ennþá að glíma við Danmörku. Því hvað erum við ef ekki agnarsmátt ríki í miðju Atlantshafi, og samgöngulega séð, mun verr statt en Skotland gagnvart Englandi og öðrum Evrópuríkjum.
Þetta er ekkert nema lygar, tilkomnar af því að England vill ekki missa Skotland, bæði gagnvart auðlindum og mannskap. Í greininni sem ég minntist á hér að ofan eru tiltekin þau mál sem mest kæmu í veg fyrir að Skotland gæti staðið á eigin fótum í efnahagsheiminum. Álitið á Skotum er lítið ef litið er til Englands og jafnvel Skotlands sjálfs. Í Skotlandi er mest tíðni örorku- og atvinnuleysisbót, þá sérstaklega í Glasgow, Skotar eru heilsuverstir af þeim sem teljast til Stóra Bretlands og því fylgir auðvitað útgjöld. Álitið er því það að Skotar eru engu verri en hver önnur sníkjudýr sem lifa á vinnu annarra. Það er bara alls ekki rétt. Það er ekkert sem segir að allur peningurinn sem fer í hin ýmsu störf og bætur í Skotlandi komi allur frá Englandi, Skotar standa vel undir sér í dag og þótt að ef til skilnaðar kæmi og mögur ár yrðu frammundan til að byrja með, þá hefur Skotland alla þá burði til að standa sig með sóma gagnvart þegnum sínum þegar á tindinn væri komið. Skotland hefur líka sitt að segja í pólitísku umhverfi Evrópu og á meðan Skotland er bundið við England hafa þeir lítil völd til að koma sínum málum á framfæri. Þeir sem eru á móti aðskilnaði Skotlands og England þræta fyrir að ef til þess kæmi þá myndi Skotland ekki fá aðganga að Evrópusambandinu eða Myntbandalanginu en þessi rök eiga alveg eins við sjálfstætt England og við sjálfstætt Skotland. Það er mergur málsins! Það sem gæti snert sjálfstætt Skotland mun einnig hafa áhrif á England. Skotland er á móti vopna aukningu landsins (s.s. Trident kjarnokrukafbátnum sem auk þess mun vera í höndum Bandaríkjastjórnar að stýra en ekki Stóra Bretlands). Það sem myndi gerast við aðskilnað þessara tveggja ríkja er að England mun missa mikilvægan stuðning og mannskap í stríðinu við Írak og Afganistan og England mun tapa efnahagslega af innkomu frá auðlindum Skotlands. Skotland er þegar með sitt eigið þing og þegar vel í stakk búið við að taka við frekari ábyrgð fyrir þegna sína.
Ef Skotland fær tækifæri til að sanna sig á alþjóða markaði gagnvar öðrum þjóðum mun það hvergi standa þeim langt að baki. Skotland er vel í stakk búið til að mæta þeim vandamálum sem upp gætu komið við aðskilnað en þegar á heildina er litið mun Skotland vera mun betur sett sem sjálfstætt ríki heldur en að halda áfram sem nyrsti garður Breska samveldisins. Þótt Skotland fái sjálfstæði mun það samt sem áður teljast til aðildaríkja Stóra Bretlands, drotningin mun ennþá vera drottning þeirra sem og annarra fyrrverandi ríkja heimsveldis Breta. Sendiráð vítt og breitt um heim er mörg í samstarfi við önnur ríki og það ætti ekki að vera neitt vandamál hjá þeim að halda áfram samstarfi við Skotland í þeim efnum.
En England er hrætt. Ef Skotland fær sjálfstæði, þá eiga Norður Írland og Wales eftir að heimta sjálfstæði líka. Það er það sem gæti kostað Englendinga mest, að missa þessi þrjú ríki. Efnahagur Englands myndi verða verst úti í aðskilanði þessara ríkja, en það er ekkert sem segir að þegar til lengri tíma er litið að England sem og Skotland, Norður Írland og Wales gætu ekki staðið sig vel á alþjóða markaði sem verðugir andstæðingar í atvinnu- og tækni þróun. Þessar þjóðir gætu þess vegna staðið sig mun betur á þessum sviðum ef ekki væri fyrir kúgun hræddra Englendinga að missa stöðu sína sem stórveldi í Evrópu og heiminum.
Það er kominn tími til að Skotland fái viðurkenningu sem ríki, vandamálið hefur alltaf verið að Skotland hefur aldrei verið viðurkennt ríki og í gegnum söguna hefur enginn getað sagt fyrir vissu hvar og hvernig Skotland skiptist, en það vandamál á við um mörg ríki Evrópu í dag sem eru að berjast fyrir viðurkenningu. Hvenær á ríki rétt á sér og hvenær ekki. Ef Ísland væri ekki eyríki værum við í sömu vandræðum með að vera viðurkennt ríki innan um önnur. Hver á að segja til um hvar landamæri eigi að vera og hvar ekki. Talaðu við Skotana úti á götu, allir eru þeir skoskir og þeir tilheyra Stóra Bretlandi en fyrir alla muni, kallaðu þá aldrei Englendinga.
ps. skoðið þessi tvö myndbönd. Í fyrstu sýnast þau eins en fljótlega sést munurinn.
Myndband 1;
Myndband 2;
Og bara til að bæta við, þá er ég algjörlega fyrir sjálfstæði Skotlands.
Alba gu bráth > Skotland að eilífu!
Athugasemdir
Alba gú brath!
ég kem frá skotlandi og ég fer heim til skotlands í maí og það er svo gaman að heyra frá islenskri konu væri áhugama í skosku stjórnmál fræði,
Ertu að velja snp, ssp eða greens í maí?
Góðu skemmtum og "It's time!"
ég flytti til íslands í fyrra og fyrrgefðu íslensku mín, Kannski braðum tala ég góð íslensku..
Kevin (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 20:33
Takk fyrir að kvitta. Auðvitað vel ég SNP, kemur ekki annað til greina. Fæ víst ekki að kjósa núna enda kem ég heim til Íslands í lok apríl. En það verður fjör að sjá til hvaða Skotlands ég kem út í September. Vonandi fer fólk að átta sig á að Skotland á vel stað innan Evrópsra stórvelda og ekki verra statt en önnur lönd, það er einungis áróður frá Englandi sem vill halda málunum óbreyttum eins og venjulega.
Lady Elín, 10.4.2007 kl. 21:02
Takk fyrir fróðlega grein. Fjölmenni þjóðar hefur lítið að segja um möguleika hennar til lífgæða. Norrænu þjóðirnar, að Íslandi meðtöldu, eru örríki í samanburði við þjóðir sem teljast í tugum og hundruð milljóna. Samt eru lífsgæði norrænu þjóðanna þau hæstu í heimi.
Ég las í tímaritinu Big Issue að bræðurnir í The Proclaimers hafa gengið úr SNP af þeirri ástæðu að flokkurinn hafi færst svo langt til hægri. Þeir styðja núna SSP.
Jens Guð, 13.4.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.