Gelíska í dag

Írska; í daglegu tali er talað um írsku (irish) en ekki gelísku (gaeilge), en það er talað um gelísku í Skotland(enska: gaelic; gelíska: ghádligh).  Þannig að á Írlandi er töluð írska og í Skotlandi er töluð í Gelíska.  Skoska er svo annað mál (eða réttara sagt mállýska).

Í dag standa bæði Írland og Wales framalega í því að reyna að endurvekja tungumál þeirra og auka menntun í tungumálum þeirra.  Skotland stendur þar langt að baki og hefur ekki tekist eins vel til endurvakningar á áhuga á gelísku þar eins og hjá nágrönnum þeirra og frændum.

Írska er opinbert tungumál Írland og síðan 1. Janúar 2007 er írska einnig orðin að opinberu tungumáli hjá Evrópusambandinu.  Til gagns má bæta við að írskan er eina opinbera tungumálið í Evrópusambandinu þar sem enskan (eða annað tungumál) er yfirsterkara.

Þegar talað er um ,Irish speakers‘ er átt við þá sem tala og skilja írsku, en án þess þó endilega að nota hana dags daglega í samskiptum sínum.  Árið 2002 í Apríl voru 1.570.894 talendur írsku á móti 2.180.101 sem tala ekki írsku.

The Irish Language Today - Facts and Figures

pc_irish_speakers
Figure: Percentage of Irish speakers in Ireland.
Copyright IrishGaelicTranslator.com 2007. Based on source data by the CSO.

Á þessari töflu sést að það hefur orðið aukning á ári til árs á þeim sem tala írsku, hvort sem það er sem fyrsta mál eða annað.   Einnig bendi ég á síðu Wikipedia um írsku sem góða lesningu um tungumálið og hverjir tala það í dag.

Í Skotlandi, snúa málin öðruvísi.  Ástæðurnar fyrir því að þessi tungumál hafa átt erfitt uppdráttar eru bæði margar og flóknar og ekki auðvelt að rekja í einni bloggfærslu, heldur verður það efni í fleiri.  En hægt er að segja það að þar að baki er bæði pólitik og sálfræði í gangi sem á sér mörg hundruð ára sögu og er hún mismunandi eftir því hvaða land við á að sinni.  En eflaust er hægt að segja með sanni að verst úti hafa Skotar orðið varðandi viðhald á tungumáli sínu og mun ég vonandi skrifa færslu um það von bráðar.

Census 2001 Scotland: Gaelic speakers by council area

Council Area

Total pop 91 Total pop 2001 Change 91-01Gaelic sp 91Gaelic sp 01Change 91-01
Aberdeen City 204,885 212,125+ 7,2401,134 1,420 + 286
Aberdeenshire 215,387 226,871+ 11,484 887  
Angus 107,740 108,400 + 660 483  
Argyll & Bute 91,968 91,306 - 662 4,877 4,158 - 719
Clackmannanshire 47,679 48,077 + 398 268  
Dumfries & Gall 147,805 147,765 - 40 515   
Dundee City 149,877 145,663 - 4,214 593 545 - 48
East Ayrshire 122,455 120,235 - 2,220 378   
E. Dumbartonshire 109,400 108,243 - 1,157 966   
East Lothian 84,114 90,088 + 5,974 322   
E. Renfrewshire 85,252 89,311 + 4,059 543   
Edinburgh City 418,748 448,624 + 29,876 3,089 2,132 - 957
Eileanan Siar 29,600 26,502 - 3,098 19,546 15,723 - 3,823
Falkirk 141,145 145,191 + 4,046 518   
Fife 341,199 349,429 + 8,230 1,477   
Glasgow City 606,805 577,869 - 28,936 6,018 5,731 - 287
Highland 204,004 208,914 + 4,910 14,713 12,069 - 2,644
Inverclyde 90,103 84,203 - 5,900 461   
Midlothian 79,011 80,941 + 1,930 227   
Moray 83,616 86,940 + 3,324 470   
North Ayrshire136,875 135,817 - 1,058 596   
North Lanarks 323,826 321,067 - 2,759 1,070   
Orkney Islands 19,612 19,245 - 367 92   
Perth & Kinross 126,231 134,949 + 8,718 1,403 1,463 + 60
Renfrewshire 173,304 172,867 - 437 1,007   
Scottish Borders 103,881 106,764 + 2,883 460   
Shetland Islands 22,522 21,988 - 534 105   
South Ayrshire 112,658 112,097 - 561 483   
South Lanarks 299,998 302,216 + 2,218 1,216   
Stirling 78,833 86,212 + 7,379 826   
W. Dumbartons 96,062 93,378 - 2,684 668   
West Lothian 143, 972 158,714 + 14,742 567   
SCOTLAND 4,998,567 5,062,011 + 63,444 65,978 58,552 - 7,426
Sources: The Scottish Office (1996) The New Councils, Tables 4, 5: Residents knowing Gaelic;

 Í þessari töflu sést að frekar en að þeir sem tala gelísku í Skotlandi fari fjölgandi, fer þeim fækkandi.

Skotland er þó að reyna að bregðast við, þá sérstaklega með kennslu á gelísku í leikskólum og barnaskólum.  Þá er hægt að velja um skóla sem kenna eingöngu á gelísku eða kenna á gelísku meðfram ensku.

Flestir sem ég hef kynnst í gegnum námið í Skotlandi hafa haft orð á því að þeim finnst mjög merkilegt að ég eigi mér annað tungumál heldur en bara enskuna.  Þær sem hafa fylgt mér í gegnum tvö ár í Gelísku, tvö ár í forn írsku og svo ár í forn welsku, eru sammála því að það er nauðsynlegt að kunna fleiri mál en bara móðurmálið.  Einnig finnst þeim slæmt að hafa misst af þeim möguleika að geta lært gelísku strax á barnaskólaaldri eins og börn fá tækifæri í dag.  Vinkona mín er einmitt ákveðin í því að þegar og ef hún eignast nokkurn tíman börn muni þau fá tækifæri á að kynnast tungumáli lands síns.  Svo er einmitt alltaf sniðugt að geta brugðið sér til útlanda og kjaftað sín á milli án þess endilega að sá sem næst þér og þínum standi skilji hvað þú ert að tala um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toshiki Toma

Komdu sæl. Þetta er mjög áhugavert. Það virðist vera líka svar fyrir sðurningu sem ég var með áður. Ég les þetta vel á eftir. (Sorry, ég þarf að taka góðan tíma til að skilja íslesnkuna (sérstaklega um flíkin mál) vel

Toshiki Toma, 20.6.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband