Chan eil feum air feallsanachd far an dean thu chùis le do phrosbaig.

,, you don’t need philosophy / where you can make do with binoculars."

Ég var að fá bréf!!!  Ekki svo merkilegt kannski en innialdið voru geggjað spennandi fréttir fyrir svona gelísku nörd eins og mig.  Þetta var boð í smá teiti fyrir útskrift í deildinni minn fyrir mig og fjölskyldu mína.  Svo fyrir neðan kom þessi litla klausa;

,,You may also wis to know that the Gaelic poet Ruaraidh MacThómais will be receiving an Honorary Doctorate at your graduation ceremony, so the event promises to be particularly special."

Úúúúú, ég fæ að hitta (eða allavegana að sjá) sjálf ljóðskáldið sem ég er að hampa hérna á síðunni.  Hann er rosalega gott ljóðskáld er rosalega hrifin af verkum hans.  Hann kenndi meira að segja einu sinni við Háskólann í Glasgow við Keltnesku deildina (þá sem ég er að stunda nám við) frá 1963 - 1991.  Mér finnst þetta geggjað.  Þetta er eins og fyrir Star Wars aðdáendur að hitta George Lucas eða Darth Vader, eða fyrir kaþólikka að hitta Páfan.  Jeminn hvað ég er mikill nörd.

Bara til að hræða ykkur ekkert rosalega þá er línan hérna fyrir ofan úr ljóði eftir Ruaraidh MacThómais (Dereck Thomson) Sumar á Lewis (Ljóðhúsum);

Leodhas as t-Samhradh

An iarmailt cho soilleir tana
mar gum biodh am brat-sgàile air a reubadh
‘s an Cruthadhear ‘na shuidhe am fianuis a shluaigh
aig a’bhuntat ‘s a sgadan,
gun duine ris an dean E altachadh.
‘S iongantach gu bheil iarmailt air an t-saoghal
tha cur cho beag a bhacadh air daoine
sealltainn a-steach dha’n an t-sìorruidheachd;
chan eil feum air feallsanachd
far an dean thu chùis le do phrosbaig.

Lewis in Summer

The atmosphere clear and transparent
as though the veil had been rent
and the Creator were sitting in full view of His people
eating potatoes and herring,
with no man to whom He can say grace.
Probably there’s no other sky in the world
that makes it so easy for people
to look in on eternity;
you don’t need philosophy
where you can make do with binoculars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara til hamingju með þetta... Mér fynst þú ekkert  nörd því að ég myndi gera það sama ef ég fengi að hitta Joey úhhh eða Arielluh, eða stelpurnar í the Indigo.... Ég held að flestir myndu horfa á mig og bara ohhh glötuð.... þannig að kúl. alltaf gaman að hitta einhvern sem maður álítur cool....

Bryndís Steinunn (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 14:48

2 Smámynd: Toshiki Toma

Innilega til hamingju með þetta! Blessuð stund kemur vist til manns sem stuðlar að stöðugu og mikilvægu starfi.

Toshiki Toma, 27.6.2007 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband