Icelandair : Skandall

Það er með ólíkindum hvað Icelandair stendur sig ekkert gagnvar viðskiptavinum sínum.  Vegna aðstæðna á Glasgow International Airport vissum við að allt yrði í öngveitum og veseni á flugvellinum á Sunnudag, daginn eftir voðaverkið.  Seinni part laugardags og fram á kvöld vorum við límd við sjónvarpið uppi á hóteli að reyna að fá sem mestar upplýsingar.  Við höfðum aðganga að tölvum á hótelinu og bróðir minn var einnig með tölvuna sína meðferðis, þannig að við gátum fengið aðgang fyrir hann líka frá hótelinu.  Á laugardaginn prófuðum við síður BAA í Glasgow, Icelandair.is og Icelandair.co.uk.  Ekki nóg með það, skoðuðum við ruv.is, visir.is, mbl.is og bbc.co.uk allt til þess að fá sem mestar upplýsingar og til að vita hvað við ættum að gera og við hverju við máttum búast við hjá Icelandair.  Það var engar upplýsingar að fá.  ALLS ENGAR.  Við vöknuðum svo klukkan sjö að staðartíma og kveiktum á fréttunum.  Þá var flugvöllurinn ennþá lokaður og enginn vissi hvenær hann yrði opnaður aftur.  Um átta komu hins vegar þær fréttir frá BBC 1 að flugvöllurinn væri búinn að opna og við drifum okkur að ganga frá og í morgunmat, á meðan notaði ég tækifærið og fór á netið á hótelinu og fór á síðurnar hjá Icelandair bæði heima og í Bretlandi.  Ennþá voru engar fréttir fyrir Íslendinga í Glasgow komnar upp á síðuna, ekkert sem sagði okkur að það yrði flug eða hvert við ættum að fara eða snúa okkur í sambandi við að fá þessar upplýsingar. 

Við drifum okkur út á völl í leigubíl og bílstjórinn hafði orð á því að þeir hefðu heldur engar upplýsingar fengið frá sínum félögum í sambandi við ástandið á flugvellinum.  Hvort okkur yrði einu sinni hleypt af motorveginum inn á flugvöllinn og hvernig væri með aðkomu bíla þar.  En sem betur fer komumst við inn á flugvallarsvæðið, þó það væri nokkuð frá flugvallarbyggingunum.  Þegar þar var komið fengum við engar upplýsingar og okkur bara bent á að fara í „röðina"! Einmitt, þessi „röð" var mílu löng eða meira.  Við gengum endalaust og mamma sem gengur við hækjur átti í mesta basli við þetta og var nærri búin að gefast upp nokkrum sinnum á leiðinni.  Ég mætti lögregluþjóni á leiðinni og spurði fyrir hvort það væru einhver úrræði fyrir fólk sem ætti erfitt með ganga, hvort það væru hjólastólar eða eitthvað fyrir þau,en hann vissi ekki til um það.  Hann ætlaði samt að hafa okkur í huga ef eitthvað slíkt kæmi.  Við komumst í röðina að lokum, þegar við vorum næstum búin að ganga aftur í miðbæinn í Glasgow og sem betur fer rétt hjá sjoppu.  Þannig að ég fór í biðröð þar að reyna að fá drykkjarföng handa liðinu enda vissum við ekkert hversu lengi við myndum vera þarna.  Ég var um hálftíma í biðröðinni og á meðan færðist fjölskyldan upp um nokkra metra.  Nokkrum mínútum síðan kemur lögreglumaðurinn sem ég hafði talað við fyrr um morguninn og lét mig vita hvar ég gæti nálgast hjólastól þannig að ég rauk af stað með honum þar til hann vísaði mér veginn að skúr sem hafði nokkra að geyma.  Ég er honum rosalega þakklát, því ég er alveg á því að vegna þess að við fundum þennan hjólastól þá komumst við heim.  Ég rúllaði stólnum til mömmu sem fékk sæti og svo fórum við að rúlla öllu liðinu af stað.  Við vorum sex í ferðinni og með farangur sem passaði við það, mamma á hækjum, pabbi sem á erfitt með gang, Katrín litla frænka mín sem er að verða sex ára, faðir hennar og bróðir minn, kona hans og svo ég.  Þannig að þetta var enginn smá hópur.  Af einskærri heppni fengum við hringingu frá einum sem var kunnugur þarna og gat hann látið okkur vita að vélin væri líkleg til flugtaks eftir 40 mínútur.  Við náttúrlega sáum það að við myndum aldrei ná að hliðinu á 40 mín úr þessari röð, þannig að ég fór af stað að reyna að finna einhvern sem gat gefið okkur upplýsingar.  Í heljarinnar kös þar sem verið var að hleypa fólki inn í flugstöðina fann ég mann sem gat sagt mér það að Icelandair væri að hleypa um borð og að við ættum að koma hið snarasta.  Þannig að ég hringi í bróðir minn og segi þeim að koma hið snarasta og ég fer á móti þeim líka til að hjálpa þeim með farangurinn og allt.  Og okkur er hleypt í gegn, á leiðinni inn í flugstöðina hitti ég konu sem ég spyr um upplýsingar og þá segir hún mér að það sé búið að loka fluginu.  Og ég þarna bara babblandi nei,nei, nei, við getum ekki verið að koma of seint og bið hana bara alveg í öngum mínum að hafa samband við þau og láta þau bíða eftir okkur sem hún gerir og lætur þá vita af mömmu í hjólastólnum.  Okkur er bent á að fara beint í innritun og við náum þangað og þar segja þau okkur að róa okkur bara að þetta takist allt.  Við fengum flugmiðana í hendurnar og þurftum að fara hálfa leiðina til baka til að fara í lyftu upp á aðra hæð og fara þar inn ganga og út í International flights.  Þegar við komum þangað og vörum að labba eftir göngunum finnum við þessa megnu bensín- og bruna lykt allt í kring og miðað við hvað ég hef oft farið hér um þá fattaði ég strax að við erum að labba bara yfir staðinn þar sem bíllinn keyrði á innganginn á flugstöðina.  Það var búið að mála fyrir gluggana sem betur fer annars hefði maður bara stoppað og starað held ég.  En við bara drifum okkur áfram sem mest við máttum, og nú var það bara mamma á hjólum sem við þurftum að hafa áhyggjur af búin að losna við farangurinn inn í tékk.  Forum á fúllspítt í gegnum öryggishliðið og út að hlið númer 27C þar sem okkur er smalað í rútu sem ók okkur út í flugvél.   Ég hef aldrei hlaupið eins mikið eða hraðað ferð minni eins og þarna og upplifað aldrei eins mikið svitabað og þetta.  Að við skildum bara yfir höfuð hafa náð fluginu get ég aldrei verið nógu þakklát guði fyrir.  Allir starfsmenn á flugvellinum voru svo hjálpfúsir og almennilegir og meira að segja fólk almennt þarna á flugvellinum, allt af vilja gert að koma manni í gegn og aðstoða.  Við sátum svo á tvist og bast um vélina á leiðinni heim en okkur stóð bara nákvæmlega á sama hvar við lentum því við vorum bara svo rosalega ánægð að komast heim.  Aftur á móti þegar við komum að hliðinu inn í flugið þá þurfti nú ein af starfsmönnum Icelandair þarna úti að kommenta á það af hverju við hefðum ekki komið fyrr allir aðrir hefðu skilað sér inn.  Þeir hafa þá verið heppnari en við því við vorum bara skilin eftir óáreitt í kílómetralangri biðröð með engar upplýsingar eða neina hjálp.  Ekki beint athugasemd sem við þurftum að fá flengda framan í okkur eftir allt sem við vorum búin að standa í.  Og sérstaklega ekki í ljósi þess að svo kom á daginn að Icelandair hafði samt skilið einhverja 30 farþega eftir í Glasgow.  Ég þori að veðja að það hafi verið út af því að engar upplýsingar var að fá hvert og hvenær fólk ætti að fara á einn eða annan stað þarna. 

En við vorum guðsfegin að komast heim og svo seinna um daginn þá settist ég fyrir framan tölvuna mína og fór að skoða netsíður og ýmislegt og þar á meðal hjá Icelandair.  Hjá Icelandair.is fékk ég þessar upplýsingar:

Flug til Glasgow 1. júlí 2007

30.06.2007 23:47

Í kjölfar atburða sem áttu sér stað í Bretlandi laugardaginn 30. júní 2007, hefur viðbúnaðarástand verið hækkað og öryggisgæsla hert á breskum flugvöllum.

Flug til Glasgow sunnudaginn 1. júlí 2007 fór á tilsettum tíma en lenti á Terminal 2 í stað Terminal 1. Búast má við einhverjum seinkunum á fluginu frá Glasgow til Keflavíkur.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast með komu og brottfarartímum á vefsíðu Icelandair og á textavarpi Ríkissjónvarpsins.

Það get ég svarið fyrir að þetta var ekki komið upp þegar bróðir minn og ég vorum að vafra á netinu kvöldinu áður og ofan á það eru engar hjálplegar upplýsingar að fá þarna.

Á síðu Icelandair.co.uk fékk ég þessar upplýsingar:

Flights to and from Glasgow on July 1st 2007.

01.07.2007 00:15

Following the events in Britain on June 30th 2007, the security level has been raised to its highest level in Britain. The Icelandair flight from Keflavik to Glasgow on July 1st 2007 went as scheduled but there will possibly be some delays from Glasgow til Keflavik. Passengers that have booked a flight to or from Glasgow today are encouraged to watch for further updates on the Icelandair website.

Sama sagan þarna, þetta var ekki komið upp þegar við vorum að leitast eftir upplýsingum og þær sem eru gefnar eru af frekar skornari skammtinum.  Á síðunni var heldur ekki gefið upp neitt símanúmer sem fólk gæti haft samband við í svona tilfelli og þau númer sem við reyndum voru ýmist á tali, við fengum símsvara eða bara alls enga svörun. 

Það var ekki að gæta neins óróleika í sambandi við það sem hafði skeð á flugvellinum en óvissan um hvernig við ættum að komast heim, ringulreiðin og skipulagsleysið á flugvellinum var með því móti að við vorum farin að örvænta um að komast heim.  Og við vissum ekkert hvert við áttum heldur að snúa okkur í þeim efnum ef svo bæri undir því þær upplýsingar var heldur ekki að fá á síðu Icelandair svo auðfundið væri ef einu sinni til staðar.  Verð að játa að ég hef ekki skoðað það.  En bara það að þeir gátu ekki gefið þá öryggislínu að geta haft val um að ná í einhvern þegar maður lendur í svona óvissu um flug og annað, mér finnst það fáránlegt.  Það eina sem við vissum yfir allan morguninn var það að flugið frá Íslandi væri farið af stað til Glasgow og einungis þess vegna ákváðum við að fara út á flugvöll og láta reyna á það að komast heim.  En hvergi fengum við upplýsingar um að við mættum fara í gegn eða að flugið væri að fara eða neitt slíkt.  Þeir mega svo sannarlega reyna að bæta samskipti sín við viðskiptavini og farþega þegar svona kemur upp á.  Það var svo ekkert skipulag á flugvellinum þarna úti að Icelandair bætti ekki úr. 

Ég veit það núna að samskipti við fólk Icelandair heima og úti í Glasgow voru ekki með besta móti og oft á tíðum náði það ekki sambandi en þeir sem voru á vegum Icelandair úti í Glasgow voru bara alls ekki að standa sig gagnvart farþegum Icelandair sem voru staddir þarna í kaosinni á flugvellinum.

Google earth er nokkuð sniðugt fyrirbæri verð ég að segja og hér fyrir neðan er mynd úr þessu forriti þar sem þið getið séð röðina sem við lentum í.  Upphafspunkturinn er þar sem við komumst í röðina hún var svo miklu lengri og fleiri á eftir okkur.  Rauða línan er sú leið sem við löbbuðum, reyndar má segja að við löbbuðum þessa línu tvisvar sinnum (og ég aðeins oftar) því þegar við komum út á völl var okkur sagt að fara aftast í hana og svo þurftum við að labba til baka.  Ég fór að minnsta kosti tvær aðrar ferðir fram og til baka eftir þessari röð, bæði með hjólastólinn og svo með fréttirnar að við mættum fara inn.  Svo leiðin frá því að tékka okkur inn og út í flugvél er hálfur kílómeter í viðbót og er hún sýnd með blárri línu.  Enda eftir þessa ferð var ég komin vel frammúr því að taka verkjalyf, ég fann svo mikið til alls staðar að líkaminn vissi ekkert hvað hann átti að biðja um.

Glasgowflugvollur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband