Bíræfið fyrirtæki

Jamm ég er ekki búin að fá nóg að pirrast út í Icelandair.  Ofan á allt annað þá er þetta ansí bíræfið fyrirtæki.  Fyrr í dag skrifaði ég bloggfærslu um upplýsingarnar sem við höfðum frá Icelandair og lét fylgja með texta sem ég tók af síðum þeirra bæði á .is og .co.uk um "hjálpina" sem þeir buðu uppá.  Nú var ég að heyra að þeir eru búnir að breyta textanum.  Þeir voru ekki að hafa fyrir því að skrifa nýja frétt með uppfærslu á fyrri upplýsingum heldur, breyttu þeir textanum sem var fyrir.  Það kemur undarlega út að gera þetta svona og alls ekki mjög sniðugt heldur eins og sést hérna fyrir neðan.  Þetta er tekið af Icelandair.co.uk síðunni og segir ýmislegt:

Icelandair flights to and from Glasgow

01.07.2007 00:15

Glasgow Airport is open and Icelandair flights continue to operate. Some flights may be subject to delays. Please note that Icelandair recommends passengers to check in three hours prior to departure to allow for extra security procedures implemented by airport owner BAA since 30th June 2007.
Icelandair thanks its passengers for their patience and understanding.

Þetta finnst mér mjög undarlegt að sjá, sérstaklega þar sem flugvöllurinn opnaði ekki fyrr en um átta en þarna miðað við tímann á fréttinni átti þetta að hafa komið inn á vefinn nærri átta tímum áður en flugvöllurinn opnar.  Ef starfsmenn Icelandair eru skyggnir afhverju voru þeir þá ekki búnir að vara farþega og viðskiptavini sína um þetta löngu áður.

Nokkuð er um sömu sögu á íslensku síðunni:

Flug til Glasgow 1. júlí 2007

30.06.2007 23:47

Í kjölfar atburða sem áttu sér stað í Bretlandi laugardaginn 30. júní 2007, hefur viðbúnaðarástand verið hækkað og öryggisgæsla hert á breskum flugvöllum.

Flug til Glasgow sunnudaginn 1. júlí 2007 fór á tilsettum tíma en lenti á Terminal 2 í stað Terminal 1. Búast má við einhverjum seinkunum á fluginu frá Glasgow til Keflavíkur.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast með komu og brottfarartímum á vefsíðu Icelandair og á textavarpi Ríkissjónvarpsins.

Afsakið en mér finnst þetta óafsakanlegt af fyrirtæki að reyna að hylja það að þeir hafi ekki vitað "#$$ hvað var að gerast og breiða yfir það að hafa ekki veitt viðskiptavinum sínum betri upplýsingar en þetta.  Ég held að sem viðskiptavinur að fólk sem ferðast með flugfélagi vill vita að það getur stólað á einhvern til að veita upplýsingar sama hversu litlar þær eru.

Ég er einnig á því að ef að samskipti milli fyrirtækja og samstarfsaðila ganga ekki eftir sem best þegar eitthvað svona kemur upp á, þá eiga þeir sem staddir voru á flugvellinum að sinna skyldum sínum fyrir Icelandair að gera ekki neitt fyrr en þeir voru búnir að ná sambandi við Icelandair í London eða Íslandi um hvað skyldi gera fyrir farþegana og hvað þyrfti að gera til að greiða þeim leið heim.  Ég veit það að um 30 manns á vegum Icelandair voru skildir eftir í Glasgow og það er eflaust út af því að þeir hafa ekki haft hugmynd um hvert átti að leita eins og við.  Þetta eru forkastanleg vinnubrögð.  Flugfélagið mætir bara á staðinn og fer á loft varla klukkutíma seinna án þess að taka tillit til þess að það er öngþveiti fyrir utan og enginn veit neitt, hvorki hvert á að fara eða við hvern á að tala í sambandi við ákveðin flug.

Ég er bara ekki sátt við svona, flugfélög eru ekki bara strætó sem hægt er að hoppa inn og út af.  Það tekur þó nokkuð á af hálfu farþegans að standa í því að ferðast með þeim, það minnst væri að þeir sýndu einhverja tillitsemi og háttsemi þegar eitthvað bjátar á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Usspuss. Ertu búin að hafa samband við Icelandair útaf þessu? Væri nú gaman ef þú ættir screenshot af þessu, svona fyrir og eftir

Hrabban (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 09:27

2 identicon

Ég er alveg sammála þér þetta er ekki í lagi og fólk á ekki að sætta sig við svona vinnubrögð

Bryndís Steinunn (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband