Nördið er mætt

Vá, hvað ég skemmti mér vel í dag.  Það var sko "Kátt í Kjósinni" hjá mér líka.  Ég eins og algjört nörd og kelta-fræðingur ákvað að skellt mér á fyrirlestur boðaðan á Eyrarkoti í Kjósinni.  Fyrirlesari var Þorvaldur Friðriksson fornleifa- og sagnfræðingur og hélt hann um klukkutíma fyrirlestur um keltneska menningu í Hvalfirði.  Mikið óskaplega var þetta gaman.  Ég sagði líka við mömmu að þarna hefði hún bókstaflega fengi nasasjón af því sem ég hef verið að leggja stund á í námi síðustu fjögur árin.  Rosalega gaman.  Ég náttúrulega veit mikið um keltana á Írlandi, Wales og Skotlandi en kannski minnst um þá hérna á Íslandi þótt ég hafi nú lagt á mig lestur um það undanfarið.  Mamma var svo ánægð með þetta og hún sá náttúrulega að ég ljómaði öll af áhuga.  Svo var ég náttúrulega mesta nördið þarna með blokk og penna og skrifaði niður af fullu athugasemdir og glósur eins og ég væri í tíma að læra.  Hann var þokkalega góður fyrirlesari og höfðu hlustendur gaman af því sem hann hafði frá að segja.  Hann kom svo inn á það að það væri bara eiginlega engin stoð fyrir því að ættfræðiáhugi landans væri frá Norðmönnum kominn, hann væri bara hugsanlega alfarið frá keltunum kominn.  Ég gaf mig svo á tal við hann eftir fyrirlesturinn og við vorum að tala saman um fræðina.  Honum leist mjög vel á það sem ég var að læra og sagði að það væri einmitt mikil þörf á fólki með þessa menntun í landið.  Hann var svo með einn doðrant með sér í farteskinu sem ég fékk að líta á.  Þetta var bók sem hann er vonandi að fara að gefa út sem fjallar um írsk örnefni á Íslandi.  Ég átti mjög erfitt með að láta bókina af hendi aftur, vildi bara labba með hana út í bíl og sökkva mér í hana.  Nefndi það að ég hefði nú áhuga á að eignast eintak af bókinni og vonandi þá áður en ég færi út í haust í áframhaldandi nám hjá einmitt manninum sem kenndi mér um keltnesk örnefni.  Ég veit nefnilega að hann hefði rosalegan áhuga á að sjá þessa bók, sérstaklega þar sem hann hefur haft svo mikinn áhuga á því sem ég hef hug á að leggja stund á og það er að breiða út orðið um keltneska menningu og bókmenntir á Íslandi.

Ég sé sæng mína útbreidda núna, ég þarf að fara að flytja út og koma mér fyrir í Skotlandi, leggja stund á fyrst 1 ár í M.Litt og svo 3 ár í doktorsnámi og síðan koma heim og vera einhvers konar menningar(hálf)viti hérna.

! Var að horfa á sjónvarpið, fréttirnar þar og hvað haldiði!! Ykkar einlæg var í sjónvarpinu.  Þetta þýðir að ég er búin að vera í sjónvarpinu núna 3 sinnum samtals í 3 mismunandi þáttum síðan 8. júlí.  Ég bara má ekki fara út úr húsi lengur þá lendi ég í sjónvarpinu.  En það á kannski ekki að koma mér svo á óvart, ég er nú Lafðin, og kannski ekki skrítið að landinn fái ekki nóg af mér Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert alveg dásamleg persóna elsku krúttið mitt :)ég styð þessa hugmynd hjá þér að læra meira um að gera að verða prófesor í svona dóti tíhí

þurý (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 11:44

2 identicon

Ég sá þig..... Varst að fá eiginhandaráritun hjá henni Margit Sandemo..... ÓGÓ FRÆG....

en ég styð líka þetta með að læra meira enda er núna missjónið hjá þér að fara að ná þér í skoska aðalsmanninn með kasssssstalann með gestakastalann fyrir okkur vinkonurnar....

Bryndís Steinunn (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 15:37

3 Smámynd: Lady Elín

Elsku Bryndís mín, það eru gamlar fréttir og sjónvarpsbirting númer 2.  Þarna var verið að sýna frá fyrirlestrinum og ég dúkkaði þarna upp á miðri mynd sko.  En gott að vita að maður hverfur ekki alveg í fjöldann.  Hlakka til að hitta þig aftur og vonandi ertu búin að kíkja á myndirnar af föstudeginum fræga þegar við fórum út á hinni síðunni minni.

kveðja

Lafðin

Lady Elín, 26.7.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband