Er ekki að ná að hrista af mér slenið og á eftir að svelta í hel í Glasgow

Ok, þetta er greinilega að verða eitthvað ýkjublogg hjá mér.  Ég svelt kannski ekki, ekki svo lengi sem heimsendingarþjónusta á mat er við lýði, en ég er dauðþreytt.  Fór út í dag fyrir ellefu og kom heim klukkan fimm og það þýddi að ég var búin að vera labba í ca fjóra tíma milli þess að fá mér að borða, og bíða eftir að sjá námsráðgjafa (eða réttara sagt Adviser of Studies, sem hefur samt ekkert með sjálft námið að gera).  Ég átti að mæta hjá henni klukkan tvö en hún tafðist þannig að ég og Catriona, stúlka sem ég er búin að fylgja með í námi síðustu fjögur ári, fórum á John McIntyre Cafe uppi í skóla og fengum okkur að drekka og kjafta á meðan við biðum.  Í sjálfu sér veit ég ekki af hverju við gátum ekki hitt einhvern annan eða hún fengið einhvern til að taka á móti okkur í staðinn fyrir sig, því að þetta snerist ekki um neitt annað en að ýta á takka í skráningarferli okkar í skólann.  Útréttaði doltið smá í viðbót í búðunum í kringum skólann áður en ég LABBAÐI heim, sá mikið eftir því því að ég sem sagt kom ekki heim fyrr en fimm og langaði mikið til að lognast bara útaf uppi í rúmi.  Skreið reyndar upp í og setti Harry Potter hljóðbók í gang og lét fara vel um mig.  Dormaði í svona klukkutíma og fór þá fram að elda.  Já það þýðir lítið að vera alltaf að hringja í aðra til að elda fyrir sig, svo kostar það líka svolítið meira.  Undarlegt hvað það er erfitt hérna að finna Sweet Mango Chutney, ég get fengið venjulegt og sterkt en ekki sætt og það er það sem mig langar í.  Fann oggulitla krukku af því loksins í Marks og Spencer Simply Food hérna en það var sem sagt fjórða búðin sem ég reyndi, en það var svo bara ekkert gott bragð af því, bragðaðist meira eins og marmelaði með chilli heldur en eitthvað annað, frekar undarlegt.  En þetta er einmitt mjög skrítið því að skotarnir eru svo mikið fyrir indverskan og pakistanskan mat að það er stórfurðulegt að finna ekki svona beisik mat.  En snúum okkur aftur að umræðuefninu: að borða.  Ég keytpi í dag 5 smákökur hjá Millie's Cookies (fyrirtæki sem sérhæfir sig í að baka cookies og eru æðislegar) og ég er svo þreytt núna að ég get ekki annað en horft á pokann, mig langar alveg geggjað í þær en það þýðir að ég þarf að opna pokann, taka kökuna upp og halda henni upp að munninum á mér til að taka bita og þá þurfa tennurnar að fara að hjakkast á mjúku og chewy bitunum og svo náttúrulega nauðsynlegt að kyngja þessu öllu saman og ákkúrat núna sé ég ekki að mér sé þetta bara fært, ég er svo þreytt.  Veit reyndar ekki einu sinni hvernig mér tekst að skrifa þessa færslu því að ég finn geggjað til í puttunum og höndunum við hvern slátt.  Held ég ætti kannski bara að fara að koma mér í bólið.  Þarf að vakna snemma á morgun til að mæta í Registration.  I'm a Uni girl again ;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband