Elín er ekki sú þolinmóðasta

Ekki misskilja mig, ég er fjandi þolinmóð en öllum eru takmörk sett.  Ég fór upp í skóla í dag að skrá mig (Register) eins og ég hef gert síðustu fjögur árin og þetta er svo týpískt fyrir bjúrókrata-skrifinnsku-brjálæðis-æði-þjóðfélag að það er ekki einu sinni fyndið.  Ég mæti á staðinn og ég er spurð hvað ég sé að gera þarna og ég svara náttúrulega að ég sé að skrá mig sem postgraduate að byrja í nýju námi við skólann (en samt sem continuing student).  Maður ætlaði ekki að skilja mig, ég er búin að vera hérna í fjögur ár, enskan er ekki vandamálið.  Hann ætlaði að senda mig hingað og þangað, þangað til hann loksins HLUSTAÐI á mig og bað mig þá að setjast niður og bíða eftir að það losnaði sæti hjá registry fólkinu.  Svo kom loksins að mér og ég var spurð um pappíra sem ég HAFÐI ALDREI FENGIÐ og Student Adviser minntist ekkert á að mæta með neitt svoleiðis í Registry.  Fyrst átti þetta að vera eitthvað vandamál en svo þegar hún spurði hvort ég væri búin að pre-registrera mig á netinu og sjá Student Adviser þá var allt í ein allt orðið ok og hún merkti mig Registraraða.  Þá kom að næsta skrefi að borga þessa himinháu upphæð af skólagjöldum og það er fyndin saga út af fyrir sig.

Venjulega þegar ég fer í banka (heima á Íslandi) og bið um ávísun, fæ ég hana strax í hendurnar, ekkert múkk, jafnvel þó hún sé á erlendan gjaldmiðil upp á mörg hundruð þúsund.  Mér er treyst fyrir mínum eigin peningum.  Hérna sögðu þau mér í gær að það gæti tekið 3 daga að fá ávísun fyrir skólagjöldunum mínum.  Þeir eru ekki í lagi.  Nei það þurfa einhverjir karlar út i hinum stóra heimi að samþykkja það að ég fái ávísun útgefna frá bankanum stílaða á Háskólann í Glasgow með peningum úr bankareikningnum mínum sem ég er með í Skotlandi.  Ég held bara að það sé ekkert traust í bankamálunum hérna hvorki milli viðskiptavina né starfsfólks bankans. 

En þetta leystist því að ég gat borgað skólagjöldin með debet-kortinu mínu.  Ekki það að það væri neitt auðvelt, það tók um 15 mínútur að koma því í gegn, konan þurfti að hafa samband við bankann til að fá heimild á svona stórri úttekt, skiljanlegt og ágætt fyrirkomulag svosem, og svo þurfti ég að svara 3 öryggisspurningum í gegnum símann til að konan væri nú viss um að þetta væri örugglega ÉG!!! 

Og voilá, ég var líka spurð um þennan blessaða pappír við greiðsluborðið líka, og þau ætluðu nú að þrjóskast við þar líka, þangað til þau skildu loksins að ég var búin að registrera og það hafi ekki verið neitt mál þótt að þessi bleðill væri ekki inni í sögunni.  Svo fékk ég kvittun fyrir allri þessari blessaðri upphæð sem ég var að borga og ég fékk OFFICIAL UNIVERSITY RECEIPT, vitiði það að þessi kvittun er svo lítil og vesældarleg að það myndi ekki nokkur stofnun heima taka þessu sem giltum pappír í bókhaldinu sínu.  Ég fæ númeraseðil fyrir biðröð sem er stærri en þessi kvittun!  Það er ekki í lagi með þau hérna.

En ég var að verða búin og hélt á ég myndi sigla á lignum sjó restina af ferðinni í gegnum salinn.  En nei, ég fór að sækja ID kortið mitt og þar tók á móti mér maður af indverskum uppruna og hann þurfti endilega líka að spurja mig um þennan fjandans pappír sem ég hafði ekki fengið en það hafði samt ekki aftrað mér á allri þessari ferð að þessum stað.  Þá spyr hann þessara rosalega skemmtilegu spurningu (með Abu hreim); "HOW DO YOU THINK YOU ARE GETTING FROM HERE TO THERE" (hann meinti frá honum til mannsins sem afhenti skírteinin.  Ég svaraði "WALK!!!"  Auli, ég sýndi honum að ég var búin að borga og ég væri búin að skrá mig og bladi-bla-di-bla og hann ætlaði að vera með svoddan vesen og þurfti að hlaupa út um allt til að gera ekki neitt af viti og á meðan þurfti aumingja maðurinn sem sat við id-kortavélina að hlusta á mig bölva manninum í sand og ösku fyrir að láta svona.  Eitthvað minntist hann á "yeah, what are rules for anyway" ég sagði að það kæmi málinu bara ekkert við, ég hefði aldrei fengið þennan pappír, það hefði ekki komið í veg fyrir að ég gæti registrerast og ég gæti varla verið að framvísa einhverju sem ég hefði aldrei fengið!!!!

 Svo náttúrulega af því að ég var alls ekki sátt við þennan minni en post-it note kvittun þá fór ég á þrjá aðra staði til að fá eitthvað aðeins meira áþreifanlegra til að senda til LÍN og svona, það tókst loksins og fékk ég kvittun fyrir greiðslu skólagjaldana senda til mín á .pdf skjali, þannig að þetta átti aldrei að vera svona hryllilega erfitt.  Einn staður hótaði því meira að segja að það gæti tekið viku til 10 daga að fá svona pappír í hendurnar, ha, eitthvað misfórst þeim, þetta var komið í tölvuna mína þegar ég kom heim í hádeginu.  En svona eru Bretar, þurfa alltaf að gera svo mikiði vesen úr hlutunum, og allt þetta bara út af einu andskotans bréfi sem komst aldrei til mín.  Það kom þó ekki í veg fyrir að ég kæmist í skólann var það!  Þeir eiga að vita það að póstþjónustan hjá þeim er með þeim verstu í heiminum (tala af faglegri og eigin reynslu) og þeir þurfa þá að geta tekið á því þegar þessi þjónusta bregst en ekki vera með kjaft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband