15.11.2007 | 20:32
Mér vefst tunga um tönn!
Fullt af nýjum fréttum í gangi núna. Veit varla hvar ég á að byrja. Byrjum bara á deginum í dag. Ég fór í fyrsta tímann minn í Old English í dag og það var svakalega gaman. Við vorum strax látin lesa upp ljóð á late West Saxon mállýsku og það var rosalegt fjör. Svo var ég meira að segja farin að þýða setningar (ekki alveg heilu setningarnar, en auðveldari partana úr þeim (sem sagt engar sagnir ennþá)) og gekk rosalega vel. Eina vandamálið er að mig langar alltaf til að segja æ eins og við gerum en ekki a (borðið fram eins og a-ið í cat), en ég verð búin að ná því fyrir næsta tíma. Kennarinn okkar, Katie Lowe (sem er víst svo vinsæl að einhver er búinn að setja upp síðu á Facebook henni til "heiðurs") bað okkur um að kynna okkur aðeins og svo bað hún okkur að segja sér hvaða tungumál í gegnum tíðina við höfum lært. Eini strákurinn sem er í bekknum, hafði einungis lagt stund á English (sem móðurmál) og svo frönsku. Við erum tvær konur (guð hvað er undarlegt að kalla sjálfan sig konu, en þar sem hin er alveg ekki stelpa þá verð ég víst að nota þetta lýsingarorð) hún hafði lagt stund á allavegana fimm tungumál og þar á meðal, var gríska og latína og fleira og svo náttúrulega Old English, en hún var þarna til að rifja upp að mestu leyti. Svo kom röðin að mér að þylja upp tungumálin sem ég hef lært í gegnum tíðina og meira að segja mér brá.
1) Íslenska (sem móðurmál), 2) Danska, 3) Enska (byrjaði um ellefu ára), 4) Franska, 5) Þýska, (6) íslenskt táknmál (en bara ein önn í framhaldsskóla og ég man lítið sem ekkert).), 7) Gelíska (Modern Scottish Gaelic), 8) Forn írska (Old Irish, 7.-12. öld), 9) Mið welska (Middle Welsh, ca 10-13 öld), 10) Medieval Latin og svo núna bætist við 11) Old English!
Fór svo í latínu með Catrionu klukkan tólf og eftir tímann fórum við með Söndru í hádegisverð. Stuttu síðar skildust leiðir aftur og Catriona og ég fórum í Postgrad club þar sem við sátum til að verða sex að vinna í latínuverkefnunum fyrir næstu viku. Er bara nokkuð hreykin af okkur fyrir að klára þau að mestu leyti. Þannig að ég efa að ég geri neitt brillerandi sniðugt í kvöld, enda orðin þreytt og er hálf að berjast við það að halda veikindunum frá, þannig að ég vil ekki ofgera mér heldur (heheheh).
En á laugardaginn verður fjör, svo lengi sem ég vakna. Er á leiðinni til Edinborgar ásamt, Catriona og Anne sem útskrifaðist með okkur. Anne er að læra Conservationist Archeology (eða eitthvað álíka gáfulegt) í Edinburgh University og á laugardaginn verður fyrirlestur (allan daginn) um Scottish Architecture and monuments og við ætlum að fara og vera henni til samlætis. Og eiginlega líka með þeim skilyrðum að ef þetta er drepleiðinlegt þá förum við út að versla. En þetta þýðir að ég þarf að vera mætt á Queen Street Station klukkan átta, því að lestin fer korter yfir. Veit hún ekki hvað hún er að fara fram á og það á laugardegi. Uss, en hvað gerir daman ekki fyrir ferð til Edinborgar og í fleiri búðir.
Þannig að það verður sett í fluggír í lestri á morgun og ég þarf þá náttúrulega líka að standa mig á Sunnudaginn, það verður sko enginn dagur hvíldar frekar en venjulega. Er einmitt niðursokkin í eina bók núna, sem er fyrir tímann á Þriðjudaginn. Heitir því frumlega nafni; Medieval Archaeology: Understanding traditions and contemporary approaches. Fjallar um hvernig fornleifafræði og almenn fræði tengdri miðalda sagnfræði hefur þróast síðan ca. 1500-1600 og til dagsins í dag, hvað við þurfum að hafa í huga og vera vör um og svona. Allt mjög forvitnilegt. Ég þarf svo einmitt að fara í bókabúðir á morgun að leita uppi Latneska orðabók og svo líka kennslubækur í Old English.
Athugasemdir
Þetta hljómar allt svo spennandi hjá þér að ég er bara farin að sakna Glasgow pínulítið ;) Fer bara að safna og skelli mér á Þorrablótið í Febrúar. Er ekki ódýr gisting í boði?
Árdís (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 17:10
Það er alltaf gisting í boði hjá mér. Eftir því sem mér skilst er ég meira að segja með vindsæng (eða eitthvað álíka sniðugt apparat) hérna, sem mér áskotnaðist fyrir ekki svo löngu. Hver gæti hafa verið svo sniðug að skilja það eftir hjá mér. Annars ef þetta er ekki vindsæng, viltu útskýra fyrir mér hvað þetta er. Þú ert alltaf velkomin og ég sakna þess líka rosalega að hafa þig ekki hérna. En svona í sárabætur fékk ég íbúðarfélaga sem bakar heljarinnar góðar kökur. Slæmu fréttirnar eru þær eru að hún fer heim til Bandaríkjana um jólin, þannig að ég þarf að fara að baka.
Lady Elín, 16.11.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.