Er ég kvenmaður eða ekki!?

Aldrei hélt ég að ég yrði ein af þeim sem stunda skrif á netinu yfir einhverjum svona arfavitlausum athugasemdum frá þingmönnum og ráðherrum.  Þetta sýnir ekki síst hversu lélega menntum ákveðinn aðili í íslensku samfélagi hefur af málvísindum en ég ætla lítið að fara út í menntun ráðamanna Íslands.

Nú er nýjasta æðið á netinu að skrifa um femínistana, Kolbrúnu Halldórsdóttur í sambandi við barnagalla á fæðingardeildinni, pappahornið í Hagkaup og svo ekki síst uppástunga Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur um breyti á heitinu ráðherra!  Og það er það sem ég mun vera að tjá mig um á þessu bloggi.  Ég skal reyna að vera hnitmiðuð en er þekkt fyrir að röfla þannig að afsakið mig ef það gerist.

Steinunn Valdís segir í greinargerð með tillögunni, að sú þróun hafi átt sér stað í hefðbundnum kvennastéttum þegar karlar hafi haslað sér þar völl, að starfsheitum hafi verið breytt til þess að bæði kynin geti borið þau. Þannig hafi hjúkrunarkonur orðið að hjúkrunarfræðingum, fóstrur að leikskólakennurum og Fóstruskóla Íslands verið breytt í Fósturskóla Íslands, m.a. af tillitssemi við karla því að ekki þótti boðlegt fyrir karlmenn að vera kvenkenndir. Um eðlilega og sjálfsagða leiðréttingu hafi verið að ræða.

Það sem hún segir hér er allt gott og blessað en það hefur ekkert með það sem ég vil segja um þetta efni.  Ég er alveg sátt við það að auka við orðum um starfsheiti en það er engin ástæða til að breyta einu eða neinu.  Af hverju er ég svona ósátt, það er þetta með að það þurfi að breyta öllu breytinganna vegna og af því að það er "politically correct" eins og er svo vinsælt í dag.  Tungumál virka ekki þannig.  Ég virðist lesa það út frá tillögu hennar að henni finnist það lítillækkandi fyrir konur að vera kallaður herra yfir einu eða öðru.  Af hverju hef ég ekki hugmynd.  Ef við tökum sem svo að öll orð sem eru notuð sem lýsing á persónu og kyni persónunnar í hverju starfi sem er værum við á horfa á svakalega uppstokkun í tungumálinu og eitthvað sem ég er algjörlega á móti.  Er ég sem kvenmaður klæðskiptingur?  Ég bara spyr, er ég minni kona ef ég titla mig sem kvenmaður?  Kvenmaður er kk orð og felur í sér orðið maður sem er lýsing á gagnstæða kyninu.  En þótt að seinna orðið feli í sér þessi atkvæði er ég minni kona fyrir vikið.  Það hefur ekkert að gera með hvaða hlutverk ég gegni í samfélaginu og/eða innan fjölskyldunnar og á meðal vina minna.

Út um heim í þeim fjöl mörgu tungumálum sem þar finnast eru fleiri dæmi þar sem kyn orða hefur ekkert að gera með kyn þeirra sem orðið á við.  Orðið ráðherra finnst mér einnig eiga við það sem ég vil koma á framfæri hér.  Það að vera ráðherra felur ekkert endilega í sér að persónan sé karlkyn.  Orðið á alls ekki við persónuna sem gegnir því hlutverki heldur hlutverkið sem persónan hefur.  Að vera ráðherra yfir einu eða öðru felur í sér að sú persóna hafi og hafi verið afhent vald eða forræði yfir ákveðnu málefni.  Læknir er karlkyns orð en við efumst ekki um það að kvenmaður í hlutverki læknis sé ekki fær um sitt starf og við förum ekkert fram á það að því starfsheiti sé breytt.  Ef það er verið að sækjast eftir að breyta heiti stöðu og starfa einungis af því að orðið feli í sér karlkyn, hvort sem það er herra eða læknir þá er verið að gera það af rangri ástæðu.  

Þess vegna vona ég virkilega að fólk hætti þessari vitleysu og leyfi málinu að þróast sjálft áfram en ekki vera að þröngva kynhlutverkum upp á orð.  Tungumál þróast ekki svoleiðis, þau hafa sína eigin leið á að þróast án þess að það sé gert af illa upplýstu fólki sem þykist hafa veg kvenna í fyrirrúmi.   Svona fíflalæti fá mig gjörsamlega til að skammast mín á að það séu kynsystur mínar sem láta svona út úr sér og eru jafnréttismálum lítið til bjargar.

Svo beini ég því til þeirra sem eru að velta fyrir sér kynjahlutverkunum sem er verið að neyða upp á börn á fæðingardeildinni.  Hættið þessum fíflalátum og þakkið fyrir það að barnið kom heilt heilsu í heiminn, því það kemur fyrir að svo er ekki og þá skiptir engu máli í hvaða lit barnið er klætt heldur að það komist sem fyrst í hendur sérþjálfaðs starfsfólks spítalanna heldur en að vera mælt á litaspjaldi hvaða litur hentar því fyrir framtíðina.  Því við megum þakka fyrir að börnin okkar eiga bjarta framtíð fyrir sér og það skal enginn segja mér að litur á fötum komi nokkuð til með að segja hvað ég mun verða þegar ég verð stór, ég ákveð það sjálf af því að ég er kvenmaður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þessar hugmyndir alveg eins eiga rétt á sér og að hafa leyniþjónustu og her á Íslandi. Ég meina það er án efa það vitlausasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Ég tala nú ekki um að einkavæða heilbrigðiskerfið.... það fólk er gjörsamlega búið að missa vitið.

Dísin (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 15:17

2 Smámynd: Lady Elín

það er nú þegar leyniþjónusta á Íslandi ...ISS (Icelandic Secret Service, finnst aðallega á hreinlætisvörum og almenningssalernum).  Svo er slagorðið á ensku "we know your buisness better than you do!"

En það er alveg satt að fólk á rétt á að vera stupid, sumir bara misnota þann rétt of oft.

Lady Elín, 3.12.2007 kl. 17:55

3 identicon

Ohhh Elín, þú gerir heiminn að betri heim. En það er endalaust hægt að velta sér uppúr þessu. Eins og þetta með Guð, feministar vilja halda því fram að hann sé hún (eins og það skipti öllu máli!) en ég hef aldrei heyrt neinn tala um að breyta móður jörð í faðir hummmm skrítið.

 Með litinn á barnagöllunum þá fynst mér við geta nýtt peningana í margt annað en að skipta út fötunum. Eins og ljósmóðirin sagði á landsanum þá var bleikur og blár galli tekinn upp til að auðvelda þeim sem þar vinna að þekkja börnin í sundur. 

 Ég held líka að ég hafi aldrei spáð í því að ráðherra væri annað en persóna á þingi fyrr en núna!  

Bryndís Steinunn (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband