Fyrirlestur fyrir fyrirlestur

Fengum að spreyta okkur á fyrirlestra"tekníkinni" hjá okkur í dag.  Catriona, Sandra og ég fengum það verkefni að tala um ... eitthvað, í tíu mínútur á meðan kennarinn okkar Dauvit Broun og Bronagh Ní Chonaill sem er líka kennari fylgdust með.  Þau voru að fara með okkur í gegnum hvað það er sem við þurfum að vara okkur á þegar við höldum fyrirlestur og hvað við gerðum vel.  Þau kölluðu þetta 'Mock paper' og það má segja að við tókum þau á orðinu og gerðum grín að öllu sem okkur datt í hug. 

Catriona kynnti okkur fyrir heimahögum sínum Inverbervy (ég held að það sé skrifað svona) nálægt Aberdeen og hvernig jólin og þá sérstaklega helgileikurinn í kirkjunni gekk.  Hún var nett fyndin í frásögn sinni um jólabarnið (í leikritinu) sem fæddist á réttum tíma.  Hirðinginn með kindina sem var reyndar tusku-dúkku-kind sem var í eigu drengsins sem lét konunginn sem ákvað í miðju leikriti að hann vildi fá kindina sína aftur og þráttaðist við þangað til að hann hafður á loft og farið með inn í herbergi aftur af kirkjunni.  Hún sagði okkur einnig frá organistanum sem var reyndar ekki rétti organistinn því að hann hafði verið handtekinn nokkrum vikum fyrir leikritið.  Greinilega mjög athyglisverður bær þrátt fyrir að vera mjög lítill.

Sandra sagði okkur frá lífinu í Oxford en þar var hún í háskóla í fjögur ár áður en hún gerðist svo djörf að koma til Glasgow.  Eftir að hlutsa á hana segja okkur frá þeim undarlegu siðum og athöfnum sem hún þurfti að ganga í gegnum þessi fjögur ár, er ég bara nokkuð sátt við að vera bara í "litlum" og alls ekki eins flóknum skóla og hún var í.  Hún kynnti okkur líka fyrir Oxford-ísku sem er algjörlega óskiljanlegt og varla hægt að telja til ensku.  Mjög spes.  En eftir þetta langar mig alveg rosalega til að kíkja einhvern daginn til Oxford.  Hún er búin að lofa að vera farastjóri og er ferðinni heitið á bókasafnið þar til að skoða handrit.  Við erum ekki nördar fyrir ekki neitt.

Ég aftur á móti fór með stuttan kafla úr hugsanlegri bók minni um 'The misguided guide to the history of Iceland', þar sem ég talaði um fyrstu kynni Íra og Skota af Víkingum áður en þeir fóru norður í ballarahaf og settust að á Íslandi.  Ég hafði mjög miklar áhyggjur af fyrirlestrinum mínum og hvernig Bronagh (sem er írsk) tæki honum, en ég held að ég hafi ekki þurft að hafa miklar áhyggjur þar sem ég heyrði tísta í henni nokkrum sinnum og það á réttu stöðunum í fyrirlestrinum.

Eftir allt puðið, fengum við svo nokkra punkta frá kennurunum og svo sluppum við út og lá leiðin beint í matsalinn til að metta tómann maga.  Ég hefði nú helst alveg viljað fá eitthvað sterkara, svona til að róa taugarnar en lét það bíða þangað til núna í kvöld.  Ég er alltaf svo fjandi taugaóstyrk með að framburður minn verði svo mun meira áberandi þegar ég er taugaóstyrk og er að lesa upp eitthvað af blaði.  En ég hafði ekkert rosalega mikið að hafa áhyggjur víst, en ég á það til að segja Wyking í staðinn fyrir Viking, enda munu Englendingar vita það manna best að Íslendingar geta ekki sagt Viking rétt í fyrstu atrennu og hefur það verið vinum mínum mikil skemmtun að heyra mig tala um Wykings síðustu ár.

Þannig að nú þarf ég að fara að leggja mig fram við næsta fyrirlestur sem er sá sem leikurinn er gerður fyrir.  Næsta föstudag mun ég halda fyrirlestur um handrit og útgáfur af fornritum Íslendinga.  Rosalega spennandi og skemmtilegt verkefni og þar sem það er einungis 15 mínútur sem ég hef til að tala um það þá er málið frekar að velja og hafna heldur en að grafa upp og leita.  Svo fer einhver tími í að læra fyrir Old English prófið mitt sem er á Þriðjudag.

Allt í gúddí!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

www.alster.nu

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Atarna hef ég nú eignast einn áhugaverðann bloggven ...

Steingrímur Helgason, 11.1.2008 kl. 22:18

3 identicon

Gangi þér vel krúttla....

Bryndís Steinunn (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband