25.5.2008 | 23:09
Window Vista á að skilgreina sem vírus og ef þú hefur reynt í 10 klukkutíma að installera prentara í tölvuna og ekkert gengur þá er eitthvað að!
Já, það má segja að ég hafi verið að standa í heljarinnar veseni með tölvuna mína undanfarið. Þess vegna hef ég lítið verið á blogg flakki og enn minna staðið í blogg skrifum. Hver veit nema að einhver breyting verði á núna þegar allt er komið í lag (enn sem komið er virkar allavegana hlutirnir).
Þetta byrjaði allt saman um maí byrjun en þá fór vélin mín að hegða sér illa. Hún fór að frjósa á ótrúlegustu tímum, display driver hætti að virka og allt fór í köku, stundum slökkti hún bara algjörlega á sér og fór í safe mode og ég veit ekki hvað og hvað. Náttúrulega þegar maður er að reyna að skrifa ritgerðir og annað þá er ekki gott að hafa ekki tölvu sem hægt er að treysta á. Þannig að ég (fátæki námsmaðurinn) flaug heim til að fá hjálp hjá stóra bróður sem er tölvuséníinn í fjölskyldunni. Hann afréð að það besta væri að taka allt úr vélinni, strauja hana og setja bara XP í hana í staðinn og var ég eiginlega bara rosalega fegin þeim fréttum. Þannig að fyrir nokkrum vikum var gerð heilaaðgerð á lappanum mínum og fékk ég hana brosandi með XP til baka.
Það var svo ekki fyrr en ég kom út aftur að ég sá að brosið var skakt. Það virkaði nefnilega ekkert þegar ég var að reyna að tengja allt dótið mitt við hana aftur. Hún fann ekki usb hubbinn og þegar ég reyndi að tengja sjónvarpsflakkarann við þá kom alltaf melding um að hún fyndi ekki drifið en svo kom það alltaf inn samt sem áður. Svo kom að því að tengja prentarann við og þá fór allt í vaskinn. Ég reyndi í tíu klukkutíma að reyna að installera prentaranum, í fjóra klukkutíma eða svo eitt kvöldið, reyndi þrisvar að setja hann inn og gafst upp, hafði samband við bróa yfir netið og hann kom af fjöllum eins og ég af hverju þetta virkaði ekki. Það var allt í lagi með usb portið en það var eitthvað að á milli þess að talvan fyndi tækið tengt og tengdi hugbúnaðinn þar við sem klikkaði. Daginn eftir fékk brói heimsókn frá tölvufyrirtæki og spurði gaurinn út í hvað gæti verið að. Þeir brutu heilann hálfan daginn og ekkert gekk. Seint um daginn var afráðið að ég kæmi heim með galla gripinn í enn eina yfirhalningu og það meira að segja bara strax daginn eftir. Sem betur fer fékk ég ódýrt fargjald en lítinn sem engan tíma til að redda hlutunum og var ég reyndar svo heppin að ég var ákkúrat með fyrir leigubílafargjaldinu út á völl. Það tók svo góðan tíma að finna hvað var að og hvernig ætti að leiðrétta það en það tókst á endaum þótt að það væri tvísýnt á tíma og hreinlega spurning um hvort ég yrði að redda nýrri tölvu á mettíma, en allt saman blessaðist nú. Sérstaklega þar sem ég var orðin frekar orkulítil af öllu þessu veseni og komin með hálsbólgu og astmahósta ofan á allt.
En þetta varð til þess að á undarlegasta máta þá var ég stödd heima hjá mér yfir afmælið mitt sem hafði nú ekki staðið til. Vinkonurnar hérna úti þurftu að breyta öllum áformum helgarinnar þar sem þær voru að plana að ræna mér og koma mér eitthvað skemmtilega á óvart, nú varð það að bíða. En ég skammaðist mín nú bara hálf partinn fyrir þetta allt saman og lét engan vita að ég væri heima, enda þurfti ég að standa í ritgerðarskrifum, en hafði þó þann hæfileika að geta ekki gert margt í því þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir. En ég átti samt ágætist afmæli með Eurovision eftir-partíi og var ég bara ánægð með allt.
Nú er ég sem sagt komin aftur til Glasgow og búin að prufa hvort allt virki ekki og jújú, prentarinn og usb hubbinn og flakkarinn og teikniborðið virkar allt saman og þá er ég ánægð. Hitt kemur svo bara með restinni. Nú er bara að fara að setja í spíttgír að skrifa eina 3.500 - 5.000 orða ritgerð fyrir 2. júní, 20 mínútna fyrirlestur sem á að flytjast 10. júní, svo þarf ég að flytja 11. júní og þann 12. júní er ég að legga af stað í ferðalag til Orkneyja!!!
Óskið mér góðs gengis endilega, veitir ekki af eftir þetta!
Athugasemdir
Smá vangaveltur...væri ekki ódýrara að kaupa nýa tölvu í staðinn fyrir að taka flugið fram og til baka til Íslands?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.5.2008 kl. 06:43
Ekki þegar tölvan er einungis ársgömul, þá borgar það sig ekki!
Lady Elín, 26.5.2008 kl. 09:08
Hvaða hvaða, bara kíkt á klakann og enginn látinn vita? Viðurkenndu það bara, þú vildir fá afmælispakkann sendann út Til hamingju með afmælið!
Hrabban (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.