Þá er bara að bíða

1)  Ritgerðin góða.  Það var ekkert smá sem gekk á við að ganga frá og skila ritgerðinni en það tókst að lokum.  Geðshræringarnar voru í hámarki hvort að blekið í prentaranum myndi duga, og hvort eitthvað hefði gleymst, hvort að prentarinn færi nú eitthvað að klikka eða hvað eina.  Tíminn var að renna út og ekki allt búið og frágengið sem þurfti til að taka á móti vinkonu minni sem var á leiðinni til mín líka.  En þetta gekk allt saman og allt endaði vel en ég fór líka og keypti meira blek enda veitti ekki af.  Þannig var það að daginn sem ég kláraði ritgerðina, prentaði hana út og skilaði henni þá fékk ég mér hádegismat klukkan sex um daginn!  Ferlegur léttir samt.  Svo kom vinkona mín og við eyddum helginni í að versla og borða góðan mat og hafa gaman hverju sem okkur datt í hug.  Hún fékk svo að púla með mér að draga allt hafurtask mitt niður stigann af þriðju hæð yfir götuna og bak við húsið og upp á aðra hæð í húsið sem ég var að flytja í.  Miklu fínna herbergi en allt snýr öfugt þannig að það á eftir að taka tíma að venjast því.  Gott að byrja samt sem fyrst því að daginn eftir þegar ég var að vakna munaði litlu að ég stangaði vegginn all ægilega og færi í heimsókn til nýja nágrannans.  Þetta reddaðist þó og ég kom ósködduð heim.  En nú er bara að bíða eftir að vita hvað kemur út úr ritgerðinni.

2) Er búin að vera á skerinu nú í þrjár vikur tæpar og á viku eftir.  Þá fer ég aftur til Glasgow til að demba mér í doktorsnámið.  Éeeeks, veit ekkert hvað ég er að koma mér í en það á eftir að vera skemmtilegur tími framundan vonandi.  Það er margt búið að vera í gangi hjá mér á meðan ég er búin að vera hérna heima.  Er búin að vera á fullu í að vinna í ættfræðinni hjá Oddi og svo náttúrulega að hjálpa mömmu með bæði pabba og ömmu.  Amma er núna á sjúkrahúsi þannig að það hefur létt álagið á mömmu í bili, en þar sem við vitum ekkert um framhaldið þá getur mamma ekki andað léttara ennþá.  En þá kemur bara upp að pabba versnar og við vitum ennþá ekkert hvað er með hann, hann er þó á leiðinni til læknisins á morgun og þá verður vonandi eitthvað gert í hans málum líka.  Ég bara vona að ég hafi getað létt eitthvað á mömmu og öllu því sem hvílir á henni.  Þannig að mér líður ekkert allt of vel að vera að fara út aftur og vera að plana þrjú ár í viðbót.  Ég átti nógu erfitt með að hugsa um að vera í burtu í ár í viðbót í fyrra, en það þýðir ekkert annað en að huga að hverjum degi sem kemur og taka því sem með þeim kemur. 

 3) Blogg!  Jamm ég er með tvö blogg í gangi en það er mjög misjafnt hversu oft ég kem við á þeim.  Oft fer það eftir getu og nennu og líka hvort ég hafi eitthvað að segja eða ekki.  Þessi bloggfærsla er meira svona í seinni kantinum en ég ákvað að blaðra smá færslu samt sem áður.  Eitt sem þetta moggablogg hefur umfram flest önnur blogg er að koma fyrir sektarkennd hjá bloggurum.  Út í eitt heyri ég bloggara vera að afsaka sig fyrir að skilja ekki eftir kveðjur eða annað til að láta vita að bloggið var lesið af viðkomandi.  Annað líka að bloggarar eru að hreinsa út bloggfélaga fyrir það einmitt að láta lítið í sér heyra og af því að þeir telja sig hafa of marga blogg vini til að sinna þá eyða þeir þeim út af listanum sínum.  Svona líka mér afar illa.  Ég vil ekki þvinga vini mína í að skilja eftir færslu eða kvittun bara til að láta vita að þeir hafi lesið síðuna mína.  Það er þeirra mál, mitt er bara að skrifa og hafa gaman af að láta ýmislegt eða ekkert flakka.  Ekki það að mér finnst alltaf gaman að lesa það sem hefur verið skrifað við færsluna hjá mér, en ég er samt hrifnari þegar ég fæ athugasemd út á eitthvað sem ég hef skrifað heldur en bara 'kvitt ég leit við'. 

Ef við færum þetta út fyrir virtiual heiminn og yfir í þann raunverulega, þá vil ég ekki yfirborðs spor skilin eftir af 'vinum' sem ég hef aldrei hitt.  Heldur vil ég pælingar og skrif og brandara frá hinum raunverulegu og áþreifanlegu.  Bloggfélagarnir skiptast í tvo hópa a) ættingja og vini b) fólk sem hefur birt áhugaverðar skoðanir og pælingar sem ég er forvitin um.  Í hóp a) er fólk sem virkilega hefur haft áhrif á mig og þó ég hafi ekki dagleg samskipti við þau í 'raun' heiminum þá hafa þau lagt spor yfir ævi mína sem munu ætíð vera til staðar.  Í hópi b) er fólk sem ég hef aldrei hitt og mun líklega ekki en samt fólk sem ég virði fyrir skoðanir þeirra og það sem það hefur að miðla til umræðna og skoðanaskipta á ýmsum málefnum.

Ég mun aldrei henda út vinum af því að þeir hafa ekki sagt halló við mig í þó nokkurn tíma.  Ég mun ekki særast við það að mér sé hent út af 'vinabloggi' hér á mogganum.  Ég verð ekki sár þó að enginn skrifi athugasemd hjá mér.  Bloggið mitt snýst ekki um að fá sem mest innlit eða sem mestar athugasemdir, ég er ekki í slíkri vinaleit hérna.  Ég vil miklu frekar að fólk njóti þess að fylgjast með það sem á daga mína drífur og þá einstöku vit(leysu) mola sem ég skil eftir líka.  Ég er í skóla og á í fullu fangi með að standa skil á mínum verkefnum en að fyllast af samviskubiti af því að ég hef ekki sinnt moggabloggs 'vinunum'.  Ég kíki á þá sem standa mér næst og þá sem mér finnst mest gaman að lesa þeir verða bara að una við það að ég á stundum erfitt með að staldra við og láta vita af mér.  En það þýðir ekki að ég hunsi þá þó ég láti ekki vita af því.

 4) Ætla að hætta að röfla og halda áfram að horfa á Star Trek Voyager.  Er að rifja upp kynni mín af þáttunum, er komin á þriðju seríu og algjörlega hugfangin.  Já ég er sannur nörd!!! Er líka að bíða spennt eftir að sjá næstu seríu af The Big Bang Theory.... ég algjörlega elska Sheldon ... og Leonard ... og Howard .... og Koothrappali!!!

 

[discussing Sheldon's work] At least I didn't have to invent 26 dimensions to get the math to work.
-Leonard
I didn't invent them. They're there.
-Sheldon
Yeah? In what universe?
-Leonard
In all of them, that's the point!
-Sheldon

 

Leonard: What are you doing?
Sheldon: Every Saturday since we’ve lived in this apartment, I have awakened at 6:15, poured myself a bowl of cereal, added a quarter-cup of 2% milk, sat on this end of this couch, turned on BBC America, and watched Doctor Who.
Leonard: Penny’s still sleeping.
Sheldon: Every Saturday since we’ve lived in this apartment…
Leonard: You have a TV in your room, why don’t you just have breakfast in bed?
Sheldon: Because I am neither an invalid nor a woman celebrating Mother’s Day.

 

Leonard: A Homo habilis discovering his opposable thumbs says what ...
Kurt: What?
Leonard & Sheldon laugh


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um The Big Bang Theory, kanntu allan textann við themalagið?

Hrabban (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 17:25

2 identicon

Heyrru, svara bara minni eigin spurningu. YOUTUBE to the rescue!

http://www.youtube.com/watch?v=-a8MguIMmCI

 Kæmi mér nú ekkert á óvart þó þú værir búin að finna þetta nú þegar... nörd

Hrabban (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 17:29

3 identicon

Hæ pæja!!!!

Hugsa oft til þín þrátt fyrir að vera hundlöt við að kvitta elskan mín:)

Mamma sagði að það hefði verið smá grein um þig í mogganum í vikunni, alltaf svo fræg Elín mín!

Knús og kossar frá Álaborg og vonandi að þú og þinir hafið það sem allra best.

Gulla og fylgifiskar (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband