Nú er ég öskureið

  Ég rakst á þessa bloggfærslu áðan og það verður að segjast að ég er öskureið.  Núna rúmlega klukkutíma seinna er reiðin ekki runnin af mér ennþá.

Íslenskan sem einangrunartæki!

Deili ekki þeim ótta sumra að íslensk þjóð sé eins og barnið í baðvatninu.  Sé tungunni hent fari þjóðin. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir mestu hvað er hugsað á Íslandi, um hvað er talað, hvernig fólkið er innréttað. Hvernig manneskjur þetta eru sem hér búa.

Málið er samskiptatæki en getur einnig verið kúgunartæki þar innifalið tæki til að einangra og útiloka.

 Ég sé ekki betur en að Írum vegni bærilega þó þeir tali ensku. Óvíða hef ég kynnst meiri þjóðerniskennd en í Úkraínu. Minni hluti Úkraínumanna talar þó úkraínsku, meirihlutinn rússnesku.  Í bæjum og þorpum nálægt landamærum eru þorp þar sem eingöngu er notast við tungumál nágrannaríkja.

 Almenn rökvísi segir manni að betra sé að tilheyra stórum málhópi en smáum.

 Óheppilegt er að eyða lífi sínu innan veggja tungumáls sem fáir botna í. Maður á möguleika að skilja fleiri og fleiri átta sig á tali manns í réttu hlutfalli við stærð málhólfs.

Aðgangur að bókmenntum og listum eykst í réttu hlutfalli við stærð málsvæðis.

 Sé maður vís er gott að sem flestir heyri.  Sé maður fávís hefur maður gott af að heyra sem flest.

 Það rífur skörð í veggina að læra tungumál síðar á æfinni en brýtur þá sjaldnast.

 Nú er ég ekki að mæla með því að íslenskunni sé kastað.  Jafnvel þó hún sé fremur stirt mál eins og reglan er með tungumál sem eru notuð af fáum.  En þegar alið er á þeim ótta að íslenskan glatist þegar fólk af erlendum uppruna er ráðið á barnaheimili ...þegar alið er á sama ótta þegar stungið er upp á því að enska verði einnig notuð í viðskiptum.........þegar alið er á sama ótta þegar færð eru rök fyrir því að tvítyngd væri þjóðin betur á vegi stödd.....

 Þá fnnst mér að farið sé að nota íslenskuna sem einangrunartæki.

 Eftirmáli:  Las það að tvítyngdu fólki væri síður hætt við elliglöpum og Alzheimer. Umhugsunarvert.

(http://baldurkr.blog.is/blog/baldurkr/entry/318889/)

Ég get ekki annað gert en brugðist við svona bloggi, enda er ég öskureið ákkúrat núna.  Ég verð að segja að ég er algjörlega ósammála Baldri Kristjánssyni í þessu.  Ég efast um að hann hafi fyllilega gert sér grein fyrir hvað hann er að segja með þessari grein og vil ég gjarnan vona að ég hafi verið að misskilja hann stórlega.  Hvort sem um ræðir grein til fjörlegrar umræðu eða annað.   Mér er ill skiljanlegt að nokkur geti haft slík viðhorf gagnvart þjóð sinni, tungu og menningu. 

Það sem ég les út úr þessari grein er að honum finnst óskiljanlegt af hverju við Íslendingar erum að halda í tungu sem svo fáir tala, en er íslenskan þá eitthvað minna gild en önnur tungumál eða bara gagnvart enskunni.  Um leið og við förum að tala um það að íslenskan meini okkur aðgang eða auðveldi ekki fyrir samskiptum um viðskipti erum við í vondum málum og mig hryllir við þessari þróun sem virðist vera að spretta upp.  Og ég skal segja þér af hverju.

Þú talar um að Írar hafi það bærilegt þótt þeir tali ensku, en hefurðu einhverja hugmynd um af hverju þeir tala ensku en ekki írsku.  Hefurðu einhverja hugmynd um hvernig það kom til að þeir skiptu yfir frá írsku yfir til ensku.  Og hvað með Skotland, af hverju tala þeir ensku, eða Walesbúar, eða þeir sem eru búsettir á Bretaníuskaganum.  Því nú verð ég reið.  Hvernig heldurðu að þér myndi líða ef að þú værir barinn og lítilvirtur fyrir það að tala á því móðurmáli sem þú varst alinn upp við.  Og hvernig heldurðu að fólk sem alið er upp við slíkar aðstæður fari að lýta móðurmál sitt.  Það lítur á það sem eitthvað slæmt, ekki til að vera stolt af.  Það hættir að segja börnum sínum sögur sem þau lærðu sem börn sjálf.  Þau meina börnum sínum að apa eftir sér orðin, þau segja þeim að þau eigi að læra ensku því að það er engin framtíð í gelísku.  Þau sem töluðu gelísku voru álitin heimsk og illaþenkjandi minna en þegn í þjóðfélagi.  Er þetta hugsun þín til íslenskunnar að í nálægri framtíð verður það skömm okkar að tala íslensku.   Í Wales, þar sem meirihluti byggðar var samblanda af þeim sem voru welskir og töluðu welsku og þeir sem voru af enskum uppruna og töluðu ensku.  Stjórnvöld fengu nágranna að njósna um nágranna sína og segja til þeirra ef þeir dirfðust að tala welsku innan veggja heimilis síns.  Þessi tungumál voru barin úr fólki á sem ógeðfelldasta hátt og þér finnst skrítið að ég taki svona grein inn á mig með þessum hætti.

Þú talar um að Írar hafi það fínt með ensku en menningarheimurinn hefur það ekki.  Forn írska er að mörgu leyti flókið tungumál og vegna þess eru enn mörg skjöl og handrit ennþó óþýdd, þarna er menning að gleymast og ef við náum ekki að mennta fólk í þessu forna tungumáli þá gleymast og týnast ómetanleg menningarverðmæti. 

'There is no tracing ancient nations but by language and therefore I'm always sorry when language is lost because languages are the pedigree of nations.' Samuel Johnson 1766)

Írska er í dag viðurkennt tungumál hjá Sameinuðu þjóðunum, og Írland er búið að berjast fyrir því lengi að tungumál þeirra sé viðurkennt sem tungumál.  Írska er opinbert tungumál Írlands.  Welska er opinbert tungumál Wales.  En Skotland er á mörkum þess að tína alfarið tungumáli sínu gelískunni.  Í dag eru ekki nema um 62þúsund manns sem tala gelísku sem fyrsta tungumál.  Veistu við hvaða mörk tungumál er í útrýmningarhættu.  Það er við 50þúsund!!!

Hugsaðu því aðeins áður en þú talar, það er ekki langt bilið á milli ca 330 000 og 50 000.  Ég verð að segja það að ég hef virkileg óbeit á fólki sem skilur ekki hvað það er að gera þegar það talar um að leggja tungumál til hliðar af því að það hentar ekki íslensku efnahagskerfi eða viðskiptum eða hvað sem er.  Þetta er sama hugsunin og var hjá fólkinu sem sló og barði og þvingaði fólk inn á enskuna í Skotlandi á sínum tíma. Ég var um stund í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík.  Bækurnar voru á ensku og forritunarmálið var og er á ensku en viti menn kennslan fór fram á íslensku.  Af hverju?  Sumir leggja það ekki fyrir sig að vera tvítyngdir og það er gott, og það er mun skynsamlegra heldur en að úthýsa einu tungumáli í staðinn fyrir annað af því að það hentar einhverri skrifstofublók sem sér ekki haginn í því að halda í eitthvað sem hann hefur ekki not á þegar hann fer til útlanda í viðskiptaferð, guð má vita hvaða tungumál hann notar til að tala við fjölskyldu sína.

Ég hef lagt stund á þó nokkur tungumál (þar á meðal ÍSLENSKU, dönsku, ensku, frönsku, þýsku, gelísku, forn írsku og miðaldar welsku) og ekki geri ég upp á milii neinna þeirra.  Öll þessi tungumál eiga sinn rétt á tilveru ekki bara af því að það þjónar nokkrum einstaklingum að tala annað umfram eitt.  Það er eitt orðatiltæki til sem mér finnst henta ansi vel núna og er það: OFT VELTIR LÍTIL ÞÚFA ÞUNGU HLASSI og um leið og við förum að tala um að losa okkur við tungumál okkar úr einum eða öðrum geira þá finnst mér hræsnin vera að kollríða samfélaginu.  Ef við erum svona tilbúin til að losa okkur við íslenskuna af hverju eru þá þeir sömu sem minnast á þetta í sömu andrá að tala með fyrirlitningu um útlendingana sem eru búnir að koma sér fyrir á Íslandi en eru ekki orðnir altalandi á íslensku eftir fyrstu þrjá mánuðina!

Við eigum að halda í íslenskuna okkar eins lengi og eins fast og við getum og aldrei að gefa hana upp viljandi og í sömu andrá eigum við að vera framarlega í því að temja okkur eins mörg tungumál og við getum, því jú, með aukinni menntun bæði á tungumálum og öðru höldum við mörgum líkamlegum og andlegum sjúkdómum í skefjum.

'A people without a language of it's own is only half a nation'
(Thomas Davis)

Að tilheyra stórum málhópi er hægt að gera á fleiri vegu en að eyða öðrum málhópi því það gerir ekkert fyrir menningu eða menntun.  Það minnkar hana heldur til muna og ef hann heldur því fram að Íslendingasögurnar séu alveg eins þegar er búið að þýða þær yfir á ensku hefur hann ekki hugmynd um hvað það fellst í takast á við að þýða bókmenntaverk.  Ekki nóg með það að bókmenntir eru rosalega samfélagsbundnar þá eru þær líka rosalega brothættar.  Ef Englendingur með enga vitneskju um Ísland, íslenska sögu eða annað tengt íslandi fer og les Íslendingasögurnar þá já í besta falli finnst honum þær skemmtilegar og öðruvísi en hann mun aldrei koma til með að skilja þær fullkomlega því að hann þekkir alls ekkert inn á þjóðfélagið og tímann sem þær gerast á.  Heldurðu virkilega að það sé hægt að taka eina sögu og staðsegja hana annars staðar og allt hafi sömu merkingu í því menningarsamfélagi gó‘urinn.  Og það er ekki hægt að fara fram á góða þýðingu (og þá þýðingu sem kemst næst því að flytja menningu úr einni tungu yfir í aðra) nema hafa góðan skilning á þeim tungumálum sem verið er að þýða úr og þýða yfir í.

Segðu mér ef þú finnur fyrir sorg þegar eftir 200 ár eða svo að sá síðasti sem hafði íslensku að móðurmáli deyr, hvort þú ert ennþá á sama máli með að íslenskan er einangrunartæki.  Þú talar um að ég sé hrædd í sambandi við svona umræðu og ég svara því alfarið játandi.  Ég er skíthærdd.  Því ég hef séð með eigin augum hvað það getur gert þjóð þegar hún hættir að líta á tungumál sitt með stolti og telur hana standa í vegi fyrir sér á alþjóðavetvangi í staðinn yfir að sjá hana sem verðmæti sem fáir aðrir í heiminum eiga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Drífa Pálsdóttir

Vá hvað ég er stolt af þér. Segðu þessum kalli til syndanna. Íslendingar hafa barist hart fyrir móðurmálinu í gegn um tíðina og ef við förum eithvað að hætta því núna er öll sú vinna fyrir bý. Ég er kannski ekki mjög góð í mínu eigin móðurmáli en ég er stolt af því að tala tungumál sem svo fáir skylja. Það hefur sýna kosti að tala tungumál sem ekki skylst annars staðar, það hefur líklega leift okkur að hafa okkar eigin skoðanir án þess að lenda í einhverjum vandræðum á alþjóðavetvangi fyrir það.

Ég er alltaf að hitta fleiri og fleiri útlendinga sem eru að læra íslensku í erlendum háskólum og ég er svo stolt af því að vita að það er fólk þarna úti sem virkilega vill læra tungumál sem er jafn flókið og á sér jafn langa sögu og íslenska. Mér finnst sá arfur að geta lesið gömlu handritin vera alveg ómetanlegur.

Hann hefur greynilega ekki hugsað málið alla leið.

"you go girl!!!"

Agnes Drífa Pálsdóttir , 23.9.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er ég sammála þér. Ég er mjög stolt af móðumálinu okkar. Takk fyrir þess frábæru grein.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.9.2007 kl. 17:38

3 identicon

Veistu ég gæti ekki verið meira sammála....

 Ég er alveg að springa úr stolti yfir því að vera ÍSLENSK og tala ÍSLENSKU og hafa ÍSLENSKA sögu...

ég verð jafn reið og þú þegar ég les svona og fynst að þessi strákur ætti að skammast sín....

Ég segi bara áfram ÍSLAND

Bryndís Steinunnn (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband