Keltneskar tær

Vitiði, ég held að vinkonur mínar hafi bókstaflega ætlað að ráða mig af dögum í dag.  Þær á einhvern hátt fengu mig til að prufa Marmite og ég hélt að ég ætlaði að deyja.  Þetta er einn sá versti viðbjóður sem ég hef nokkurn tímann smakkað.  Í meira en tíu mínútur gat ég ekki annað en grett mig á þann furðulegasta hátt sem ég nokkurn tíman hef gert.  Þvílíkur viðbjóður að selja svona í krukku.  Slagorðið er líka það að 'annað hvort elskarðu eða hatarðu' Marmite.  Held án efa að ég falli í seinni hópinn.  Catriona er eiginlega í sama hópi og ég og var nógu gáfuð til að smakka ekki, en auðvitað hvatti hún mig nú samt til að prufa.  Ég get ekki búið í Bretlandi og ekki prufað Marmite.  Jæja, nú er ég búin að því og ég segi aldrei koma nálægt mér með aðra krukku af þessum a"#skota.  Það tók restina af tópaspakkanum mínum til að ná bragðinu úr munninum á mér.  Virkilega ekki fyrir hvern sem er að smakka.

 En snúum okkur núna að þeirri vísindalegu rannsókn sem eru tær.  Vinkona mín hún Sandra, fræddi mig um það á Sunnudaginn að það að ef táin næst við stóru tánna væri lengri en hún, þá þýddi það að þú værir af keltnesku bergi brotin.  Ég get stolt sagt að það er greinilega eitthvað skoskt við mig!!!  Þetta barst meira að segja í tal í Old Norse á mánudaginn og kennarinn minn Katie Lowe, uppgötvaði keltnesku genin sín líka.  Verð nú að láta fylgja með að hún var nú ekkert sérlega hrifin af því, hefði miklu frekar viljað finna Víkinga gen hjá sér en annað.  Fróðlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Ég veit ekki hvað marmite er, en það er alla vega komið á bannlistann hjá mér!

Mummi Guð, 5.2.2008 kl. 21:57

2 identicon

Og hvað er svo marmite? Hljómar allaveganna nógu illa

Hraban (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vill prófa...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.2.2008 kl. 08:52

4 Smámynd: Lady Elín

Marmite er 'Yeast extract' og er viðbjóðslega salt og rammt og sterkt á bragðið!!!  Ég rétt dýfði fingrinum í krukkuna (sem er nota bene ekki stór) og fékk rétt lítinn dropa af þessum viðbóði á puttann minn.  Stakk puttanum upp í munn og  (nema allt í einu), ég ætla ekki að vera sú sem byrjar innflutning á þessu þannig að þið verðið bara að gera ykkur ferð til Bretlands ef þið eruð að deyja úr forvitni.

Lady Elín, 6.2.2008 kl. 10:55

5 identicon

Ó, þá er ég af keltnesku bergi brotin!

Ekki vissi ég þetta! Mjög fróðlegt, núna fer ég að biðja fólk að sýna mér tærnar til að sjá hvort það er eins merkilegt og ég!!

Maddý (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband