Allt gert til að forðast lærdóminn

Ja, það er ekki svo slæmt, en ákkúrat núna er ég með svo geðveikan hausverk að ég geri lítið af viti.  Þannig að ég ákvað að taka smá frí frá lestri og láta vita aðeins af mér.  Síðasta mánuð er ég búin að vera á fullu að lesa og leita að greinum og bókum um ýmislegt sem tengist fræðiritgerðinni minni.  Ritgerðin mun fjalla um Conall Corc pseudo-sögulegan konung sem átti að hafa verið uppi á Írlandi í kringum 400 A.D.  Ég mun aðallega fjalla um hann í sambandi við bókmenntir en ekki sagnfræðina en hún verður náttúrulega alltaf svona við höndina þegar á þarf að minnast.  Það er alveg ótrúlegt hvað það getur verið gaman að lesa þessar sögur og þær pælingar sem upp úr flæða þegar ég er á kafi í lestrinum.  Ég er algjört úbernörd eins og vinkona mín segir, sérstaklega þar sem ég var svona líka hrifin af einni grein eftir Clodagh Downey í Journal of Cork Historical and Archaeological Society, sem tók Breska Þjóðarbókasafnið hafði upp á fyrir mig.  En svona er lífið í dag.  Nóg af að taka og nóg að tala um.  Sem betur fer hef ég mikinn áhuga á því sem ég er að skrifa um og ekki nóg með það þá er ýmislegt broslegt að finna í þessum bókmenntum sem þýðir að ég hef getað skemmt vinkonu minni Catrionu með skemmtilegum frásögnum í sambandi við efnið.  Nú er bara að vona að skrifin gangi vel og að allt skelli saman eins og það á að gera, ég fer að hitta Thomas í vikunni og fæ þá vonandi grænt ljós á þær áherslur sem ég vil leggja á efnið.

Ég mun fjalla um sögurnar þar sem Conall Corc kemur við sögu, allt í allt eru þær fimm þar sem hann er aðal sögu persónan og ótal fleiri þar sem á hann er minnst.  Þessar fimm sögur sem ég mun einbeita mér að, fjalla um þrjá atburði í lífi Conalls Corcs, fæðingu, útlegð til Skotlands og uppgötvun Cashel.  Það sem er merkilegt er að í þessum fimm sögum koma fram allt í allt tvær útgáfur af þessum þremur atburðum.  Ofan á það er hægt að sjá merkilegar tengingar á milli annarra írskra sagna, þar á meðal söguna af Nial Noígiallach (Nial of the nine hostages) og má segja að Conall er algjör andstæða við Niall.  Það er hugsanlega gert af ákveðnu ráði þar sem þessir menn eru sagðir upphafið af Norður og Suður konungsríkjunum Uí Neill í Connachta og the Éoganachta í Munster.  Inn í allt þetta blandast svo ímynd af konungsdómi og hvernig hann 'verður til' eða 'á rétt á sér' og þá einnig í sambandi við konur í sögunum, hvað þær þýða og hvernig er hægt að túlka þær ímyndir og kenningar sem koma fram í sögunum. 

Ég er komin um 3000 orð inn í ritgerðina eins og er og það á eflaust eftir að breytast, til hins betra eða verr veit ég ekki, ritgerðarsmíð snýst um endalausa ritskoðum.  Í augnablikinu er ég í ættfræði kaflanum, sem er hryllilega flókinn, eins og kennarinn minn sagði í dag í sambandi við þá sem skrifuðu þessara sögur 'they can have their cake and eat it too, without any remorse'.  'i sögunum um Conall Corc er getið um fóstur móður hans, að hún hafi heitið Fedelm svo nokkrum setningum síðar er aftur minnst á fóstur móður hans og þá heitir hún Laer Derg.  2 kenningar, fyrrri; skrifararnir voru að rugla saman tveim eldri útgáfum af sögunni,  seinni; við höfum ekki hugmynd um það og segjum bara að þetta sé ein manneskja og hún heiti eitt en er kölluð annað!!!  Ég elska írskar miðalda bókmenntir. 

Það versta við ættfræðikaflann er þó það að þó að það sé hægt að segja að einhver hafi verið uppi um 400 e.kr. þá er ekkert sem segir manni ca hvað hann var gamall eða þeir sem við sögu koma heldur, þannig að það getur gert ættfræði pælinguna ansi erfiða sérstaklega þegar ákveðnir fræðimenn koma með ansi þunnar getgátur um sumar persónunar þá verður maður að vinna helmingi meir að ganga úr skugga um að þeir virkilega höfðu rangt fyrir sér en ekki að ættartré írana séu þetta skrautleg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Vona að þú hafir það betra í dag. Gangi þér annars vel með lesturinn.

Fjóla Æ., 15.8.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband