Ísfólkið á ensku!.. Loksins

Loksins er farið að gefa Ísfólkið eftir Margit Sandemo út á ensku!  Ekki það að ég hafi ekki unað mér að lesa bækurnar á íslensku, en þar sem ég á marga enskumælandi vini og er sjálf orðin svo vön að lesa bækur á ensku þá er ég rosalega ánægð með þetta.  Fyrsta bókin er þegar komin út og tel ég að þýðingin sé hin ágætasta, bók tvö í seríunni kemur út núna á fimmtudag!  Helsta ástæðan fyrir því að ég er að vekja athygli á þessu hérna er að ég veit að þessar bækur eru vinsælar og sívinsælar meira aðsegja, þar sem verið er að gefa þær út núna tuttugu árum eftir að þær voru fyrst gefnar út á íslensku.  Þannig að ég efast ekki um að gamlir og nýjir aðdáendur bókanna þekki eflaust einn eða tvo enskumælandi kunningja sem þeir vildu gjarnan kynna fyrir þessum bókum.  Ég var svo heppin þegar ég var á táningsaldri að geta keypt gömlu útgáfuna af seríunni áður en prentsmiðjan fór á hausinn (held allavegana að hún hafi farið á hausinn) og sá sko ekki eftir því að leita þær upp.  Þannig að ef þið hafið áhuga endilega breiðið út orðið. 

Official Margit Sandemo page: http://www.margitsandemo.co.uk/

Hægt er að kaupa bækurnar á amazon.co.uk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband