Hvað á maður að gera af sér núna?

Ég held að ég sé bara í smá shjokki núna.  Var að setja síðasta punktinn yfir i-ið í ritgerðinni minni, nú á ég bara eftir að gera forsíðuna og prenta herlegheitin út.  60 + blaðsíður með yfirlitssíðu, kortum og ættartrjám.  Ég er varla að trúa því að ég hafi náð að æla þessu út úr mér á þrem vikum.  Ekki slæmt ... eða allavegana vona ég ekki.  Og núna sit ég bara hérna á mínum venjulega stað, komin með sigg á olnbogann við að hanga á lyklaborðinu daginn út og daginn inn og veit ekkert hvað ég á af mér að gera.  Ég ætti áttúrulega að vera að gera alvarlegan skurk í að finna titil á ritgerðina, dettur bara annað hvort ekkert prenthæft í hug eða þá bara fáránlega titla eins og:

 Conall Corc: the little red man that could!

Conall Corc: the man who would be king!

Conall Corc: a king in the making

Conall Corc: his kingship and the women in his life

Conall Corc: who the hell is he!

Bleurgh, held ég ætli að sofa á því í nótt og ganga svo frá því á morgun.  Þarf ekki að skila fyrr en á föstudag. 

Svo er ég að fara að flytja aftur, jamm er búin að fá betra herbergi fyrir næsta ár.  En þar sem að allar vinkonur mínar sem eru staðsettar í Glasgow eru uppteknar um helgina og á mánudaginn þegar ég flyt, þannig að ég var í smá klípu.  Sem betur fer á ég bestustu vinkonu í heimi og þegar ég spurði hana hvort hún gæti nokkuð kíkt út til Glasgow í nokkra daga, þurfti ég ekki að bíða lengi eftir jáyrði.  Þannig að ég er farin að flytja inn ódýrt vinnuafl frá Íslandi til Skotlands, ahahhah.  Ja, á nú eftir að bjóða henni út að borða á góðan stað fyrir að vera svona yndisleg fyrir mig.  Hún kemur einmitt til mín á morgun og mig hlakkar ekkert smá til.  Því að þegar hún kemur er bara enn styttra þangað til ég fer heim.  Við verðum nefnilega samferða heim á klakann líka.  Ég fæ heilan mánuð í frí áður en ég byrja í doktorsnáminu... I am a glutton for punishment!

En það er seinni tíma hausverkur.  Núna er ég búin að leggja heilann á hilluna og þar verður hann í pásu í 30 daga áður en ég þarf að nota hann aftur.  Kannski ekki skrítið að mér finnist tómarúm í lífi mínu núna, hehehe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband