Prófessor Viðutan

Jamm, það mætti segja það.  Það eru nærri tvær vikur síðan ég kom aftur út til Glasgow og lítið hefur breyst.  Það mætti halda að ég sé ekkert í skólanum eða að gera neitt.  Vonandi breytist það nú á morgun og ég dett niður á eitthvað sniðugt. 

Ég átti von á að hitta umsjónarkennara minn fljótlega eftir að ég kom út, en þá var hann staddur í London.  Svo var hann að flytja þannig að hittingur færðist fljótlega yfir í næstu viku.  Fór svo loks til hans á mánudag og viti menn, Prófessor Viðutan var mættur.  Hann var algjörlega úti á þekju og það var eins og það hefði veirð slökt á honum bara um leið og hann sá mig.  Við fórum aðeins að spjalla um hvaða bókmenntir / sögur myndu helst henta því sem ég var að hugsa um að gera að rannsóknarvinnu minni næstu þrjú árin.  Þar sem hann var ekki alveg í sambandi datt honum einungis einn bálkur af sögum í hug.  The 'Bórama' sem fjallar um deilur milli Leinster og Uí Neill á 9. öld og fram á 11. öld.  Hann gat þó bent mér á tvær bækur sem ég ætti að glugga í til að athuga hvort að þetta væri eitthvað sem vekti athygli mína þannig að þegar ég sagði bless við hann lá leið mín upp á 8.hæð í bókasafninu í leit að þeim tveim.  Fann þær og lagði af stað heim heldur glöð í bragði, loksins eitthvað að gera. 

Þriðjudagur var líklegur til að vera langur dagur.  Tími í forn írsku klukkan tíu og svo fyrirlestur í Celtic / Scottish History Department klukkan hálf sex.  Ég vissi að ég myndi ekki nenna að fara heim í millitíðinni, þannig að ég tók aðra af bókunum sem ég tók á láni deginum áður með til lesturs.  Eftir tímann kom ég mér bara vel fyrir í Postgraduate klúbbnum með hálfpott af kók og dagblað dagsins.  Um hádegið fékk ég mér svo snarl að borða og þegar ég var búin að því fór ég að glugga í verkefni dagsins.  Bókin sem ég hafði tekið meðferðis var í sjálfu sér thesis ritgerð sem fjallaði einmitt um 'Bórama' sögurnar og sá ég frekar í fljótu bragði að það sem hann hafði skrifað um var að miklu leyti tengt því sem ég myndi vera að fjalla um og að ég myndi eflaust þá fara að styðjast heldur of við þetta rit, þannig að eins og er sýnist mér það ekki koma til greina sem rannsóknarverkefni. 

Þess vegna er ég á leiðinni á morgun upp á bókasafn aftur til að fara í gegnum eldri tímarit sem fjalla um keltnesk málefni í leit að sögum og sagnabálkum sem hafa fengið litla athygli í gegnum tíðina.  Það verður fjör! 

Á svo líka von á að hitta loksins Catrionu aftur, hún er búin að liggja í flensu núna í nærri viku og er rétt að stíga upp úr henni í dag.  Vona að hún fari ekki að smita mig, en ég fékk einmitt flensusprautuna í dag.  Við ætlum að hittast í hádeginu og fara yfir ýmislegt sem þarf að fara yfir í sambandi við námið.  Hún er einmitt að fara að hitta Prófessor Viðutan og Prófessor Sérvitran á morgun, það verður forvitnilegt að vita hvað kemur út úr því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Skotarnir eru ekkert að láta þig finna fyrir því hvað við mörlandarnir þínir höfum sett land engla á kúpuna nýlega ?

Ætli þeir samsárist okkur ekki fyrir 'Bank of Scotland' ...

Steingrímur Helgason, 16.10.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Lady Elín

Það skiptir öllu að vera réttu megin landamæranna í landi óvinarins :)

Skotunum er meira illa við Englendinga en Íslendinga og ofan á það þá þorir enginn að mæta Víking í fullum ham.  Ég segi oft að mér líði hérna eins og Gulliver í Puttalandi, skotarnir eru nefnilega ekkert allt of háir í loftinu miðað við mig.  Þeir eru eflaust hræddir um að lenda undir hælnum á mér til að þora að ybba kjaft.  Annars finn ég ekki fyrir neinu nema stuðning af þeirra hálfu og þeim finnst framkoma Gordon Browns og þeirra fyrir neðan allar hellur.

Lady Elín, 17.10.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband